Færeyingar endurnýja umdeildan fiskveiðisamning við Rússa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 22:08 Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í sjávarútvegi í landinu. Vísir/Vilhelm Færeyingar hafa endurnýjað umdeildan fiskveiðisamning við Rússland. Almenn pólitísk samstaða er um málið og verður samningurinn endurnýjaður til eins árs. „Þetta er vafalaust besti kosturinn fyrir Færeyjar og ég er ánægður með það, að allir á þingi, fyrir utan einn flokk, sjái kostinn með samstarfinu. Þetta er er hið rétta í stöðunni,“ segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Árni Skaale, við Danska ríkissjónvarpið. Nú virðist það aðeins vera Sjálvstýri, flokkur sem hefur einn þingmann inni á þingi, sem ekki styður samninginn við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir að samningsviðræður um endurnýjun samningsins hefjist sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Fiskveiðisamningurinn hefur verið í gildi í einhverri mynd frá árinu 1977 og er endurnýjaður á ári hverju. Með samningnum fá Færeyjar þorskkvóta innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Rússar fá aftur á móti að veiða kolmuna í færeyskri lögsögu og fá þar að auki að umskipa í færeyskum höfnum. Samningurinn hefur sætt gagnrýni, bæði innan færeysku ríkistjórnarinnar og þeirri dönsku, eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Jenis av Rava, sem rekinn var úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra á dögunum, sagði nýlega að Færeyjar ættu að slíta öllu samstarfi við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í færeyskum sjávarútvegi. Hann hafi verið lengi í gildi, bæði á friðartímum og þegar stríð geisar. Hann ítrekar að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa gildi ekki um matvælaframleiðslu. Færeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
„Þetta er vafalaust besti kosturinn fyrir Færeyjar og ég er ánægður með það, að allir á þingi, fyrir utan einn flokk, sjái kostinn með samstarfinu. Þetta er er hið rétta í stöðunni,“ segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Árni Skaale, við Danska ríkissjónvarpið. Nú virðist það aðeins vera Sjálvstýri, flokkur sem hefur einn þingmann inni á þingi, sem ekki styður samninginn við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir að samningsviðræður um endurnýjun samningsins hefjist sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Fiskveiðisamningurinn hefur verið í gildi í einhverri mynd frá árinu 1977 og er endurnýjaður á ári hverju. Með samningnum fá Færeyjar þorskkvóta innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Rússar fá aftur á móti að veiða kolmuna í færeyskri lögsögu og fá þar að auki að umskipa í færeyskum höfnum. Samningurinn hefur sætt gagnrýni, bæði innan færeysku ríkistjórnarinnar og þeirri dönsku, eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Jenis av Rava, sem rekinn var úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra á dögunum, sagði nýlega að Færeyjar ættu að slíta öllu samstarfi við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í færeyskum sjávarútvegi. Hann hafi verið lengi í gildi, bæði á friðartímum og þegar stríð geisar. Hann ítrekar að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa gildi ekki um matvælaframleiðslu.
Færeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49