Fyrrverandi forseti Kína látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 09:30 Kona tekur mynd af mynd af Jiang Zemin, fyrrverandi forseta Kína, á þjóðmiðjasafni í Beijing árið 2018. Vísir/EPA Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann. Kína Andlát Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann.
Kína Andlát Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira