55 barna móðir lét myrða eiginmann sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2022 16:30 Flordelis dos Santos de Souza Söngkona, leikkona, prestur, þingmaður og 55 barna móðir í Brasilíu hefur verið dæmd til 50 ára fangelsisvistar fyrir að fá tvo syni sína til að myrða eiginmann sinn. Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent