Tónlist

Bylgjan órafmögnuð: „Hveragerði er náttúrulega New York Íslands“

Elísabet Hanna skrifar
Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir í Sycamore Tree.
Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir í Sycamore Tree.

Hljómsveitin Sycamore Tree kom fram á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð í gær. Dúettinn er skipaður þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunnari Hilmarssyni.

Tónleikarnir með Sycamore Tree voru númer fjögur í röðinni í Bylgjan órafmögnuð. Vala Eiríks, dagskrárgerðarkona á Bylgjunni, heldur utan um dagskrá og spjallar við tónlistarmennina á sviðinu. 

Áhugaverð fyrstu kynni

Á tónleikunum fóru þau yfir upphaf samstarfsins, sem var árið 2016, fyrstu kynni Ágústu Evu og Gunnars og lífið í Hveragerði. „Hveragerði er náttúrulega New York Íslands,“ segir Gunnar meðal annars.

„Ég var byrjaður að spá í þessum hljóðheimi, svona músík og mig langaði að fá hana,“ segir Gunnar um upphaf samstarfsins. „Þú hugsaðir bara Sylvía Nótt, smellpassar,“ segir Ágústa Eva þá glettin. 

Gunnar rifjar þá upp þeirra fyrstu kynni sem hann segir lýsa henni vel. Hann hitti hana á förnum vegi, þar sem hún hafði lagt bílnum sínum kolólöglega á móti umferð, og þau heilsuðust.  

Frásögnina má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Bylgjan órafmögnuð - Upphaf Sycamore Tree

Búið er að sýna tónleika með Jóni Jónssyni, Mugison og Bjartmari og Bergrisunum. Hægt er að horfa á tónleikana hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hlusta á Bylgjunni.

Hér að neðan má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar, bæði það sem er liðið og framundan:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×