Tvöfaldur framúrakstur Hamilton valinn tilþrif tímabilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 10:45 Lewis Hamilton var langt frá sínu besta á tímabilinu, en sýndi þó nokkur frábær tilþrif. Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann ekki eina einustu keppni á tímabilinu í Formúlu 1 í fyrsta skipti á ferlinum á nýafstöðnu tímabili. Hann getur þó mögulega huggað sig að einhverju leyti við það að tvöfaldur framúrakstur hans á heimavelli var valinn sem tilþrif tímabilsins. Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti