Kínverjar minnka losun en toppnum enn ekki náð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 12:13 Kolafarmurinn. Prammar drekkhlaðnir kolum á stóra skipaskurðinum við Yangzhou í Kína. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hefur dregist saman frá því í fyrra en ekki er útlit fyrir að hún hafi enn náð hámarki sínu. Niðurstaða nýrrar rannsóknar er að núverandi stefna kommúnistastjórnarinnar samræmist ekki að fullu loftslagsmarkmiðum hennar. Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.
Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira