Pílupartýið í kvöld: Eina markmið Martins að enda fyrir ofan Tomma Steindórs Egill Birgisson skrifar 3. desember 2022 14:00 Það verður rosaleg pílukastveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. Vísir Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport í kvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Að úrslitakvöldinu loknu verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Af þessu tilefni ætlum við að skoða betur liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í kvöld. 20.00-22.00 Úrslitakvöld Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir mega hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smá forgjöf. Klippa: Leikreglur í Stjörnupílunni Síðustu daga höfum við fengið að kynnast átta liðum og nú er komið að því að skoða tvo þeirra fjögurra keppenda sem keppa á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar. Spenningur fyrir Stjörnupílunni er mikill og hefur heyrst úr herbúðum liðanna að þau hafi nýtt vikuna til að hittast og æfa saman. Tómas Steindórsson hefur farið mikinn í ruslatalinu og markmið hans er að komast sem mest í hausinn á andstæðingum sínum. Tommi hringdi í Hjálmar Örn Jóhannsson í dag, betur þekktan sem Hjamma, til þess að prufukeyra þessa aðferð sína en það kemur í ljós í kvöld hvort aðferðin hafi virkað. Hægt er að hlusta á símtalið í spilaranum hérna fyrir neðan. Klippa: Símtal Tomma Steindórs og Hjálmars Arnar Martin Hermannsson mætti í viðtal til Vals Páls Eiríkssonar íþróttafréttamanns í vikunni og spurði Valur hann meðal annars út í Stjörnupíluna. „Ég hef spilað marga mjög stóra leiki, spilað fyrir framan fyrir þúsundir manna en þessi píla er að stressa mig verulega upp,“ sagði Martin sem segist ekkert vita hvað hann sé að fara að gera. „Ég ætla ekki að æfa mig, ég ætla að hugsa um þetta eins og vítaskotin. Ég æfi ekki vítaskotin. Ég er alltaf bestur undir pressu og ég ætla allavega að vinna Tomma Steindórs, það er eina sem ég veit. Ég ætla ekki að leyfa Tomma að vinna mig og hafa eitthvað á mig.“ Klippa: Martin um Stjörnupíluna Vitor dreymir um að mæta Michael van Gerwen Karl Helgi og Vitor verða á meðal keppenda í kvöld.Vísir Hinn skeggprúði Vitor Charrua, sem kallaður er „Handsprengjan“ (e. The Grenade) verður einn af þeim keppendum sem keppa til úrslita í Úrvalsdeildinni í kvöld. Vitor er 45 ára smiður og byrjaði í pílu fyrir átta árum. Hann keppir undir merkjum Pílukastfélags Hafnarfjarðar sem hann átti stóran þátt í að stofna fyrir ekki svo löngu síðan. Vitor á nokkra Íslandsmeistaratitla í pílu og er afar stoltur af bronsverðlaunum sem hann vann á Nordic Cup Open fyrr á þessu ári. Handsprengjan ætlar sér að fara alla leið á úrslitakvöldinu og verður að teljast líklegur kandídat. Við báðum Vitor um að svara fyrir okkur örfáum spurningum. Fyrsta mótið í pílukasti? Árið 2014, það var eitthvað Íslandsmeistaramót Besti árangur? Brons á Nordic Cup Open Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Kröftugt klassískt lag Nám eða vinna? Vinna Uppáhalds matur? Góð kássa Hver er draumamótherjinn? MVG Uppáhalds íþrótt fyrir utan pílu? Golf Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Hörður Guðjóns, útaf athyglinni Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Ég er pínu athyglissjúkur Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Eyða því í einhverju vitleysu Karl Helgi er 57 ára kokkur hjá Grillvagninum og hefur stundað pílu í þónokkur ár. Kalli, eins og hann er kallaður, spilar fyrir Pílufélag Reykjavíkur. Kalli var í riðli með Guðjóni Hauksyni og endaði þar í öðru sæti en þar sem Guðjón forfallaðist á úrslitakvöldið þá stökk Kalli strax á tækifærið að mæta. Kalli hefur ekki orðið Íslandsmeistari á sínum ferli en hefur hinsvegar orðið Reykjavíkurmeistari þar sem hann tók út „The big fish“ í undanúrslitum, eða hæsta mögulega útskot pílukasti sem er 170 stig. Í úrslitaeinvíginu tók hann út 158 sem einnig er mjög hátt útskot. Kalli getur oftast galdrað eitthvað skemmtileg fram og bíðum við spennt að sjá hvað það verður í kvöld. Kalli svaraði einnig nokkrum spurningum fyrir okkur. Fyrsta mótið í pílukasti? Með landsliðinu í kringum 1987 á Norðurlandamóti í Finnlandi Besti árangur? Man það ekki Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Rock n Roller með Kaelo Nám eða vinna? Grillari hjá Grillvagninum. Uppáhalds matur? Humar og piparsteik Drauma mótherji? Allir Uppáhalds íþrótt fyrir utan pílu? Skíði Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Ekki hugmynd Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Drakk ekki áfengi í 32 ár Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Eyða honum í keppnisferðir Við viljum endilega minna á það gætu verið laus spjöld inní bláa keppnissalnum á Bullseye og hægt að bóka þau spjöld inná www.bullseye.is. Annars er öllum velkomið að koma á svæðið á meðan pláss leyfir í kvöld og horfa á þessa veislu sem framundan er. Pílukast Tengdar fréttir Einn dagur í pílupartýið: Kirkjuvörður, íþróttafréttakona og körfuboltastjarna Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport annað kvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 2. desember 2022 14:48 Tveir dagar í pílupartýið: Fótstór vonarstjarna og frægir veislustjórar Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 1. desember 2022 16:03 Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31 Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46 Stjörnupílan 2022: Fræga fólkið og fagmennirnir Stjörnupíla Stöðvar 2 Sports verður haldin í fyrsta sinn laugardaginn 3. desember næstkomandi. 23. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Að úrslitakvöldinu loknu verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Af þessu tilefni ætlum við að skoða betur liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í kvöld. 20.00-22.00 Úrslitakvöld Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir mega hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smá forgjöf. Klippa: Leikreglur í Stjörnupílunni Síðustu daga höfum við fengið að kynnast átta liðum og nú er komið að því að skoða tvo þeirra fjögurra keppenda sem keppa á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar. Spenningur fyrir Stjörnupílunni er mikill og hefur heyrst úr herbúðum liðanna að þau hafi nýtt vikuna til að hittast og æfa saman. Tómas Steindórsson hefur farið mikinn í ruslatalinu og markmið hans er að komast sem mest í hausinn á andstæðingum sínum. Tommi hringdi í Hjálmar Örn Jóhannsson í dag, betur þekktan sem Hjamma, til þess að prufukeyra þessa aðferð sína en það kemur í ljós í kvöld hvort aðferðin hafi virkað. Hægt er að hlusta á símtalið í spilaranum hérna fyrir neðan. Klippa: Símtal Tomma Steindórs og Hjálmars Arnar Martin Hermannsson mætti í viðtal til Vals Páls Eiríkssonar íþróttafréttamanns í vikunni og spurði Valur hann meðal annars út í Stjörnupíluna. „Ég hef spilað marga mjög stóra leiki, spilað fyrir framan fyrir þúsundir manna en þessi píla er að stressa mig verulega upp,“ sagði Martin sem segist ekkert vita hvað hann sé að fara að gera. „Ég ætla ekki að æfa mig, ég ætla að hugsa um þetta eins og vítaskotin. Ég æfi ekki vítaskotin. Ég er alltaf bestur undir pressu og ég ætla allavega að vinna Tomma Steindórs, það er eina sem ég veit. Ég ætla ekki að leyfa Tomma að vinna mig og hafa eitthvað á mig.“ Klippa: Martin um Stjörnupíluna Vitor dreymir um að mæta Michael van Gerwen Karl Helgi og Vitor verða á meðal keppenda í kvöld.Vísir Hinn skeggprúði Vitor Charrua, sem kallaður er „Handsprengjan“ (e. The Grenade) verður einn af þeim keppendum sem keppa til úrslita í Úrvalsdeildinni í kvöld. Vitor er 45 ára smiður og byrjaði í pílu fyrir átta árum. Hann keppir undir merkjum Pílukastfélags Hafnarfjarðar sem hann átti stóran þátt í að stofna fyrir ekki svo löngu síðan. Vitor á nokkra Íslandsmeistaratitla í pílu og er afar stoltur af bronsverðlaunum sem hann vann á Nordic Cup Open fyrr á þessu ári. Handsprengjan ætlar sér að fara alla leið á úrslitakvöldinu og verður að teljast líklegur kandídat. Við báðum Vitor um að svara fyrir okkur örfáum spurningum. Fyrsta mótið í pílukasti? Árið 2014, það var eitthvað Íslandsmeistaramót Besti árangur? Brons á Nordic Cup Open Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Kröftugt klassískt lag Nám eða vinna? Vinna Uppáhalds matur? Góð kássa Hver er draumamótherjinn? MVG Uppáhalds íþrótt fyrir utan pílu? Golf Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Hörður Guðjóns, útaf athyglinni Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Ég er pínu athyglissjúkur Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Eyða því í einhverju vitleysu Karl Helgi er 57 ára kokkur hjá Grillvagninum og hefur stundað pílu í þónokkur ár. Kalli, eins og hann er kallaður, spilar fyrir Pílufélag Reykjavíkur. Kalli var í riðli með Guðjóni Hauksyni og endaði þar í öðru sæti en þar sem Guðjón forfallaðist á úrslitakvöldið þá stökk Kalli strax á tækifærið að mæta. Kalli hefur ekki orðið Íslandsmeistari á sínum ferli en hefur hinsvegar orðið Reykjavíkurmeistari þar sem hann tók út „The big fish“ í undanúrslitum, eða hæsta mögulega útskot pílukasti sem er 170 stig. Í úrslitaeinvíginu tók hann út 158 sem einnig er mjög hátt útskot. Kalli getur oftast galdrað eitthvað skemmtileg fram og bíðum við spennt að sjá hvað það verður í kvöld. Kalli svaraði einnig nokkrum spurningum fyrir okkur. Fyrsta mótið í pílukasti? Með landsliðinu í kringum 1987 á Norðurlandamóti í Finnlandi Besti árangur? Man það ekki Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Rock n Roller með Kaelo Nám eða vinna? Grillari hjá Grillvagninum. Uppáhalds matur? Humar og piparsteik Drauma mótherji? Allir Uppáhalds íþrótt fyrir utan pílu? Skíði Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Ekki hugmynd Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Drakk ekki áfengi í 32 ár Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Eyða honum í keppnisferðir Við viljum endilega minna á það gætu verið laus spjöld inní bláa keppnissalnum á Bullseye og hægt að bóka þau spjöld inná www.bullseye.is. Annars er öllum velkomið að koma á svæðið á meðan pláss leyfir í kvöld og horfa á þessa veislu sem framundan er.
Fyrsta mótið í pílukasti? Árið 2014, það var eitthvað Íslandsmeistaramót Besti árangur? Brons á Nordic Cup Open Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Kröftugt klassískt lag Nám eða vinna? Vinna Uppáhalds matur? Góð kássa Hver er draumamótherjinn? MVG Uppáhalds íþrótt fyrir utan pílu? Golf Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Hörður Guðjóns, útaf athyglinni Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Ég er pínu athyglissjúkur Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Eyða því í einhverju vitleysu
Fyrsta mótið í pílukasti? Með landsliðinu í kringum 1987 á Norðurlandamóti í Finnlandi Besti árangur? Man það ekki Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Rock n Roller með Kaelo Nám eða vinna? Grillari hjá Grillvagninum. Uppáhalds matur? Humar og piparsteik Drauma mótherji? Allir Uppáhalds íþrótt fyrir utan pílu? Skíði Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Ekki hugmynd Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Drakk ekki áfengi í 32 ár Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Eyða honum í keppnisferðir
Pílukast Tengdar fréttir Einn dagur í pílupartýið: Kirkjuvörður, íþróttafréttakona og körfuboltastjarna Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport annað kvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 2. desember 2022 14:48 Tveir dagar í pílupartýið: Fótstór vonarstjarna og frægir veislustjórar Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 1. desember 2022 16:03 Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31 Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46 Stjörnupílan 2022: Fræga fólkið og fagmennirnir Stjörnupíla Stöðvar 2 Sports verður haldin í fyrsta sinn laugardaginn 3. desember næstkomandi. 23. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Einn dagur í pílupartýið: Kirkjuvörður, íþróttafréttakona og körfuboltastjarna Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport annað kvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 2. desember 2022 14:48
Tveir dagar í pílupartýið: Fótstór vonarstjarna og frægir veislustjórar Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 1. desember 2022 16:03
Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31
Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46
Stjörnupílan 2022: Fræga fólkið og fagmennirnir Stjörnupíla Stöðvar 2 Sports verður haldin í fyrsta sinn laugardaginn 3. desember næstkomandi. 23. nóvember 2022 14:31