60 prósent aukning á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 23:31 Sjúkrahúsið Vogur. Vísir/Vilhelm Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Frá árinu 2019 hefur orðið tæplega 60 prósent aukning á slíkri lyfjagjöf. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni. Diljá Mist lagði fram þá fyrirspurn hvort ráðherra hefði í hyggju að veita læknum heimild til að ávísa ópíóíðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, í þeim tilgang að ýta undir skaðaminnkun. Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Úr 276 í 438 Í svari Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra er vísað í gögn lyfjanefndar Landspítala sem sýna að árið 2019 var fjöldi einstaklinga í slíkri lyfjameðferð 276 en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Eru þeir aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri og hafa ávísanirnar aðallega verið á höndum sérfræðinga í geðlækningum. Einnig hafa aðrir sérfræðilæknar með þekkingu á ópíatafíkn ávísað þeim. Sé um ávísun á forðastungulyf með buprenorfín að ræða er notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun Töfluformið verður að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum. Eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði mega ávísa lyfinu og því geta fleiri sérgreinalæknar en geðlæknar skrifað upp á lyfið ef sýnt er fram á þekkingu og fengið hefur verið til þess leyfi. Lyf Fíkn Tengdar fréttir Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00 OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Diljá Mist lagði fram þá fyrirspurn hvort ráðherra hefði í hyggju að veita læknum heimild til að ávísa ópíóíðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, í þeim tilgang að ýta undir skaðaminnkun. Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Úr 276 í 438 Í svari Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra er vísað í gögn lyfjanefndar Landspítala sem sýna að árið 2019 var fjöldi einstaklinga í slíkri lyfjameðferð 276 en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Eru þeir aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri og hafa ávísanirnar aðallega verið á höndum sérfræðinga í geðlækningum. Einnig hafa aðrir sérfræðilæknar með þekkingu á ópíatafíkn ávísað þeim. Sé um ávísun á forðastungulyf með buprenorfín að ræða er notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun Töfluformið verður að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum. Eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði mega ávísa lyfinu og því geta fleiri sérgreinalæknar en geðlæknar skrifað upp á lyfið ef sýnt er fram á þekkingu og fengið hefur verið til þess leyfi.
Lyf Fíkn Tengdar fréttir Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00 OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00
OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46