Einstaklingum í uppbótarmeðferð fjölgað úr 276 í 438 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2022 07:22 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum. Þetta kemur fram í svörum Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Diljá Mistar Einarsdóttur um skaðaminnkun. Diljá spurði ráðherra hvort til stæði að veita læknum heimild til að ávísa ópíóðum eða sambærilegum efnum til einstaklinga með víumefnavanda með skaðaminnkuna að markmiði, líkt og tíðkast í Danmörku og víðar. „Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Til upplýsingar þá eru leyfisskyld lyf greidd af fjárlagalið leyfisskyldra lyfja og eru sjúklingum að kostnaðarlausu. Lyfjanefnd Landspítala hefur yfirumsjón með leyfisskyldum lyfjum,“ segir í svari ráðherra. Þá segir að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafi gert með sér samning um viðhaldsmeðferðir gegn ópíumfíkn, sem starfrækt er á göngudeild Sjúkrahússins Vogs á Stórhöfða. SÁÁ hafi þannig sinnt meginhlutverki meðferðarinnar en nokkur hluti sjúklinga í göngudeildarþjónustu SÁÁ eða undir eftirliti geðlækna sæki lyfin sín á töfluformi í apótek. Ef um ávísun á forðastungulyf sé að ræða sé notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun. Töfluformið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum og eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði megi ávísa lyfjunum. „Þar sem um leyfisskylt lyf er að ræða leggur lyfjanefnd Landspítala línurnar fyrir heimild fyrir notkun lyfsins. Lyfjanefnd gefur út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að meðferð til að einstaklingur hljóti niðurgreiðslu. Leiðbeiningarnar innihalda gjarnan upplýsingar um hvaða sérgreinar og stofnanir geta ávísað lyfinu, hvert mat skal vera fyrir meðferð, hvernig eftirfylgni skuli háttað og upplýsingar um umsóknarferli.“ Svar ráðherra. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Diljá Mistar Einarsdóttur um skaðaminnkun. Diljá spurði ráðherra hvort til stæði að veita læknum heimild til að ávísa ópíóðum eða sambærilegum efnum til einstaklinga með víumefnavanda með skaðaminnkuna að markmiði, líkt og tíðkast í Danmörku og víðar. „Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Til upplýsingar þá eru leyfisskyld lyf greidd af fjárlagalið leyfisskyldra lyfja og eru sjúklingum að kostnaðarlausu. Lyfjanefnd Landspítala hefur yfirumsjón með leyfisskyldum lyfjum,“ segir í svari ráðherra. Þá segir að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafi gert með sér samning um viðhaldsmeðferðir gegn ópíumfíkn, sem starfrækt er á göngudeild Sjúkrahússins Vogs á Stórhöfða. SÁÁ hafi þannig sinnt meginhlutverki meðferðarinnar en nokkur hluti sjúklinga í göngudeildarþjónustu SÁÁ eða undir eftirliti geðlækna sæki lyfin sín á töfluformi í apótek. Ef um ávísun á forðastungulyf sé að ræða sé notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun. Töfluformið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum og eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði megi ávísa lyfjunum. „Þar sem um leyfisskylt lyf er að ræða leggur lyfjanefnd Landspítala línurnar fyrir heimild fyrir notkun lyfsins. Lyfjanefnd gefur út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að meðferð til að einstaklingur hljóti niðurgreiðslu. Leiðbeiningarnar innihalda gjarnan upplýsingar um hvaða sérgreinar og stofnanir geta ávísað lyfinu, hvert mat skal vera fyrir meðferð, hvernig eftirfylgni skuli háttað og upplýsingar um umsóknarferli.“ Svar ráðherra.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira