Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 08:07 Frá mótmælum í Urumqi, þar sem minnst tíu dóu í eldsvoða á fimmtudaginn. Því hefur verið haldið fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að hægt væri að bjarga fólkinu. AP/Chinatopix Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. Slík mótmæli eru afar sjaldgæf í Kína þar sem fólki getur verið refsað harðlega fyrir þau. Mótmælin virðast að mestu hafa verið bundin við borgir og háskóla í Kína en þau hafa að miklu leyti verið rekin til nýlegs atviks í Xinjiang í Kína, samkvæmt frétt New York Times. Þar sem íbúar hafa sumir hverjir verið í einangrun í rúmlega hundrað daga. Minnst tíu manns dóu í borginni Urumqi á fimmtudagskvöld þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Kínverjar halda því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að fólkið hafi komist út úr fjölbýlishúsinu. Sjá einnig: Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Sjá einnig: Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Í grein NYT segir að mótmælin gætu mögulega gert yfirvöldum erfiðara að halda þessar stefnu til streitu. Skjáskot úr myndbandi af mótmælunum í Sjanghæ. Vitni segja lögregluþjóna hafa barið mótmælendur og beitt þá táragasi.AP Öllu myndefni af mótmælunum er eytt á netinu í Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með öll völd. Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í Sjanghæ. South China Morning Post segir lögreglu hafa notað piparúða til að stöðva mótmælin. "Down with the party! Down with Xi Jinping! Free Xinjiang!" shout protesters in Shanghai. pic.twitter.com/riOCFQzoCp— inteldoge@masto.ai (@IntelDoge) November 26, 2022 Fréttakona NPR í Kína segir að ný mótmæli hafi myndast í Sjanghæ þar sem fólk hafi komið saman og kallað eftir því að mótmælendum sem voru handteknir í nótt verði sleppt úr haldi. Seemingly spontaneous protest converging again at Urumqi Road in Shanghai, despite heavy police presence. People are shouting let them go ! Apparently in reference to those arrested at previous protests. pic.twitter.com/JjOvtcqFnr— Emily Feng (@EmilyZFeng) November 27, 2022 Fréttakona BBC segir einnig mótmælt í Peking, höfuðborg Kína. Just come in. As a relay, at this moment hundreds of students are gathering on the campus of Tsinghua University (one of the tops in China) chanting freedom of expression democracy rule of law , after dozens of such gatherings seen on campuses nationwide over past two days. pic.twitter.com/LUa4KPyqJh— Vivian Wu (@vivianwubeijing) November 27, 2022 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Slík mótmæli eru afar sjaldgæf í Kína þar sem fólki getur verið refsað harðlega fyrir þau. Mótmælin virðast að mestu hafa verið bundin við borgir og háskóla í Kína en þau hafa að miklu leyti verið rekin til nýlegs atviks í Xinjiang í Kína, samkvæmt frétt New York Times. Þar sem íbúar hafa sumir hverjir verið í einangrun í rúmlega hundrað daga. Minnst tíu manns dóu í borginni Urumqi á fimmtudagskvöld þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Kínverjar halda því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að fólkið hafi komist út úr fjölbýlishúsinu. Sjá einnig: Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Sjá einnig: Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Í grein NYT segir að mótmælin gætu mögulega gert yfirvöldum erfiðara að halda þessar stefnu til streitu. Skjáskot úr myndbandi af mótmælunum í Sjanghæ. Vitni segja lögregluþjóna hafa barið mótmælendur og beitt þá táragasi.AP Öllu myndefni af mótmælunum er eytt á netinu í Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með öll völd. Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í Sjanghæ. South China Morning Post segir lögreglu hafa notað piparúða til að stöðva mótmælin. "Down with the party! Down with Xi Jinping! Free Xinjiang!" shout protesters in Shanghai. pic.twitter.com/riOCFQzoCp— inteldoge@masto.ai (@IntelDoge) November 26, 2022 Fréttakona NPR í Kína segir að ný mótmæli hafi myndast í Sjanghæ þar sem fólk hafi komið saman og kallað eftir því að mótmælendum sem voru handteknir í nótt verði sleppt úr haldi. Seemingly spontaneous protest converging again at Urumqi Road in Shanghai, despite heavy police presence. People are shouting let them go ! Apparently in reference to those arrested at previous protests. pic.twitter.com/JjOvtcqFnr— Emily Feng (@EmilyZFeng) November 27, 2022 Fréttakona BBC segir einnig mótmælt í Peking, höfuðborg Kína. Just come in. As a relay, at this moment hundreds of students are gathering on the campus of Tsinghua University (one of the tops in China) chanting freedom of expression democracy rule of law , after dozens of such gatherings seen on campuses nationwide over past two days. pic.twitter.com/LUa4KPyqJh— Vivian Wu (@vivianwubeijing) November 27, 2022
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira