Ótrúlegar niðurstöður á augnabliki Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 10:01 Ótrúlegar framfarir hafa orðið á texta- og myndgreiningarforritum síðustu misseri, að sögn sérfræðings í gervigreind. Forritin, sem mörg eru opin öllum, eru farin að geta framkallað magnaðar niðurstöður á skömmum tíma. En þau leysa þó ekki mennska listamenn af hólmi í bráð. Uppgangur umræddra myndgreiningarforrita hefur vakið sérstaka eftirtekt og fögnuð netverja upp á síðkastið. Notandinn skrifar lýsingu á því sem hann vill, í myndskeiðinu hér fyrir ofan biður fréttamaður til dæmis um olíumálverk af Reykjavík að hausti, og eftir fáeinar sekúndur birtist afurðin. Mun betri en sú sem fréttamaður hefði getað skapað upp á gamla mátann - og á mun skemmri tíma. Saga Úlfarsdóttir, forstöðumaður gervigreindar hjá Travelshift.Vísir/bjarni Þessi forrit eru flókin; byggja á gríðarlegu magni mynda (sömu lögmál gilda raunar um texta) sem þegar er til á netinu og forritið lærir að þekkja. „Og út frá því lærir það að búa til myndir eins og það sér umheiminn,“ segir Saga Úlfarsdóttir, forstöðumaður gervigreindar hjá tæknifyrirtækinu Travelshift. Þróunin hefur verið gríðarhröð. „Á síðustu tveimur, þremur árum hafa komið fram gríðaröflug módel, kölluð generative models sem eru gerð með svokölluðum transformers, og við erum að sjá rosalega flottar niðurstöður á skömmum tíma,“ segir Saga. „Við erum bara að sjá nýja öld af þessum hlutum.“ Donald Trump „mættur“ til Reykjavíkur Til marks um þessa þróun má hér sjá túlkun fyrstu útgáfu eins vinsælasta forritsins, DALL-E, á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni dreypa á bjór og Bjarna Benediktssyni reykja sígarettu. Ákveðinn byrjendabragur á myndvinnslunni - en forritið þekkir þó greinilega mennina sem það er beðið um að túlka. Eldri útgáfa DALL-E en sú sem nú er í loftinu gaf okkur þessi listaverk. Fréttamaður spreytti sig svo áfram og lét nýjustu útgáfu af sambærilegu forriti, Midjourney, túlka eðlu á snjóbretti í íslensku landslagi, Donald Trump fá sér kokteil í Reykjavík og Seljalandsfoss á Mars. Niðurstöðurnar afar nákvæmar. Og tæknin er þegar farin að nýtast. Forritið Midjourney bjó þessi listaverk til að beiðni fréttamanns; eðlu á snjóbretti á Íslandi, Seljalandsfoss á Mars og Donald Trump fá sér kokteil í Reykjavík. „Fólk hefur búið til teiknimyndasögur. Ég þekki einn sem safnaði saman íslenskri list og þjálfaði módel. Og er þannig að búa til módel sem „representar“ íslenska list,“ segir Saga. En hvað þýðir þetta fyrir listamenn og textasmiði framtíðarinnar? „Þetta er nú ekki alveg þar að þetta komi í staðinn fyrir þá. Og það er kannski mjög áhugavert hvað þetta hefur að segja um höfundarétt, því þessi gögn eru þjálfuð á öðrum gögnum sem eru opin. En hver á gögnin? Hver á myndina sem algóritminn bjó til?“ Ósköp að sjá hana, blessaða. Ósjáleg túlkun nýjustu útgáfu DALL-E á íslenskri konu í handahlaupi á þilfari hér fyrir ofan er einmitt til marks um að tæknin er ekki orðin fullkomin. „Gallinn við þetta er að þú veist ekki á hverju þetta byggir, sérstaklega ef þetta er sett upp sem þjónusta sem fyrirtæki eiga. Þannig að þú gætir verið að byggja á einhverjum gögnum sem þú þekkir ekki neitt,“ segir Saga. Tækni Myndlist Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Uppgangur umræddra myndgreiningarforrita hefur vakið sérstaka eftirtekt og fögnuð netverja upp á síðkastið. Notandinn skrifar lýsingu á því sem hann vill, í myndskeiðinu hér fyrir ofan biður fréttamaður til dæmis um olíumálverk af Reykjavík að hausti, og eftir fáeinar sekúndur birtist afurðin. Mun betri en sú sem fréttamaður hefði getað skapað upp á gamla mátann - og á mun skemmri tíma. Saga Úlfarsdóttir, forstöðumaður gervigreindar hjá Travelshift.Vísir/bjarni Þessi forrit eru flókin; byggja á gríðarlegu magni mynda (sömu lögmál gilda raunar um texta) sem þegar er til á netinu og forritið lærir að þekkja. „Og út frá því lærir það að búa til myndir eins og það sér umheiminn,“ segir Saga Úlfarsdóttir, forstöðumaður gervigreindar hjá tæknifyrirtækinu Travelshift. Þróunin hefur verið gríðarhröð. „Á síðustu tveimur, þremur árum hafa komið fram gríðaröflug módel, kölluð generative models sem eru gerð með svokölluðum transformers, og við erum að sjá rosalega flottar niðurstöður á skömmum tíma,“ segir Saga. „Við erum bara að sjá nýja öld af þessum hlutum.“ Donald Trump „mættur“ til Reykjavíkur Til marks um þessa þróun má hér sjá túlkun fyrstu útgáfu eins vinsælasta forritsins, DALL-E, á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni dreypa á bjór og Bjarna Benediktssyni reykja sígarettu. Ákveðinn byrjendabragur á myndvinnslunni - en forritið þekkir þó greinilega mennina sem það er beðið um að túlka. Eldri útgáfa DALL-E en sú sem nú er í loftinu gaf okkur þessi listaverk. Fréttamaður spreytti sig svo áfram og lét nýjustu útgáfu af sambærilegu forriti, Midjourney, túlka eðlu á snjóbretti í íslensku landslagi, Donald Trump fá sér kokteil í Reykjavík og Seljalandsfoss á Mars. Niðurstöðurnar afar nákvæmar. Og tæknin er þegar farin að nýtast. Forritið Midjourney bjó þessi listaverk til að beiðni fréttamanns; eðlu á snjóbretti á Íslandi, Seljalandsfoss á Mars og Donald Trump fá sér kokteil í Reykjavík. „Fólk hefur búið til teiknimyndasögur. Ég þekki einn sem safnaði saman íslenskri list og þjálfaði módel. Og er þannig að búa til módel sem „representar“ íslenska list,“ segir Saga. En hvað þýðir þetta fyrir listamenn og textasmiði framtíðarinnar? „Þetta er nú ekki alveg þar að þetta komi í staðinn fyrir þá. Og það er kannski mjög áhugavert hvað þetta hefur að segja um höfundarétt, því þessi gögn eru þjálfuð á öðrum gögnum sem eru opin. En hver á gögnin? Hver á myndina sem algóritminn bjó til?“ Ósköp að sjá hana, blessaða. Ósjáleg túlkun nýjustu útgáfu DALL-E á íslenskri konu í handahlaupi á þilfari hér fyrir ofan er einmitt til marks um að tæknin er ekki orðin fullkomin. „Gallinn við þetta er að þú veist ekki á hverju þetta byggir, sérstaklega ef þetta er sett upp sem þjónusta sem fyrirtæki eiga. Þannig að þú gætir verið að byggja á einhverjum gögnum sem þú þekkir ekki neitt,“ segir Saga.
Tækni Myndlist Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira