Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. nóvember 2022 21:39 Leynilögga 2 gæti komið út eftir tvö ár. Leynilögga Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. Sérstök sýning af kvikmyndinni Leynilögga var sýnd í Bíó Paradís í kvöld í tilefni af evrópska kvikmyndamánuðinum. Myndin hefur verið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta gamanmyndin. Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri myndarinnar, og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, einn handritshöfunda, ræddu við fréttastofu í kvöld. Þeir sögðu verkefnið hafa verið afar skemmtilegt. „Það var mjög margt sem gekk á við gerð þessarar myndar, þetta var fáránlega erfitt en skemmtilegt. Covid var stress og við vorum að gera þetta á miðju fótboltatímabili. Ég var enn þá að spila þegar við vorum að taka upp, það var verið að færa leiki til og þetta var mikið stress. Við þurftum að stóla á íslenska veðrið og á að KSÍ væri ekki að færa leiki ofan í tökurnar okkar,“ segir Hannes. Sveppi minnist eins laugardags þar sem verið var að taka upp stóran bílaeltingaleik. Þá átti eftir að taka hann upp tvisvar þegar tuttugu mínútur voru í æfingu hjá Hannesi. „Við byrjuðum klukkan sjö um morguninn og við þurftum eiginlega að ná öllum bílaeltingaleiknum áður en Sveppi færi í leikhús klukkan hálf ellefu og ég á æfingu klukkan ellefu. Það var engu lokað í Reykjavík, við gerðum þetta bara eins og við værum í menntaskóla,“ segir Hannes. „Það er svolítið það sem er svo sjarmerandi við þetta,“ svarar Sveppi. Aðspurður segir Hannes að hann hafi lengi pælt í því hvort hann ætti að gera framhaldsmynd af Leynilöggu. Hann segir aðstandendur myndarinnar hafa rætt þetta og séu að setjast niður og byrja verkefnið. „Það er alveg freistandi. Ég held að allir sem búa til bíómynd hugsi getum við gert númer tvö. Það er voða næs. Búið að búa til karakterana, búið að búa til platformið. Svo er meðbyr, þetta er skemmtileg mynd sem vekur athygli. Þá langar manni bara að halda áfram,“ segir Sveppi. Hannes segir það taka langan tíma að gera bíómynd. Tíminn frá því að hugmyndavinna hefst og þar til myndin er tilbúin getur tekið nokkur ár. „Það er aldrei að vita hvort hún verði til eftir tvö ár. Jólamyndin árið 2024,“ segir Hannes. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Sérstök sýning af kvikmyndinni Leynilögga var sýnd í Bíó Paradís í kvöld í tilefni af evrópska kvikmyndamánuðinum. Myndin hefur verið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta gamanmyndin. Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri myndarinnar, og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, einn handritshöfunda, ræddu við fréttastofu í kvöld. Þeir sögðu verkefnið hafa verið afar skemmtilegt. „Það var mjög margt sem gekk á við gerð þessarar myndar, þetta var fáránlega erfitt en skemmtilegt. Covid var stress og við vorum að gera þetta á miðju fótboltatímabili. Ég var enn þá að spila þegar við vorum að taka upp, það var verið að færa leiki til og þetta var mikið stress. Við þurftum að stóla á íslenska veðrið og á að KSÍ væri ekki að færa leiki ofan í tökurnar okkar,“ segir Hannes. Sveppi minnist eins laugardags þar sem verið var að taka upp stóran bílaeltingaleik. Þá átti eftir að taka hann upp tvisvar þegar tuttugu mínútur voru í æfingu hjá Hannesi. „Við byrjuðum klukkan sjö um morguninn og við þurftum eiginlega að ná öllum bílaeltingaleiknum áður en Sveppi færi í leikhús klukkan hálf ellefu og ég á æfingu klukkan ellefu. Það var engu lokað í Reykjavík, við gerðum þetta bara eins og við værum í menntaskóla,“ segir Hannes. „Það er svolítið það sem er svo sjarmerandi við þetta,“ svarar Sveppi. Aðspurður segir Hannes að hann hafi lengi pælt í því hvort hann ætti að gera framhaldsmynd af Leynilöggu. Hann segir aðstandendur myndarinnar hafa rætt þetta og séu að setjast niður og byrja verkefnið. „Það er alveg freistandi. Ég held að allir sem búa til bíómynd hugsi getum við gert númer tvö. Það er voða næs. Búið að búa til karakterana, búið að búa til platformið. Svo er meðbyr, þetta er skemmtileg mynd sem vekur athygli. Þá langar manni bara að halda áfram,“ segir Sveppi. Hannes segir það taka langan tíma að gera bíómynd. Tíminn frá því að hugmyndavinna hefst og þar til myndin er tilbúin getur tekið nokkur ár. „Það er aldrei að vita hvort hún verði til eftir tvö ár. Jólamyndin árið 2024,“ segir Hannes.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein