BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Snorri Rafn Hallsson skrifar 18. nóvember 2022 12:01 Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. Forkeppnin er útsláttarmót þar sem það lið sem stendur eitt eftir vinnur sér inn þátttökurétt í næstu undankeppni. Í hverri viðureign eru leiknir þrír leikir og það lið sem fyrr vinnur tvo þeirra vinnur einvígið. Tapi lið 2 leikjum í mótinu er það úr leik. Öll liðin sem mættust höfðu þegar tapað leik og áttu því á hættu að detta úr leik en 7 af þeim 8 liðum sem kepptu í gær komu úr Ljósleiðaradeildinni. Lið Viðstöðu sló Breiðablik úr leik 2–0 en Viðstöðu vann 16–14 í Mirage og 16–2 í Inferno kortinu. Þór hafði betur 2–0 gegn Fylki og vann 16–9 í Overpass og 16–7 í Vertigo. –REJECTS– töpuðu 2–0 fyrir TEN5ION sem vann öruggan sigur 16–3 í Vertigo og 16–9 í Dust 2. Dusty sem hafði tapað gegn SAGA í fyrstu umferð sló LAVA svo út í lok kvölds, 2–0, en leikirnir fóru 16–3 fyrir Dusty í Dust 2 og 16–13 í Nuke. Lið Viðstöðu, Þórs, TEN5ION og Breiðabliks halda því áfram leik í mótinu en næsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 17:00: Atlantic Esports Iceland – Ármann SAGA – Xatefanclub Dusty – Þór TEN5ION – Viðstöðu Þau lið sem bera sigur úr býtum í þessum leikjum keppa svo klukkan 20:00 en hægt er að fylgjast með mótinu á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Dusty Ármann Þór Akureyri Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti
12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. Forkeppnin er útsláttarmót þar sem það lið sem stendur eitt eftir vinnur sér inn þátttökurétt í næstu undankeppni. Í hverri viðureign eru leiknir þrír leikir og það lið sem fyrr vinnur tvo þeirra vinnur einvígið. Tapi lið 2 leikjum í mótinu er það úr leik. Öll liðin sem mættust höfðu þegar tapað leik og áttu því á hættu að detta úr leik en 7 af þeim 8 liðum sem kepptu í gær komu úr Ljósleiðaradeildinni. Lið Viðstöðu sló Breiðablik úr leik 2–0 en Viðstöðu vann 16–14 í Mirage og 16–2 í Inferno kortinu. Þór hafði betur 2–0 gegn Fylki og vann 16–9 í Overpass og 16–7 í Vertigo. –REJECTS– töpuðu 2–0 fyrir TEN5ION sem vann öruggan sigur 16–3 í Vertigo og 16–9 í Dust 2. Dusty sem hafði tapað gegn SAGA í fyrstu umferð sló LAVA svo út í lok kvölds, 2–0, en leikirnir fóru 16–3 fyrir Dusty í Dust 2 og 16–13 í Nuke. Lið Viðstöðu, Þórs, TEN5ION og Breiðabliks halda því áfram leik í mótinu en næsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 17:00: Atlantic Esports Iceland – Ármann SAGA – Xatefanclub Dusty – Þór TEN5ION – Viðstöðu Þau lið sem bera sigur úr býtum í þessum leikjum keppa svo klukkan 20:00 en hægt er að fylgjast með mótinu á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Dusty Ármann Þór Akureyri Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti
BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52