Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2022 17:05 Hekluskógar kallast verkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sem felst í endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu. Vísir Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, taldi sig geta fullyrt að Þorláksskógar væru langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi. Það tæki yfir svæði sem væri stærra en allt höfuðborgarsvæðið, en þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sem og í þættinum Um land allt. „Við í Rangárþingi ytra vorum aðeins að spá í tjáningu Ölfusinga um að Þorláksskógar væru stærsta skógræktarverkefni á Íslandi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en hann áframsendi tölvupóstsamskipti við Skógræktina í dag þar sem fram kemur að Hekluskógar næðu yfir 100.000 hektara á móti hámark 4.500 hekturum undir Þorláksskóga. Nýr birkiskógur vex upp í grennd við Heklu.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, sendi fyrr í dag svohljóðandi fyrirspurn á Skógræktina: „Eru ekki Hekluskógar stærri en væntanlegir Þorláksskógar?“ Svohljóðandi svar barst Rangárþingi ytra frá Hreini Óskarssyni, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni: „Jú, það er hárrétt hjá þér. Hekluskógar eru stærsta skógræktarverkefni landsins / endurheimtarverkefni birkiskóga. Starfssvæði verkefnisins er um 100.000 hektarar eða um 1% Íslands og innan þess er áætlað að koma upp um 60 þúsund hekturum birkiskóga. Þorláksskógaverkefnið er vissulega stórt verkefni á landsvísu ca 4.000-4.500 hektarar en aðeins brot af starfssvæði Hekluskóga,“ segir í svari sviðsstjóra þjóðskóganna. Frá gróðursetningu. Hekla í baksýn.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson „Það væri örugglega gaman fyrir ykkur að gera frétt um Hekluskógaverkefnið því ég held að menn geri sér ekki grein fyrir umfanginu því þetta eru jú tæplega 1% af flatamáli Íslands,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Skógrækt og landgræðsla Rangárþing ytra Ölfus Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, taldi sig geta fullyrt að Þorláksskógar væru langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi. Það tæki yfir svæði sem væri stærra en allt höfuðborgarsvæðið, en þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sem og í þættinum Um land allt. „Við í Rangárþingi ytra vorum aðeins að spá í tjáningu Ölfusinga um að Þorláksskógar væru stærsta skógræktarverkefni á Íslandi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en hann áframsendi tölvupóstsamskipti við Skógræktina í dag þar sem fram kemur að Hekluskógar næðu yfir 100.000 hektara á móti hámark 4.500 hekturum undir Þorláksskóga. Nýr birkiskógur vex upp í grennd við Heklu.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, sendi fyrr í dag svohljóðandi fyrirspurn á Skógræktina: „Eru ekki Hekluskógar stærri en væntanlegir Þorláksskógar?“ Svohljóðandi svar barst Rangárþingi ytra frá Hreini Óskarssyni, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni: „Jú, það er hárrétt hjá þér. Hekluskógar eru stærsta skógræktarverkefni landsins / endurheimtarverkefni birkiskóga. Starfssvæði verkefnisins er um 100.000 hektarar eða um 1% Íslands og innan þess er áætlað að koma upp um 60 þúsund hekturum birkiskóga. Þorláksskógaverkefnið er vissulega stórt verkefni á landsvísu ca 4.000-4.500 hektarar en aðeins brot af starfssvæði Hekluskóga,“ segir í svari sviðsstjóra þjóðskóganna. Frá gróðursetningu. Hekla í baksýn.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson „Það væri örugglega gaman fyrir ykkur að gera frétt um Hekluskógaverkefnið því ég held að menn geri sér ekki grein fyrir umfanginu því þetta eru jú tæplega 1% af flatamáli Íslands,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Skógrækt og landgræðsla Rangárþing ytra Ölfus Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11