„Ég lifði mig alla leið inn í þetta og veit hvað þetta er ljúft“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 15:45 Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa komist lengst af íslenskum kylfiingum. GSÍ myndir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði þeim frábæra árangri í gær að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki, DP World Tour. Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem nær þessum árangri en Birgir Leifur Hafþórsson, náði tvívegis að komast í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni. Fyrst árið 2006 og aftur ári síðar. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgir Leif um spurði hann hvort hann hafði verið að fylgjast með Guðmundi á úrtökumótinu. „Já heldur betur. Ég skil það núna hvað það er að vera spenntur hinum megin við borðið og nánast eyðileggja refresh takkann á tölvunni og símatækinu sínu. Á einum fundi þá sagði ég: Ég verð að fá að sjá þetta en þá átti hann tvær holur eftir,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. „Ég lifði mig alla leið inn í þetta og veit hvað þetta er ljúft. Ég veit hvernig honum líður í dag því það er mikið spennufall og verður það næstu daga,“ sagði Birgir Leifur. Þetta var sex daga törn hjá Guðmundi. Hann var búinn að spila þetta mjög vel en var Birgir Leifur einhvern tímann stressaður að hausinn færi hjá honum. „Nei. Ég veit hvað í honum býr og þessi golfvöllur hentar honum mjög vel. Hann er með þannig leik að honum líður ágætlega á þessum velli. Ég sá líka hvað hann er búinn að leggja inn í þetta. Hann er búinn að vera duglegur að æfa og leggja allt í þetta,“ sagði Birgir. „Ég vissi það að þegar hann fengi smjörþefinn þá hafði ég þetta alltaf á tilfinningunni. Auðvitað hefði maður orðið rosalega svekktur af því að það mátti ekki mikið út af bregða. Það getur allt gerst í íþróttum,“ sagði Birgir „Ég vissi það að ef það myndi gerast þá myndi það ekki vera hausinn heldur óheppnismistök eða eitthvað. Ég hafði alltaf trú á þessu,“ sagði Birgir. Hversu stórt er það að komast inn á Evrópumótaröðina? „Þetta er frábært skref og risastórt skref fyrir íslenskt golf. Við erum enn þá ung þjóð í þessu að ég hafi verið sá fyrsti og við séum að fá aftur mann inn þá sýnir það að við erum bara að taka þessu fyrstu skref. Vonandi tekur hann þetta enn þá lengra og fleiri sem fylgja í kjölfarið. Haraldur [Franklín] komi bara strax á eftir og Bjarki [Pétursson],“ sagði Birgir. „Svo að yngri kynslóðin sjái að þetta er að verða möguleiki. Þetta væri ekkert hægt nema með stuðningsaðilunum eins og Forskot sem er alveg ómetanlegt fyrir þessa krakka,“ sagði Birgir. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Leif Hafþórsson um afrek Guðmundar Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem nær þessum árangri en Birgir Leifur Hafþórsson, náði tvívegis að komast í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni. Fyrst árið 2006 og aftur ári síðar. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgir Leif um spurði hann hvort hann hafði verið að fylgjast með Guðmundi á úrtökumótinu. „Já heldur betur. Ég skil það núna hvað það er að vera spenntur hinum megin við borðið og nánast eyðileggja refresh takkann á tölvunni og símatækinu sínu. Á einum fundi þá sagði ég: Ég verð að fá að sjá þetta en þá átti hann tvær holur eftir,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. „Ég lifði mig alla leið inn í þetta og veit hvað þetta er ljúft. Ég veit hvernig honum líður í dag því það er mikið spennufall og verður það næstu daga,“ sagði Birgir Leifur. Þetta var sex daga törn hjá Guðmundi. Hann var búinn að spila þetta mjög vel en var Birgir Leifur einhvern tímann stressaður að hausinn færi hjá honum. „Nei. Ég veit hvað í honum býr og þessi golfvöllur hentar honum mjög vel. Hann er með þannig leik að honum líður ágætlega á þessum velli. Ég sá líka hvað hann er búinn að leggja inn í þetta. Hann er búinn að vera duglegur að æfa og leggja allt í þetta,“ sagði Birgir. „Ég vissi það að þegar hann fengi smjörþefinn þá hafði ég þetta alltaf á tilfinningunni. Auðvitað hefði maður orðið rosalega svekktur af því að það mátti ekki mikið út af bregða. Það getur allt gerst í íþróttum,“ sagði Birgir „Ég vissi það að ef það myndi gerast þá myndi það ekki vera hausinn heldur óheppnismistök eða eitthvað. Ég hafði alltaf trú á þessu,“ sagði Birgir. Hversu stórt er það að komast inn á Evrópumótaröðina? „Þetta er frábært skref og risastórt skref fyrir íslenskt golf. Við erum enn þá ung þjóð í þessu að ég hafi verið sá fyrsti og við séum að fá aftur mann inn þá sýnir það að við erum bara að taka þessu fyrstu skref. Vonandi tekur hann þetta enn þá lengra og fleiri sem fylgja í kjölfarið. Haraldur [Franklín] komi bara strax á eftir og Bjarki [Pétursson],“ sagði Birgir. „Svo að yngri kynslóðin sjái að þetta er að verða möguleiki. Þetta væri ekkert hægt nema með stuðningsaðilunum eins og Forskot sem er alveg ómetanlegt fyrir þessa krakka,“ sagði Birgir. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Leif Hafþórsson um afrek Guðmundar
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira