Erlent

Staðfest kórónusmit aldrei fleiri í Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólk bíður í röðum eftir að fara í kórónuveirupróf en aldrei hafa fleiri staðfest smit fundist í landinu en í gær.
Fólk bíður í röðum eftir að fara í kórónuveirupróf en aldrei hafa fleiri staðfest smit fundist í landinu en í gær. AP Photo/Ng Han Guan

Kórónuveiran virðist vera að sækja verulega í sig veðrið í Kína þessi dægrin en í gær voru tæplega 32 þúsund tilfelli staðfest af veirunni í landinu öllu en það það mesta sem sést hefur þar frá því veiran fór fyrst að láta á sér kræla.

Fyrra met voru 28 þúsund staðfest smit í aprílmánuði, en þá var stórborginni Sjanghæ meira og minna lokað í kjölfarið. Kínverjar eru enn afar harðir í viðbrögðum við veirunni, svo harðir að þar er farið að bera nokkuð á mótmælum almennings sem eru orðnir langþreyttir á ástandinu.

Nú er uppsveifla í smitum í fjölda stórborga, þar á meðal í höfuðborginni Beijing og í viðskiptaborginni Guangzhou.

Xi Jinping forseti Kína segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til að vernda eldri kynslóðir Kínverja, en gagnrýnendur benda á að bólusetningar hafi gengið afar hægt í landinu.

Af þeim sem eru áttatíu ára og eldri hefur aðeins helmingur fengið fyrstu sprautu. Dánartalan í Kína er hinsvegar lág, um 5200 manns eru sagðir hafa látið lífið frá upphafi faraldurs í þessu fjölmennasta ríki heims.


Tengdar fréttir

Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann

Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts.

211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann

Ráðamenn í Kína hafa settum þrettán milljón íbúa borgarinnar Xi’an í útgöngubann vegna útbreiðslu kóronuveirunnar þar. 63 greindust smitaðir af Covid-19 í borginni í gær og hafa alls 211 greinst smitaðir á undafarinni viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×