Bílar

15 bílaframleiðendur sem Elon Musk hefði geta keypt í stað Twitter

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Auðjöfurinn Elon Musk
Auðjöfurinn Elon Musk Getty/Theo Wargo

Elon Musk borgaði 44 milljarða dollara fyrir samfélagsmiðilinn Twitter eins og frægt er orðið. Hann hefði getað keypt ýmislegt annað. Hér eru 15 bílaframleiðendur sem Musk hefði geta keypt í stað Twitter.

Elon Musk rekur nú Tesla, SpaceX, The Boring Compnay og Twitter. Twitter er eina fyrirtækið sem framleiðir eingöngu hugbúnað og engar áþreifanlegar vörur. Kannski hefði honum verið nær að kaupa eitt af eftirfarandi fyrirtækum.

  1. Honda - Markaðsvirði er 43,16 milljarður.
  2. Ferrari - Markaðsvirði um 39,05 milljarðar dollara.
  3. Maruti Suzuki, var eitt sinn í eigu kínverska ríkisins. Áður en það var selt til Suzuki. Markaðsvirði er 33,24 milljarðar dollara.
  4. Hyundai - Markaðsvirði er 19,21 milljarður dollara.
  5. Great Wall Motors, einn af fáum framleiðendum í Kína sem eru alfarið í einkaeigu og ekki með aðkomu ríkisins. GWM framleiðir bíla sem heita „Big Dog“ og „Macchiato“ sem dæmi, sem gæti passað við húmor Musk.
  6. Rivian, gæti verið skemmtileg viðbót við Tesla. Markaðsvirði um 28,74 milljarðar dollara.
  7. SAIC Motor, kínverskur bílaframleiðandi í ríkiseigu. SAIC er með samninga við Volkswagen og General Motors. Markaðsvirði er um 23,69 milljarðar dollara.
  8. Kia - Markaðsvirði er 19,69 milljarðar dollara.
  9. Tata Motors, framleiðir þrjá jepplinga. Bílarnir eru brúnir. Markaðsvirði er 19,6 milljarðar dollara.
  10. Mahindra. Markaðsvirði er um 19,17 milljarðar dollarar.
  11. Lucid Motors, Lucid er lúxus rafbílaframleiðandi. Hvað ef Musk eða Tesla hefðu keypt Lucid kannski til að stækka vöruframboð Tesla. Markaðsvirði er um 18,98 milljarðar dollara.
  12. Li Auto, kínverskur framleiðandi sem er kominn á NASDAQ. Markaðsvirði er 18,68 milljarðar dollara.
  13. NIO, Síðasti framleiðandinn sem framleiðir einungis hreina rafbíla. Þessi fjárfesting hefði kannski fengið meiri hljómgrunn hjá viðskiptafélögum og hluthöfum í fyrirtækjum Musk. Markaðsvirði er um 18,53 milljarðar dollara.
  14. Suzuki, hinn goðsagnakenndi japanski framleiðandi. Markaðsvirðið er um 17,2 milljarðar dollara.
  15. Chongqin Changan, er 25. stærsti bílaframleiðandi. Changan vinnur með Ford og Mazda við hönnun bíla. Markaðsvirði um 14,68 milljarðar dollara.





×