Íslenskt hvalahor nýtt við rannsóknir á heilsu hvala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 11:06 Hnúfubakur í Sundahöfn Vísir/Vilhelm Vonir standa til að rannsóknir á hvalahori og örum sem hvalir við Íslandstrendur bera eftir veiðarfæri geti varpað nánara ljósi á heilsu hvala hér við land. Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu. Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu.
Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira