Anníe Mist reyndi við inntökuprófið í „Víkingasveitina“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir gæti verið að leita sér að nýju starfi í framtíðinni en heldur að minnsta kosti dyrunum opnum og prófar að fara út fyrir þægindarammann sinn. Instagram/@anniethorisdottir Það efast líklega enginn um hreysti íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur. Ein okkar allra besta kona leitaði á dögunum upp enn eitt prófið til að sanna frábært form sitt. Anníe Mist sýndi myndbrot af sér þar sem hún tók hið krefjandi inngöngupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra, sem um árabil gekk undir heitinu Víkingasveitin. Anníe sýndi frá því þegar að hún þurfti að hlaupa upp háan stigagang, gera alls kyns CrossFit æfingar í sal og svo synda og bjarga skyndihjálparbrúðu af botni sundlaugar. „Farið út fyrir þægindarammann og búið til ný mörk. Reyndi við prófið inn í íslensku sérsveitina sem er kölluð Víkingasveitin,“ skrifaði Anníe Mist og birti myndband af sér á fullri ferð en það má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Víkingasveitin ætti auðvitað að taka fagnandi á móti ofurkonu eins og Anníe Mist sem hefur keppt meðal þeirra bestu í CrossFit heiminum í meira en þrettán ár og er hvergi nærri hætt. Eða það vonum við að minnsta kosti því hún er frábær fulltrúi Íslands í CrossFit heiminum. Framganga Anníe vakti athygli í CrossFit heiminum. Khan Porter, liðsfélagi hennar í CrossFit Reykjavíkurliðinu frá því í sumar, spurði meðal annars hvort hann þyrfti íslenskt vegabréf til að komast í Víkingasveitina. Porter grínaðist líka með að hann væri að spyrja fyrir vin sinn Tola Morakinyo sem var líka með þeim í liðinu. Smá innanhússhúmor en það fer ekkert á milli mála að það var frábær stemmning í CrossFit Reykjavíkurliðinu. Anníe Mist lofaði líka að sýna meira frá þessu ævintýri sínu á Youtube síðu sinni á næstunni. Það fylgir líka sögunni að Anníe Mist var bara að prufa inntökuprófið því hún er ekkert á leiðinni í Víkingasveitina þrátt fyrir að jafa örugglega komið mjög vel út úr þessu prófi. CrossFit Lögreglan Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Anníe Mist sýndi myndbrot af sér þar sem hún tók hið krefjandi inngöngupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra, sem um árabil gekk undir heitinu Víkingasveitin. Anníe sýndi frá því þegar að hún þurfti að hlaupa upp háan stigagang, gera alls kyns CrossFit æfingar í sal og svo synda og bjarga skyndihjálparbrúðu af botni sundlaugar. „Farið út fyrir þægindarammann og búið til ný mörk. Reyndi við prófið inn í íslensku sérsveitina sem er kölluð Víkingasveitin,“ skrifaði Anníe Mist og birti myndband af sér á fullri ferð en það má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Víkingasveitin ætti auðvitað að taka fagnandi á móti ofurkonu eins og Anníe Mist sem hefur keppt meðal þeirra bestu í CrossFit heiminum í meira en þrettán ár og er hvergi nærri hætt. Eða það vonum við að minnsta kosti því hún er frábær fulltrúi Íslands í CrossFit heiminum. Framganga Anníe vakti athygli í CrossFit heiminum. Khan Porter, liðsfélagi hennar í CrossFit Reykjavíkurliðinu frá því í sumar, spurði meðal annars hvort hann þyrfti íslenskt vegabréf til að komast í Víkingasveitina. Porter grínaðist líka með að hann væri að spyrja fyrir vin sinn Tola Morakinyo sem var líka með þeim í liðinu. Smá innanhússhúmor en það fer ekkert á milli mála að það var frábær stemmning í CrossFit Reykjavíkurliðinu. Anníe Mist lofaði líka að sýna meira frá þessu ævintýri sínu á Youtube síðu sinni á næstunni. Það fylgir líka sögunni að Anníe Mist var bara að prufa inntökuprófið því hún er ekkert á leiðinni í Víkingasveitina þrátt fyrir að jafa örugglega komið mjög vel út úr þessu prófi.
CrossFit Lögreglan Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira