Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 1. desember 2022 10:22 Veiðimenn eru strax farnir að telja niður í sumarið 2023 þrátt fyrir að það séu fjórir mánuðir í að veiði hefjist að nýju. Besta leiðin til að láta tímann líða er til dæmis að hnýta flugur, horfa á veiðiþætti og auðvitað setjast niður og lesa gott veiðiblað. Sportveiðiblaðið hefur glatt marga veiðimenn í gegnum árin og núna er að koma út blað fyrir jólinn sem eins og venjulega er stútfullt af skemmtilegu lesefni fyrir veiðimenn. Meðal efnis er viðtal við Jóa Fel en hann þekkja líklega flestir landsmenn af ljúfengum brauðum, kökum og nú síðast pizzum en Jói er mikill veiðimaður og hefur það sem reglu að veiða bara það sem hann borðar. Halldór Jörgenson skrifar skemmtilega veiðisögu af fjölskylduferð í Laugardalsá, Brynjar Þór Hreggviðsson er í viðtali en hann hefur komið víða við á sínum veiðiferli og er í dag sölustjóri veiðileyfa í Norðurá en hana þekkir hann eins og lófann á sér. Binni eins og hann er kallaður er jafnvígur á stöng og skotvopn og segir skemmtilega frá sínum veiðidögum. Árni Baldursson segir frá Bjarndýraveiðum í Kanada, Páll Ketilsson skrifar um veiðiferð í Eldvatn og eins er frábær veiðisaga af hressum konum sem fóru til Grænlands í sumar. Í blaðinu er líka ítarleg veiðistaðalýsing um Stóru Laxá en áin sú er að koma sterk inn hjá hóp sem heldur upp á þessa á eins og enga aðra. Þetta er bara rétt brot af því sem er í blaðinu svo það er af nógu að taka þegar þú grípur blaðið á næsta sölustað. Stangveiði Skotveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði
Besta leiðin til að láta tímann líða er til dæmis að hnýta flugur, horfa á veiðiþætti og auðvitað setjast niður og lesa gott veiðiblað. Sportveiðiblaðið hefur glatt marga veiðimenn í gegnum árin og núna er að koma út blað fyrir jólinn sem eins og venjulega er stútfullt af skemmtilegu lesefni fyrir veiðimenn. Meðal efnis er viðtal við Jóa Fel en hann þekkja líklega flestir landsmenn af ljúfengum brauðum, kökum og nú síðast pizzum en Jói er mikill veiðimaður og hefur það sem reglu að veiða bara það sem hann borðar. Halldór Jörgenson skrifar skemmtilega veiðisögu af fjölskylduferð í Laugardalsá, Brynjar Þór Hreggviðsson er í viðtali en hann hefur komið víða við á sínum veiðiferli og er í dag sölustjóri veiðileyfa í Norðurá en hana þekkir hann eins og lófann á sér. Binni eins og hann er kallaður er jafnvígur á stöng og skotvopn og segir skemmtilega frá sínum veiðidögum. Árni Baldursson segir frá Bjarndýraveiðum í Kanada, Páll Ketilsson skrifar um veiðiferð í Eldvatn og eins er frábær veiðisaga af hressum konum sem fóru til Grænlands í sumar. Í blaðinu er líka ítarleg veiðistaðalýsing um Stóru Laxá en áin sú er að koma sterk inn hjá hóp sem heldur upp á þessa á eins og enga aðra. Þetta er bara rétt brot af því sem er í blaðinu svo það er af nógu að taka þegar þú grípur blaðið á næsta sölustað.
Stangveiði Skotveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði