Myndin virðist spanna langt tímabil á ævi Jones en Ford hefur verið gerður yngri með tæknibrellum í stórum hluta myndarinnar, eins og sjá má á stiklunni.
Fyrir utan Harrison Ford, leika þau Rhys-Davies, Phoebe Waller-Bridge, Antonio Banderas, Shaunette, Toby Jones og Mads Mikkelsen í myndinn, auk annarra.
Myndin verður frumsýnd þann 30. júní á næsta ári.
Þó nokkrar áhugaverðar stiklur voru birtar í gær. Þar á meðal eru stiklur nýjustu myndarinnar um Ant Man, Guardians of the Galaxy og stikla nýrrar kvikmyndar um Transformers vélmennin. Fyrr í vikunni var svo birt stikla úr myndinni Babylon með þeim Brad Pitt og Margot Robbie.
Þessar stiklur má sjá hér að neðan.
Marvel birtir á næstunni þriðju myndina um hina mis-elskulegu Verjendur Vetrarbrautarinnar, þau Star-Lord, Drax, Rocket, Nebulu, Mantis og Groot. Kannski Gamoru líka. Í stiklunni sést líka Adam Warlock, sem leikinn er af Will Poulter.
Ant-Man and the Wasp: Quantumania er nýjasta myndin í ofurhetju-söguheimi Marvel, en fyrirtækið birti í gær stiklu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í söguheiminum og hvernig það hefur leitt til nýjasta vonda kallsins, Kang The Conqueror, sem fyrst var kynntur til leiks í Disney + þáttunum um Loka.
Nú styttist einnig í frumsýningu myndarinnar Transformers: Rise of the Beasts, einhverra hluta vegna. Eins og nafnið gefur til kynna byggir sú mynd á Beast Wars sögunni í söguheimi Transformers en þetta er sjöunda kvikmyndinni um vélmennin og er í raun framhald myndarinnar Bumblebee frá 2018.
Þá var nýverið gefin út stikla fyrir myndina Babylon. Hún gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar að hluta um það þegar þöglu kvikmyndirnar voru að hverfa af sjónarsviðinu.