Færeyingar endurnýja umdeildan fiskveiðisamning við Rússa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 22:08 Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í sjávarútvegi í landinu. Vísir/Vilhelm Færeyingar hafa endurnýjað umdeildan fiskveiðisamning við Rússland. Almenn pólitísk samstaða er um málið og verður samningurinn endurnýjaður til eins árs. „Þetta er vafalaust besti kosturinn fyrir Færeyjar og ég er ánægður með það, að allir á þingi, fyrir utan einn flokk, sjái kostinn með samstarfinu. Þetta er er hið rétta í stöðunni,“ segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Árni Skaale, við Danska ríkissjónvarpið. Nú virðist það aðeins vera Sjálvstýri, flokkur sem hefur einn þingmann inni á þingi, sem ekki styður samninginn við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir að samningsviðræður um endurnýjun samningsins hefjist sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Fiskveiðisamningurinn hefur verið í gildi í einhverri mynd frá árinu 1977 og er endurnýjaður á ári hverju. Með samningnum fá Færeyjar þorskkvóta innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Rússar fá aftur á móti að veiða kolmuna í færeyskri lögsögu og fá þar að auki að umskipa í færeyskum höfnum. Samningurinn hefur sætt gagnrýni, bæði innan færeysku ríkistjórnarinnar og þeirri dönsku, eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Jenis av Rava, sem rekinn var úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra á dögunum, sagði nýlega að Færeyjar ættu að slíta öllu samstarfi við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í færeyskum sjávarútvegi. Hann hafi verið lengi í gildi, bæði á friðartímum og þegar stríð geisar. Hann ítrekar að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa gildi ekki um matvælaframleiðslu. Færeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
„Þetta er vafalaust besti kosturinn fyrir Færeyjar og ég er ánægður með það, að allir á þingi, fyrir utan einn flokk, sjái kostinn með samstarfinu. Þetta er er hið rétta í stöðunni,“ segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Árni Skaale, við Danska ríkissjónvarpið. Nú virðist það aðeins vera Sjálvstýri, flokkur sem hefur einn þingmann inni á þingi, sem ekki styður samninginn við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir að samningsviðræður um endurnýjun samningsins hefjist sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Fiskveiðisamningurinn hefur verið í gildi í einhverri mynd frá árinu 1977 og er endurnýjaður á ári hverju. Með samningnum fá Færeyjar þorskkvóta innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Rússar fá aftur á móti að veiða kolmuna í færeyskri lögsögu og fá þar að auki að umskipa í færeyskum höfnum. Samningurinn hefur sætt gagnrýni, bæði innan færeysku ríkistjórnarinnar og þeirri dönsku, eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Jenis av Rava, sem rekinn var úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra á dögunum, sagði nýlega að Færeyjar ættu að slíta öllu samstarfi við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í færeyskum sjávarútvegi. Hann hafi verið lengi í gildi, bæði á friðartímum og þegar stríð geisar. Hann ítrekar að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa gildi ekki um matvælaframleiðslu.
Færeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49