Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Karl Lúðvíksson skrifar 15. nóvember 2022 14:22 Laxveiðileyfi hækkað nokkuð á milli ára Það fer ekkert framhjá neinum að það eru verðhækkanir í þjóðfélaginu á Íslandi og veiðileyfi fara ekki varhluta af því. Laxveiði er dýrt sport, það vefst ekki fyrir neinum, en þegar eftirspurn er mikil þá er ekki mikið mál að selja þau veiðileyfi sem eru á boðsstólnum. Við stutta könnum á veiðileyfum þá eru algengt að verðin séu að hækka um 10% á milli ára en það eru dæmi um allt að 30% hækkun. Íslenskir veiðimenn eru farnir að tala um að það sé verið að verðleggja þá út af markaðnum og það má alveg sjá sannleika í því en það verður samt að skoða málið í því samhengi að þetta ræðst einfaldlega af framboði og eftirspurn. Veiðivísir spáir því að erlendum veiðimönnum eigi eftir að fjölga á næsta ári og þá sérstaklega frá Bandaríkjunum en dollarinn er sterkur gagnvart krónunni þessa dagana og þegar staðan er þannig eru bandarískir veiðimenn og veiðileyfasalar yfirleitt fljótir að tryggja sér daga. Sá hópur sem kemur til Íslands frá bæði bandaríkjunum og Evrópu að veiða setur ekki fyrir sig að greiða 150-250 þúsund fyrir daginn og sumir borga mun meira en það. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Laxveiði er dýrt sport, það vefst ekki fyrir neinum, en þegar eftirspurn er mikil þá er ekki mikið mál að selja þau veiðileyfi sem eru á boðsstólnum. Við stutta könnum á veiðileyfum þá eru algengt að verðin séu að hækka um 10% á milli ára en það eru dæmi um allt að 30% hækkun. Íslenskir veiðimenn eru farnir að tala um að það sé verið að verðleggja þá út af markaðnum og það má alveg sjá sannleika í því en það verður samt að skoða málið í því samhengi að þetta ræðst einfaldlega af framboði og eftirspurn. Veiðivísir spáir því að erlendum veiðimönnum eigi eftir að fjölga á næsta ári og þá sérstaklega frá Bandaríkjunum en dollarinn er sterkur gagnvart krónunni þessa dagana og þegar staðan er þannig eru bandarískir veiðimenn og veiðileyfasalar yfirleitt fljótir að tryggja sér daga. Sá hópur sem kemur til Íslands frá bæði bandaríkjunum og Evrópu að veiða setur ekki fyrir sig að greiða 150-250 þúsund fyrir daginn og sumir borga mun meira en það.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði