Fótbolti

Fundu hvar FIFA „geymir“ farand­verka­mennina sem mega ekki sjást á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Táknræn mynd fyrir heimsmeistaramótið í Katar.
Táknræn mynd fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Getty/Marcos del Mazo

Blaðamenn hjá hinu sænska Aftonbladet höfðu upp á verkamönnunum sem mega ekki sjást á meðan heimsmeistaramótinu í Katar stendur.

Sportbladet, íþróttablað hjá Aftonbladet, sendi útsendara sína til Katar og þeir leituðu uppi hvað Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gert við allt fólkið sem vann við það að reisa leikvanganna í Katar og undirbúa landið fyrir að halda svona risamót.

„Þeir hafa fórnað mörgum árum af þeirra lífi fyrir HM í Katar. Þegar heimsmeistaramótið fór í gang og augu heimsins eru á Dóha þá gerir FIFA allt til þess að farandverkamennirnir sjáist ekki,“ skrifar blaðamaður Sportbladet með myndbandi sem var tekið af honum.

„Sportbladet fann krikket leikvang, langt í burtu frá HM partýinu þar sem þúsundir farandverkamanna koma saman á hverju kvöldi til að fylgjast með leikjunum sem eru spilaðir á leikvöngunum sem þeir byggðu og margir kollegar þeirra fórnuðu lífinu fyrir,“ segir enn fremur.

„Þetta er leiðin hjá FIFA í því að reyna að fela farandverkamennina,“ sagði Trey við Sportbladet en hann vinnur við heimsmeistaramótið. Katarbúar kenna því FIFA um það að verkamennirnir mega ekki vera þar augu heimsins eru á mótinu.


Tengdar fréttir

Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mann­réttinda­brot, í­þrótta­þvottur og spilling

Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss.

Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur

Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×