Nissan ætlar að skipta GT-R út fyrir rafdrifið tryllitæki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. desember 2022 07:00 Nissan GT-R Nismo, hvers framleiðslu hefur verið hætt. Nismo, sem er frammistöðudeild Nissan, er að undirbúa nýtt flaggskip. Sá bíll verður seldur á öllum helstu mörkuðum heimsins. Bíllinn er væntanlegur á þessum áratug. Framkvæmdastjóri Nissan Nismo, Takao Katagiri staðfesti nýlega að bíllinn verði seldur á helstu mörkuðum heimsins. „Það er afar mikilvæg sýn sem Nissan hefur fyrir Evrópu. Hún snýst meðal annars um hjartað í þessum bíl,“ bætti Katagiri við og gaf með því að einhverju leyti í skyn að einhver hluti framleiðslunnar kynni að fara fram í Evrópu. Nissan er með verksmiðju í Sunderland á Englandi. Meðfylgjandi er myndband þar sem TopGear prófaði GT-R. Bíllinn verður óbeinn arftaki Nissan GT-R sem hætt var að framleiða í upphafi árs eftir 13 ára framleiðslu. Líklega verður bíllinn bæði fáanlegur í tvinn- og rafdrifinn. Vandinn er að Nissan hefur lýst því yfir að sportbílar frá þeim verði ekki framleiddir fyrr en fastheldnar rafhlöður (e. Solid state batteries) eru orðin þroskuð og prófuð vara. Richard Moore, stefnumótunarstjóri Nissan í Sunderland hefur sagt að það séu ennþá 10 ár í að fastheldin rafhlöðutækni sé tilbúin til notkunar í fjöldaframleidda bíla. Sem gerir tvinn-útgáfu líklegan byrjunarreit. Vistvænir bílar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Framkvæmdastjóri Nissan Nismo, Takao Katagiri staðfesti nýlega að bíllinn verði seldur á helstu mörkuðum heimsins. „Það er afar mikilvæg sýn sem Nissan hefur fyrir Evrópu. Hún snýst meðal annars um hjartað í þessum bíl,“ bætti Katagiri við og gaf með því að einhverju leyti í skyn að einhver hluti framleiðslunnar kynni að fara fram í Evrópu. Nissan er með verksmiðju í Sunderland á Englandi. Meðfylgjandi er myndband þar sem TopGear prófaði GT-R. Bíllinn verður óbeinn arftaki Nissan GT-R sem hætt var að framleiða í upphafi árs eftir 13 ára framleiðslu. Líklega verður bíllinn bæði fáanlegur í tvinn- og rafdrifinn. Vandinn er að Nissan hefur lýst því yfir að sportbílar frá þeim verði ekki framleiddir fyrr en fastheldnar rafhlöður (e. Solid state batteries) eru orðin þroskuð og prófuð vara. Richard Moore, stefnumótunarstjóri Nissan í Sunderland hefur sagt að það séu ennþá 10 ár í að fastheldin rafhlöðutækni sé tilbúin til notkunar í fjöldaframleidda bíla. Sem gerir tvinn-útgáfu líklegan byrjunarreit.
Vistvænir bílar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent