Eingöngu kennt á ensku í Hallormsstaðaskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 20:05 Bryndís Fiona Ford er skólameistari Hallormsstaðaskóla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtán nemendur eru nú í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað þar sem fjölbreytt kennsla fer fram. Allt nám í skólanum er kennt á ensku. Í rúm 90 ár hefur verið starfrækt fræðslu- og menningarsetur á Hallormsstað. Í skólanum í dag er m.a. lögð áhersla á samtal við fortíðina, þekkingu handarinnar, skapandi sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila þvert á fræði og fög. Nemendur læra til dæmis að vefa í skólanum, töluvert er unnið með íslenska ullina og þá er alltaf nóg að gera í eldhúsinu, t.d. var tekið slátur í haust. „Við erum að kenna þar sem var kennt hérna 1930. Við erum að dusta rykið af gömlu kennslubókunum og við erum að fara ofan í efnafræðina, við erum að kynna okkur hráefnin, auðlindina og við erum að einblína á sjálfbærni leiðina og nýtingarmöguleika á því, sem við höfum. Við Íslendingar þurfum sannarlega að taka okkur mikið á þegar við förum út í búð og kaupum norska klaka eða eins og núna þegar jólahátíðin er að koma, að könglarnir í jólaskreytingarnar eru flestir innfluttir,” segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. Í dag eru 15 nemendur í skólanum, íslenskir og erlendir. Auk þess eru fjöldi nemenda í svokölluðu hlutanámi. En það vekur athygli að námið fer fram á ensku, ekki íslensku. Hvað veldur? „Það er vegna þess að erum að fá meiri athygli erlendis frá fyrir það nám, sem við erum að kenna og hingað sækja erlendir nemendur og þar að leiðandi erum við að kenna á ensku,” segir Bryndís Fiona. Serena Pedrana er frá Ítalíu en býr á Akureyri. Hún er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað. „Já, það er gaman gera eitthvað annað, breyta til, koma hingað og vera í skólanum, þetta er skemmtilegt,” segir Serena. Serena Pedrana, sem er frá Ítalíu en býr á Akureyri er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Í rúm 90 ár hefur verið starfrækt fræðslu- og menningarsetur á Hallormsstað. Í skólanum í dag er m.a. lögð áhersla á samtal við fortíðina, þekkingu handarinnar, skapandi sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila þvert á fræði og fög. Nemendur læra til dæmis að vefa í skólanum, töluvert er unnið með íslenska ullina og þá er alltaf nóg að gera í eldhúsinu, t.d. var tekið slátur í haust. „Við erum að kenna þar sem var kennt hérna 1930. Við erum að dusta rykið af gömlu kennslubókunum og við erum að fara ofan í efnafræðina, við erum að kynna okkur hráefnin, auðlindina og við erum að einblína á sjálfbærni leiðina og nýtingarmöguleika á því, sem við höfum. Við Íslendingar þurfum sannarlega að taka okkur mikið á þegar við förum út í búð og kaupum norska klaka eða eins og núna þegar jólahátíðin er að koma, að könglarnir í jólaskreytingarnar eru flestir innfluttir,” segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. Í dag eru 15 nemendur í skólanum, íslenskir og erlendir. Auk þess eru fjöldi nemenda í svokölluðu hlutanámi. En það vekur athygli að námið fer fram á ensku, ekki íslensku. Hvað veldur? „Það er vegna þess að erum að fá meiri athygli erlendis frá fyrir það nám, sem við erum að kenna og hingað sækja erlendir nemendur og þar að leiðandi erum við að kenna á ensku,” segir Bryndís Fiona. Serena Pedrana er frá Ítalíu en býr á Akureyri. Hún er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað. „Já, það er gaman gera eitthvað annað, breyta til, koma hingað og vera í skólanum, þetta er skemmtilegt,” segir Serena. Serena Pedrana, sem er frá Ítalíu en býr á Akureyri er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira