„Alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 16:00 Listakonan Áslaug Íris Katrín var að opna einkasýninguna Bergmál. Listval „Ég hef haft ástríðu fyrir myndlist síðan ég man eftir mér,“ segir listakonan Áslaug Íris Katrín. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá nústandandi einkasýningum hennar og listræna lífinu. Síðastliðinn föstudag opnaði Áslaug sýninguna Bergmál í Listval á Granda. „Á sýningunni kannar hún óhlutbundin form innan myndflatarins, þar sem negatíf og positíf form eru endurtekin milli verka þar sem þau mynda nýja myndbyggingu hverju sinni og taka á sig nýja merkingu, abstrakt innan abstraktsins,“ segir í fréttatilkynningu frá Listval. Mynd af einkasýningu Áslaugar sem ber nafnið Bergmál.Listval Lifði sig inn í listaverkin „Ég hef alltaf verið mjög sjónrænt hugsandi og með mikla rýmisskynjun og unni mér alltaf best við að teikna og mála. Ég var svona barn sem lifði mig inn í listaverkin á heimili ömmu minnar og afa, bjó til sögur út frá þeim og teiknaði upp eftir þeim,“ segir Áslaug um það hvenær áhugi hennar á list kviknaði fyrst. Grunnur að sýningunni Bergmál varð til fyrir þremur árum síðan.Kristín S. Pétursdóttir Áslaug laðast að lifandi hefð óhlutbundins myndmáls sem gefur henni rými til þess að vinna með myndheim sinn á rökrænan hátt án fyrirfram gefins ramma. Við gerð sýningarinnar sótti hún meðal annars innblástur í eldri verk sín. Áslaug notast við ólíka miðla í listsköpun sinni og má þar nefna grjót, steinefni, blýant, vatnsliti og málningu.Listval Síbreytileg endurtekning „Ég dró fram nokkur pappírsverk sem ég hafði stungið ofan í skúffu fyrir þrem árum síðan og ákvað að vinna sýninguna áfram út frá þeim. Myndbyggingin er fengin frá eldra vatnslitaverki eftir mig þar sem ég dreg fram form verksins og leik mér að þeim í endurtekningu en þó með síbreytilegum hætti. Grunnur sýningarinnar varð sem sagt til fyrir rúmum þremur árum síðan en ég byrjaði svo markvisst að vinna að sýningunni núna í haust.“ Meðal verka á sýningunni Bergmál.Listval Teningar við aðra menningu Í fréttatilkynningu frá Listval kemur meðal annars fram að Áslaug vinni með tungumál lita, efnisvals og myndbyggingar, frekar en bókstaflegar myndlíkingar. „Merkingin er fólgin í forminu og í efnisvali. Grjót, steinefni, blýantur, vatnslitir og málning eru allt efnisþættir sem Áslaug nýtir sér í verkum sínum og á sér einnig hliðstæðu í náttúrunni.“ Þá segir einnig að litaval hennar sé ákveðið og skýrt en að baki liggur tungumál hins óhlutbundna sem er alþjóðlegt og byggir á sammannlegum tilfinningum, næmni okkar og innsæi. Rætur Áslaugar hafa mótað hana og hennar listsköpun.Kristín S. Pétursdóttir „Eitt af því sem ég held að hafi haft mikil áhrif á sjálfsmynd mína og þar af leiðandi myndlistina mína er að hafa alist upp með tengingar til annarra landa og annarrar menningar,“ segir Áslaug og bætir við: „Partur af fjölskyldu minni tengist Ítalíu, Grikklandi og Frakklandi og mér hefur alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju og mína heimsmynd. Ég leyfi mér að ferðast lengra í huganum og vinna með efnivið og „element“ sem mér þætti kannski annars ekki vera mitt að vinna með.“ Eitt af verkum Áslaugar sem er á sýningunni en litaval Áslaugar er ætíð ákveðið og skýrt.Kristín S. Pétursdóttir Stór og smá verkefni á döfinni Sýningin Bergmál er opin föstudaga og laugardaga á milli klukkan 13:00 og 16:00 í Listval Granda sem er staðsett við Hólmaslóð 6. Einnig er hægt að heimsækja sýninguna utan auglýsts opnunartíma eftir samkomulagi við Áslaugu sjálfa eða starfsfólk Listval. Sýningin Bergmál stendur til 17. desember næstkomandi.Kristín S. Pétursdóttir Áslaug opnaði aðra einkasýningu á dögunum í Neskirkju. „Hún nefnist Skil | Skjól og stendur yfir til 21. febrúar. Svo eru alls konar spennandi verkefni framundan á nýju ári, stór og smá.“ Myndlist Menning Tengdar fréttir Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32 „Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Síðastliðinn föstudag opnaði Áslaug sýninguna Bergmál í Listval á Granda. „Á sýningunni kannar hún óhlutbundin form innan myndflatarins, þar sem negatíf og positíf form eru endurtekin milli verka þar sem þau mynda nýja myndbyggingu hverju sinni og taka á sig nýja merkingu, abstrakt innan abstraktsins,“ segir í fréttatilkynningu frá Listval. Mynd af einkasýningu Áslaugar sem ber nafnið Bergmál.Listval Lifði sig inn í listaverkin „Ég hef alltaf verið mjög sjónrænt hugsandi og með mikla rýmisskynjun og unni mér alltaf best við að teikna og mála. Ég var svona barn sem lifði mig inn í listaverkin á heimili ömmu minnar og afa, bjó til sögur út frá þeim og teiknaði upp eftir þeim,“ segir Áslaug um það hvenær áhugi hennar á list kviknaði fyrst. Grunnur að sýningunni Bergmál varð til fyrir þremur árum síðan.Kristín S. Pétursdóttir Áslaug laðast að lifandi hefð óhlutbundins myndmáls sem gefur henni rými til þess að vinna með myndheim sinn á rökrænan hátt án fyrirfram gefins ramma. Við gerð sýningarinnar sótti hún meðal annars innblástur í eldri verk sín. Áslaug notast við ólíka miðla í listsköpun sinni og má þar nefna grjót, steinefni, blýant, vatnsliti og málningu.Listval Síbreytileg endurtekning „Ég dró fram nokkur pappírsverk sem ég hafði stungið ofan í skúffu fyrir þrem árum síðan og ákvað að vinna sýninguna áfram út frá þeim. Myndbyggingin er fengin frá eldra vatnslitaverki eftir mig þar sem ég dreg fram form verksins og leik mér að þeim í endurtekningu en þó með síbreytilegum hætti. Grunnur sýningarinnar varð sem sagt til fyrir rúmum þremur árum síðan en ég byrjaði svo markvisst að vinna að sýningunni núna í haust.“ Meðal verka á sýningunni Bergmál.Listval Teningar við aðra menningu Í fréttatilkynningu frá Listval kemur meðal annars fram að Áslaug vinni með tungumál lita, efnisvals og myndbyggingar, frekar en bókstaflegar myndlíkingar. „Merkingin er fólgin í forminu og í efnisvali. Grjót, steinefni, blýantur, vatnslitir og málning eru allt efnisþættir sem Áslaug nýtir sér í verkum sínum og á sér einnig hliðstæðu í náttúrunni.“ Þá segir einnig að litaval hennar sé ákveðið og skýrt en að baki liggur tungumál hins óhlutbundna sem er alþjóðlegt og byggir á sammannlegum tilfinningum, næmni okkar og innsæi. Rætur Áslaugar hafa mótað hana og hennar listsköpun.Kristín S. Pétursdóttir „Eitt af því sem ég held að hafi haft mikil áhrif á sjálfsmynd mína og þar af leiðandi myndlistina mína er að hafa alist upp með tengingar til annarra landa og annarrar menningar,“ segir Áslaug og bætir við: „Partur af fjölskyldu minni tengist Ítalíu, Grikklandi og Frakklandi og mér hefur alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju og mína heimsmynd. Ég leyfi mér að ferðast lengra í huganum og vinna með efnivið og „element“ sem mér þætti kannski annars ekki vera mitt að vinna með.“ Eitt af verkum Áslaugar sem er á sýningunni en litaval Áslaugar er ætíð ákveðið og skýrt.Kristín S. Pétursdóttir Stór og smá verkefni á döfinni Sýningin Bergmál er opin föstudaga og laugardaga á milli klukkan 13:00 og 16:00 í Listval Granda sem er staðsett við Hólmaslóð 6. Einnig er hægt að heimsækja sýninguna utan auglýsts opnunartíma eftir samkomulagi við Áslaugu sjálfa eða starfsfólk Listval. Sýningin Bergmál stendur til 17. desember næstkomandi.Kristín S. Pétursdóttir Áslaug opnaði aðra einkasýningu á dögunum í Neskirkju. „Hún nefnist Skil | Skjól og stendur yfir til 21. febrúar. Svo eru alls konar spennandi verkefni framundan á nýju ári, stór og smá.“
Myndlist Menning Tengdar fréttir Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32 „Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32
„Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00