Segir krónutöluhækkanir gætu jafngilt kaupmáttarrýrnun hjá stórum hópum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 07:53 Friðrik segir lága arðsemi háskólamenntunar mögulega eina skýringu lægra menntunarstigs þjóðarinnar. Stöð 2/Arnar Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir kaupmátt láglaunafólks hafa hækkað sexfalt á við aðra frá gerð lífskjarasamningsins. Hann segir að ef krónutöluhækkanir verða aftur ráðandi við gerð kjarasamninga gæti það jafngilt kaupmáttarrýrnun fyrir stóran hluta launafólks. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Friðrik að á meðan kaupmáttaraukning hjá félagsfólki ASÍ í Reykjavík hafi verið um 50 prósent á tímabilinu mars 2019 til janúar 2022, hafi kaupmáttur sérfræðinga BHM hjá ríkinu aukist um 11 prósent og iðnfélaga ASÍ á almennum markaði um 8 prósent. „Fyrirséð er að sú kaupmáttaraukning muni jafnvel þurrkast út á árinu 2022,“ segir Friðrik. Hann segir vandséð að umrædd stéttarfélög fái umboð til „slíkra afarkosta“. Efling hefur krafist krónutöluhækkunar upp á 167 þúsund krónur á þremur árum fyrir alla sína félagsmenn. Ef marka má skrif Friðriks er þó síður en svo almenn sátt með það innan verkalýðshreyfingarinnar að sækja aftur krónutöluhækkun. „Meginmarkmið krónutöluhækkana lífskjarasamningsins var að leiðrétta kjör lágtekjuhópa sem höfðu borið hitann og þungann af miklum hagvexti í lágframleiðnigreinum. Að mörgu leyti nauðsynleg og skiljanleg krafa á þeim tíma en nú er enn og aftur krafist krónutöluhækkana,“ segir hann. „Vafasamar fullyrðingar fylgja um slæma stöðu launafólks á Íslandi og tekjuójöfnuð. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttarvegin meðallaun voru með þeim hæstu í heimi á árinu 2021 og hærri en á öðrum Norðurlöndum.“ Friðrik segir „einhverja“ hafa stigið fram á síðustu misserum og haft í frammi „gífuryrði um stéttastríð, sjálftöku og óhófleg kjör svokallaðs „sérfræðingaveldis“. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. Arðsemi háskólamenntunar er um 40% minni hlutfallslega en að meðaltali innan OECD og mun minni en á Norðurlöndum. Sumir sérfræðingar starfa á afslætti fyrir samfélagið og þá sérstaklega í þeim störfum sem hafa enga hliðstæðu á almennum markaði,“ segir Friðrik. Að óbreyttu muni vanmat á menntun skapa samfélagsvanda á Íslandi. Það sé ekki bara vandamál BHM. Kjaramál Vinnumarkaður Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Friðrik að á meðan kaupmáttaraukning hjá félagsfólki ASÍ í Reykjavík hafi verið um 50 prósent á tímabilinu mars 2019 til janúar 2022, hafi kaupmáttur sérfræðinga BHM hjá ríkinu aukist um 11 prósent og iðnfélaga ASÍ á almennum markaði um 8 prósent. „Fyrirséð er að sú kaupmáttaraukning muni jafnvel þurrkast út á árinu 2022,“ segir Friðrik. Hann segir vandséð að umrædd stéttarfélög fái umboð til „slíkra afarkosta“. Efling hefur krafist krónutöluhækkunar upp á 167 þúsund krónur á þremur árum fyrir alla sína félagsmenn. Ef marka má skrif Friðriks er þó síður en svo almenn sátt með það innan verkalýðshreyfingarinnar að sækja aftur krónutöluhækkun. „Meginmarkmið krónutöluhækkana lífskjarasamningsins var að leiðrétta kjör lágtekjuhópa sem höfðu borið hitann og þungann af miklum hagvexti í lágframleiðnigreinum. Að mörgu leyti nauðsynleg og skiljanleg krafa á þeim tíma en nú er enn og aftur krafist krónutöluhækkana,“ segir hann. „Vafasamar fullyrðingar fylgja um slæma stöðu launafólks á Íslandi og tekjuójöfnuð. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttarvegin meðallaun voru með þeim hæstu í heimi á árinu 2021 og hærri en á öðrum Norðurlöndum.“ Friðrik segir „einhverja“ hafa stigið fram á síðustu misserum og haft í frammi „gífuryrði um stéttastríð, sjálftöku og óhófleg kjör svokallaðs „sérfræðingaveldis“. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. Arðsemi háskólamenntunar er um 40% minni hlutfallslega en að meðaltali innan OECD og mun minni en á Norðurlöndum. Sumir sérfræðingar starfa á afslætti fyrir samfélagið og þá sérstaklega í þeim störfum sem hafa enga hliðstæðu á almennum markaði,“ segir Friðrik. Að óbreyttu muni vanmat á menntun skapa samfélagsvanda á Íslandi. Það sé ekki bara vandamál BHM.
Kjaramál Vinnumarkaður Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira