Segir krónutöluhækkanir gætu jafngilt kaupmáttarrýrnun hjá stórum hópum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 07:53 Friðrik segir lága arðsemi háskólamenntunar mögulega eina skýringu lægra menntunarstigs þjóðarinnar. Stöð 2/Arnar Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir kaupmátt láglaunafólks hafa hækkað sexfalt á við aðra frá gerð lífskjarasamningsins. Hann segir að ef krónutöluhækkanir verða aftur ráðandi við gerð kjarasamninga gæti það jafngilt kaupmáttarrýrnun fyrir stóran hluta launafólks. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Friðrik að á meðan kaupmáttaraukning hjá félagsfólki ASÍ í Reykjavík hafi verið um 50 prósent á tímabilinu mars 2019 til janúar 2022, hafi kaupmáttur sérfræðinga BHM hjá ríkinu aukist um 11 prósent og iðnfélaga ASÍ á almennum markaði um 8 prósent. „Fyrirséð er að sú kaupmáttaraukning muni jafnvel þurrkast út á árinu 2022,“ segir Friðrik. Hann segir vandséð að umrædd stéttarfélög fái umboð til „slíkra afarkosta“. Efling hefur krafist krónutöluhækkunar upp á 167 þúsund krónur á þremur árum fyrir alla sína félagsmenn. Ef marka má skrif Friðriks er þó síður en svo almenn sátt með það innan verkalýðshreyfingarinnar að sækja aftur krónutöluhækkun. „Meginmarkmið krónutöluhækkana lífskjarasamningsins var að leiðrétta kjör lágtekjuhópa sem höfðu borið hitann og þungann af miklum hagvexti í lágframleiðnigreinum. Að mörgu leyti nauðsynleg og skiljanleg krafa á þeim tíma en nú er enn og aftur krafist krónutöluhækkana,“ segir hann. „Vafasamar fullyrðingar fylgja um slæma stöðu launafólks á Íslandi og tekjuójöfnuð. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttarvegin meðallaun voru með þeim hæstu í heimi á árinu 2021 og hærri en á öðrum Norðurlöndum.“ Friðrik segir „einhverja“ hafa stigið fram á síðustu misserum og haft í frammi „gífuryrði um stéttastríð, sjálftöku og óhófleg kjör svokallaðs „sérfræðingaveldis“. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. Arðsemi háskólamenntunar er um 40% minni hlutfallslega en að meðaltali innan OECD og mun minni en á Norðurlöndum. Sumir sérfræðingar starfa á afslætti fyrir samfélagið og þá sérstaklega í þeim störfum sem hafa enga hliðstæðu á almennum markaði,“ segir Friðrik. Að óbreyttu muni vanmat á menntun skapa samfélagsvanda á Íslandi. Það sé ekki bara vandamál BHM. Kjaramál Vinnumarkaður Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Friðrik að á meðan kaupmáttaraukning hjá félagsfólki ASÍ í Reykjavík hafi verið um 50 prósent á tímabilinu mars 2019 til janúar 2022, hafi kaupmáttur sérfræðinga BHM hjá ríkinu aukist um 11 prósent og iðnfélaga ASÍ á almennum markaði um 8 prósent. „Fyrirséð er að sú kaupmáttaraukning muni jafnvel þurrkast út á árinu 2022,“ segir Friðrik. Hann segir vandséð að umrædd stéttarfélög fái umboð til „slíkra afarkosta“. Efling hefur krafist krónutöluhækkunar upp á 167 þúsund krónur á þremur árum fyrir alla sína félagsmenn. Ef marka má skrif Friðriks er þó síður en svo almenn sátt með það innan verkalýðshreyfingarinnar að sækja aftur krónutöluhækkun. „Meginmarkmið krónutöluhækkana lífskjarasamningsins var að leiðrétta kjör lágtekjuhópa sem höfðu borið hitann og þungann af miklum hagvexti í lágframleiðnigreinum. Að mörgu leyti nauðsynleg og skiljanleg krafa á þeim tíma en nú er enn og aftur krafist krónutöluhækkana,“ segir hann. „Vafasamar fullyrðingar fylgja um slæma stöðu launafólks á Íslandi og tekjuójöfnuð. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttarvegin meðallaun voru með þeim hæstu í heimi á árinu 2021 og hærri en á öðrum Norðurlöndum.“ Friðrik segir „einhverja“ hafa stigið fram á síðustu misserum og haft í frammi „gífuryrði um stéttastríð, sjálftöku og óhófleg kjör svokallaðs „sérfræðingaveldis“. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. Arðsemi háskólamenntunar er um 40% minni hlutfallslega en að meðaltali innan OECD og mun minni en á Norðurlöndum. Sumir sérfræðingar starfa á afslætti fyrir samfélagið og þá sérstaklega í þeim störfum sem hafa enga hliðstæðu á almennum markaði,“ segir Friðrik. Að óbreyttu muni vanmat á menntun skapa samfélagsvanda á Íslandi. Það sé ekki bara vandamál BHM.
Kjaramál Vinnumarkaður Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira