Þakkar Seinni bylgjunni fyrir - ,,Ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003” Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2022 22:36 Ragnar Þór Hermannsson þakkaði Seinni bylgjunni fyrir eftir leik Vísir/Diego Ragnar Þór Hermannsson, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður með átta marka sigur Hauka gegn HK í Olís-deild kvenna í dag. Bæði lið voru með tvö stig fyrir þennan leik; Haukar í sjötta sæti og HK í áttunda sæti. ,,Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur,” sagði Ragnar eftir leik. Ragnar hrósaði HK-liðinu og fannst þeirra frammistaða flott. ,,Þær voru drullugóðar í þessum leik. Það varð ekkert slit á milli liðanna fyrr en sá fáheyrði atburður gerðist að ég skipti í 6-0 vörn. Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það. Ég las í vikunni allar helstu heimildir um það hvenær á að taka leikhlé, hvernig á að taka leikhlé og hvaða ákvarðanir maður á að taka í leikhléi.” ,,Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það.” Ragnar var þarna að vísa í umræðu úr Seinni Bylgjunni í vikunni þar sem hann var sérstaklega tekinn fyrir. Gerðist líka margt í vikunni ,,Gagnrýni er góð og þessi gagnrýni átti að mörgu leyti rétt á sér, þó ég hafi verið búinn að útskýra af hverju ég gerði þetta. Fólk verður svo bara að vera ósammála þjálfunaraðferðunum og sálfræðinni sem verið er að vinna með. Seinni Bylgjan á mikið í því, að ég skipti yfir í 6-0. Það hefur ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003. Þá skipti ég yfir úr 3-2-1 yfir í 6-0. Viljandi sko. Það lokaði leiknum fyrir okkur í dag. Við fengum markvörslu á bak við 6-0 vörnina og meiri umsetningu. Okkur tókst að flýta lokaákvörðuninni hjá HK. Ég er rosalega ánægður.” ,,Maður þrífst af því að fá gagnrýni en svo gerðist líka margt í vikunni. Aron Kristjánsson og Díana Guðjónsdóttur tóku liðið í sóknarklíník. Mér fannst það sjást. Það sem þau gerðu á einum og hálfum tima sem við tókum aukalega í vikunni - það gekk rosalega vel upp. Í fyrsta sinn á þessu tímabili erum við með minna en tíu bolta tapaða.” Aron hefur stýrt karlaliði Hauka til fjölmargra titla, hann hefur þjálfað íslenska landsliðið og einnig erlendis. Hvernig er að fá hann inn á æfingar? ,,Það var rosalega vel heppnað og sýnir líka samstöðuna í Haukafjölskyldunni. Við tölum samam; gagnrýnum hvort annað og tökum mark á því - vinnum út frá því. Það er æðislegt í þjálfun að fá inn fólk sem er betra en maður sjálfur á einhverju sviði. Það er eiginlega það besta sem kemur fyrir. Ég verð að viðurkenna að það er fullt af fólki sem er betra í ákveðnum greinum handboltans en ég. Það er bara allt í lagi.” Ef liðið trúir, þá er það hægt Ragnar var virkilega ánægður með liðið sóknarlega og varnarlega í dag, en það er alltaf hægt að gera enn betur. ,,Ég er rosalega ánægður með liðið, en ég er líka mikill fullkomnunarsinni. Ég vill alltaf fara með þetta lengra og gera enn betur. Ég get verið svolítið leiðinlegur svoleiðis og þrjóskur líka. Ég er að vinna í því, það er það sem ég er að gera.” Haukar eru núna með fjögur stig og fjarlægjast aðeins fallsvæðið. ,,Við erum í þessari baráttu núna frá fimm til átta. Við eigum Val næst sem verður fróðlegt fyrir okkur því við vorum gjörsamlega niðurlægðar í síðasta leik gegn þeim. Það er mikið að gera og mjög verðmætir leik framundan.” Valur er enn taplaust í deildinni. Verða Haukar fyrsta liðið til að vinna þær? ,,Ef liðið trúir því, þá er það hægt. Ég trúi á þær.” Haukar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
,,Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur,” sagði Ragnar eftir leik. Ragnar hrósaði HK-liðinu og fannst þeirra frammistaða flott. ,,Þær voru drullugóðar í þessum leik. Það varð ekkert slit á milli liðanna fyrr en sá fáheyrði atburður gerðist að ég skipti í 6-0 vörn. Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það. Ég las í vikunni allar helstu heimildir um það hvenær á að taka leikhlé, hvernig á að taka leikhlé og hvaða ákvarðanir maður á að taka í leikhléi.” ,,Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það.” Ragnar var þarna að vísa í umræðu úr Seinni Bylgjunni í vikunni þar sem hann var sérstaklega tekinn fyrir. Gerðist líka margt í vikunni ,,Gagnrýni er góð og þessi gagnrýni átti að mörgu leyti rétt á sér, þó ég hafi verið búinn að útskýra af hverju ég gerði þetta. Fólk verður svo bara að vera ósammála þjálfunaraðferðunum og sálfræðinni sem verið er að vinna með. Seinni Bylgjan á mikið í því, að ég skipti yfir í 6-0. Það hefur ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003. Þá skipti ég yfir úr 3-2-1 yfir í 6-0. Viljandi sko. Það lokaði leiknum fyrir okkur í dag. Við fengum markvörslu á bak við 6-0 vörnina og meiri umsetningu. Okkur tókst að flýta lokaákvörðuninni hjá HK. Ég er rosalega ánægður.” ,,Maður þrífst af því að fá gagnrýni en svo gerðist líka margt í vikunni. Aron Kristjánsson og Díana Guðjónsdóttur tóku liðið í sóknarklíník. Mér fannst það sjást. Það sem þau gerðu á einum og hálfum tima sem við tókum aukalega í vikunni - það gekk rosalega vel upp. Í fyrsta sinn á þessu tímabili erum við með minna en tíu bolta tapaða.” Aron hefur stýrt karlaliði Hauka til fjölmargra titla, hann hefur þjálfað íslenska landsliðið og einnig erlendis. Hvernig er að fá hann inn á æfingar? ,,Það var rosalega vel heppnað og sýnir líka samstöðuna í Haukafjölskyldunni. Við tölum samam; gagnrýnum hvort annað og tökum mark á því - vinnum út frá því. Það er æðislegt í þjálfun að fá inn fólk sem er betra en maður sjálfur á einhverju sviði. Það er eiginlega það besta sem kemur fyrir. Ég verð að viðurkenna að það er fullt af fólki sem er betra í ákveðnum greinum handboltans en ég. Það er bara allt í lagi.” Ef liðið trúir, þá er það hægt Ragnar var virkilega ánægður með liðið sóknarlega og varnarlega í dag, en það er alltaf hægt að gera enn betur. ,,Ég er rosalega ánægður með liðið, en ég er líka mikill fullkomnunarsinni. Ég vill alltaf fara með þetta lengra og gera enn betur. Ég get verið svolítið leiðinlegur svoleiðis og þrjóskur líka. Ég er að vinna í því, það er það sem ég er að gera.” Haukar eru núna með fjögur stig og fjarlægjast aðeins fallsvæðið. ,,Við erum í þessari baráttu núna frá fimm til átta. Við eigum Val næst sem verður fróðlegt fyrir okkur því við vorum gjörsamlega niðurlægðar í síðasta leik gegn þeim. Það er mikið að gera og mjög verðmætir leik framundan.” Valur er enn taplaust í deildinni. Verða Haukar fyrsta liðið til að vinna þær? ,,Ef liðið trúir því, þá er það hægt. Ég trúi á þær.”
Haukar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira