„Listin alltaf verið mín leið til að takast á við lífið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. desember 2022 14:30 Listakonan Sara Oskarsson er að opna vinnustofu og listasýningu á Hverfisgötu. Aðsend Listakonan Sara Oskarsson opnar vinnustofu sína fyrir almenningi næstkomandi laugardag á sama tíma og hún opnar listasýninguna GLÓÐ. Hún byrjaði að mála af alvöru fyrir tuttugu árum síðan en hefur þó verið skapandi síðan hún man fyrst eftir sér. Blaðamaður heyrði í Söru og ræddi við hana um það sem er á döfinni. Sara hefur komið víða að í heimi listarinnar en fjallað hefur verið um verk hennar í Telegraph í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu. Verkin hafa selst til listaverkasafnara víða um heiminn og hún hlaut tilnefningu til Art Gemini Prize í Bretlandi árið 2013. Hún hefur einnig haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum. Sara Oskarsson hefur stundað myndlist að alvöru í tuttugu ár.Aðsend „Í skóla var ég oft fengin til að búa til listaverk fyrir ýmsar hátíðir í skólanum. Þegar að ég var tíu ára fékk ég pening frá ömmu og afa í jólagjöf sem ég notaði til þess að kaupa mér stóra bók um Van Gogh. Það sýnir kannski hversu snemma myndlistaráhuginn var orðinn alvarlegur hjá mér,“ segir Sara um upphaf listsköpunarinnar hjá henni. Þá takmarkaðist sköpunargleðin ekki við myndlistina. „Ég samdi líka ljóð og skrifaði leikrit sem barn. Listin hefur í raun alltaf verið mikilvægasta tungumálið og tjáningarformið mitt.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Ástríðufullar tilraunir á striga Í verkum Söru eru efnin sjálf þungamiðjan. „Þegar að byrjaði að mála fyrir alvöru fyrir um 20 árum síðan fannst mér þessi hefðbundnu efni of takmarkandi.“ Hún sækir innblásturinn víða, þar á meðal í efnafræði og finnst erfitt að ná ákveðinni sín í gegn með venjulegri akrýl og olíu málningu. „Ég hafði stuttlega lært efnafræði í háskóla þannig að ég fór fljótlega að gera tilraunir með ýmis konar efni og aðferðir í málverkinu. Í dag er verkfærakassinn minn orðinn nokkuð víðtækur. Auk málningar nota ég vax, resin, ekta málma á borð við kopar, járn og brons, ýmis konar blektegundir, litarefni sem skipta um lit eftir hitastigi og jafnvel kristalla. Ég held nákvæma dagbók utan um efnin og aðferðirnar mínar og set þetta svo saman í bók svo að ég hafi nákvæma skrá yfir tilraunirnar. Efnafræði kemur töluvert við sögu við sköpun og þróun málverkanna sem ég kalla stundum ástríðufullar tilraunir á striga.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Hún segir tryggð sína við málverkið sem miðil einnig skipa veigamikið hlutverk í vinnunni. „Á meðan að efnin sjálf eru að þróast og breytast þá eru möguleikar „málverksins“ auðvitað ótæmandi. Og eins og einhver sagði: „Painting’s not dead, it’s just hard,“ eða málverkið er ekki dautt, það er bara erfitt að mála.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Sonurinn kom með hugmyndina Hugmyndin að sýningunni GLÓÐ kviknaði út frá samtali Söru við 22 ára gamlan son sinn, Þórð Harry. „Hann horfði á eitt verkanna sem ég var að mála í vor og sagði: „Mamma, af hverju gerirðu ekki málverkaseríu út frá orðinu glóð?“ Hann er ótrúlega skarpur á vinnuna mína, les hana rétt og ég leita oft til hans með álit. Hann er núna að vinna með mér við uppsetningu sýningarinnar. Eins verður þetta vinnustofuopnun þar sem að ég flutti á þessa nýju vinnustofu á Hverfisgötu í vor.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Sér og skilur heiminn út frá málverkum Sara útskrifaðist með B.A. gráðu í málun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012 eftir fjögurra ára nám sem hún segir hafa mótað sig mikið. „Háskólaárin voru mér ótrúlega dýrmæt. Að fá þennan tíma til að einbeita sér fullkomlega að þróun verkanna og vera með aðgang að mismunandi deildum innan skólans var ómetanlegt. Frelsið og stuðningurinn sem ég fékk til að finna mína eigin rödd hafði gríðarleg áhrif á framþróun mína sem listamaður. Ég vaknaði til dæmis einn daginn og mig langaði til að bræða brons í málverk. Þá gat farið rakleiðis í skúlptúr deildina og fengið ósk mína uppfyllta. En svo hefur listin líka alltaf verið mín leið til að takast á við lífið og helsta leiðin til að reyna að skilja það. Það má segja að ég sjái heiminn og skilji í málverkum,“ segir Sara að lokum. View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Sýningaropnun verður frá klukkan 16:00 til 18:00 á laugardag á Hverfisgötu 14. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju“ „Ég hef haft ástríðu fyrir myndlist síðan ég man eftir mér,“ segir listakonan Áslaug Íris Katrín. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá nústandandi einkasýningum hennar og listræna lífinu. 30. nóvember 2022 16:00 Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sara hefur komið víða að í heimi listarinnar en fjallað hefur verið um verk hennar í Telegraph í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu. Verkin hafa selst til listaverkasafnara víða um heiminn og hún hlaut tilnefningu til Art Gemini Prize í Bretlandi árið 2013. Hún hefur einnig haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum. Sara Oskarsson hefur stundað myndlist að alvöru í tuttugu ár.Aðsend „Í skóla var ég oft fengin til að búa til listaverk fyrir ýmsar hátíðir í skólanum. Þegar að ég var tíu ára fékk ég pening frá ömmu og afa í jólagjöf sem ég notaði til þess að kaupa mér stóra bók um Van Gogh. Það sýnir kannski hversu snemma myndlistaráhuginn var orðinn alvarlegur hjá mér,“ segir Sara um upphaf listsköpunarinnar hjá henni. Þá takmarkaðist sköpunargleðin ekki við myndlistina. „Ég samdi líka ljóð og skrifaði leikrit sem barn. Listin hefur í raun alltaf verið mikilvægasta tungumálið og tjáningarformið mitt.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Ástríðufullar tilraunir á striga Í verkum Söru eru efnin sjálf þungamiðjan. „Þegar að byrjaði að mála fyrir alvöru fyrir um 20 árum síðan fannst mér þessi hefðbundnu efni of takmarkandi.“ Hún sækir innblásturinn víða, þar á meðal í efnafræði og finnst erfitt að ná ákveðinni sín í gegn með venjulegri akrýl og olíu málningu. „Ég hafði stuttlega lært efnafræði í háskóla þannig að ég fór fljótlega að gera tilraunir með ýmis konar efni og aðferðir í málverkinu. Í dag er verkfærakassinn minn orðinn nokkuð víðtækur. Auk málningar nota ég vax, resin, ekta málma á borð við kopar, járn og brons, ýmis konar blektegundir, litarefni sem skipta um lit eftir hitastigi og jafnvel kristalla. Ég held nákvæma dagbók utan um efnin og aðferðirnar mínar og set þetta svo saman í bók svo að ég hafi nákvæma skrá yfir tilraunirnar. Efnafræði kemur töluvert við sögu við sköpun og þróun málverkanna sem ég kalla stundum ástríðufullar tilraunir á striga.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Hún segir tryggð sína við málverkið sem miðil einnig skipa veigamikið hlutverk í vinnunni. „Á meðan að efnin sjálf eru að þróast og breytast þá eru möguleikar „málverksins“ auðvitað ótæmandi. Og eins og einhver sagði: „Painting’s not dead, it’s just hard,“ eða málverkið er ekki dautt, það er bara erfitt að mála.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Sonurinn kom með hugmyndina Hugmyndin að sýningunni GLÓÐ kviknaði út frá samtali Söru við 22 ára gamlan son sinn, Þórð Harry. „Hann horfði á eitt verkanna sem ég var að mála í vor og sagði: „Mamma, af hverju gerirðu ekki málverkaseríu út frá orðinu glóð?“ Hann er ótrúlega skarpur á vinnuna mína, les hana rétt og ég leita oft til hans með álit. Hann er núna að vinna með mér við uppsetningu sýningarinnar. Eins verður þetta vinnustofuopnun þar sem að ég flutti á þessa nýju vinnustofu á Hverfisgötu í vor.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Sér og skilur heiminn út frá málverkum Sara útskrifaðist með B.A. gráðu í málun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012 eftir fjögurra ára nám sem hún segir hafa mótað sig mikið. „Háskólaárin voru mér ótrúlega dýrmæt. Að fá þennan tíma til að einbeita sér fullkomlega að þróun verkanna og vera með aðgang að mismunandi deildum innan skólans var ómetanlegt. Frelsið og stuðningurinn sem ég fékk til að finna mína eigin rödd hafði gríðarleg áhrif á framþróun mína sem listamaður. Ég vaknaði til dæmis einn daginn og mig langaði til að bræða brons í málverk. Þá gat farið rakleiðis í skúlptúr deildina og fengið ósk mína uppfyllta. En svo hefur listin líka alltaf verið mín leið til að takast á við lífið og helsta leiðin til að reyna að skilja það. Það má segja að ég sjái heiminn og skilji í málverkum,“ segir Sara að lokum. View this post on Instagram A post shared by Sara Oskarsson (@saraoskarsson_art) Sýningaropnun verður frá klukkan 16:00 til 18:00 á laugardag á Hverfisgötu 14.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju“ „Ég hef haft ástríðu fyrir myndlist síðan ég man eftir mér,“ segir listakonan Áslaug Íris Katrín. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá nústandandi einkasýningum hennar og listræna lífinu. 30. nóvember 2022 16:00 Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju“ „Ég hef haft ástríðu fyrir myndlist síðan ég man eftir mér,“ segir listakonan Áslaug Íris Katrín. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá nústandandi einkasýningum hennar og listræna lífinu. 30. nóvember 2022 16:00