Íbúarnir buðust til að vera bakland fyrir nýju fjölskylduna Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2022 07:57 Hrafnhildur Árnadóttir flutti til Þorlákshafnar fyrir sjö árum ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Arnar Halldórsson „Við fluttum hingað þekkjandi engan hérna. Við höfðum aldrei komið hingað áður,“ segir Hrafnhildur Árnadóttir, sem flutti til Þorlákshafnar fyrir sjö árum ásamt manni sínum, Sigurði Steinari Ásgeirssyni, og tveimur sonum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 má heyra hversvegna fjölskyldur velja að flytja þangað úr borginni. Hrafnhildur segir að þar gátu þau keypt einbýlishús með stórum garði og tvöföldum bílskúr fyrir andvirði tveggja herbergja blokkaríbúðar í Reykjavík. Þau Hrafnhildur og Sigurður Steinar sóttu bæði vinnu til Reykjavíkur fyrstu fimm árin en það reyndist minna mál en þau héldu. Þau Hrafnhildur Árnadóttir og Sigurður Steinar Ásgeirsson eru áhugafólk um fjallahjólreiðar. Þau eru að byggja upp fyrirtækið Frostþurrkun í Þorlákshöfn.Úr einkasafni „Við vorum mjög hrædd við það þegar við fluttum af því að við höfðum ekkert bakland hérna,“ segir Hrafnhildur en strákarnir voru þá báðir á leikskólaaldri. „Þá kom það okkur svo mjög á óvart að það var svo mikið af fólki sem bauðst til að hjálpa til ef að við myndum festast vegna veðurs eða ef við kæmumst ekki á réttum tíma til að sækja strákana í leikskólann,“ segir Hrafnhildur. Ása Berglind Hjálmarsdóttir flutti aftur heim til Þorlákshafnar með fjölskylduna fyrir fjórum árum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi í Ölfusi.Arnar Halldórsson „Ég gafst bara dálítið upp á höfuðborgarsvæðinu og vildi komast aftur í þessa ró og frelsi fyrir börnin og þessa nálægð við allt,“ segir hún. „Við náttúrlega erum hálfgert úthverfi af höfuðborgarsvæðinu. Maður er ekki nema þrjátíu mínútur yfir fjallið,“ segir Ása Berglind en margir íbúanna aka á milli til vinnu. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss.Arnar Halldórsson Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, segir það stefnu bæjaryfirvalda að nota ekki lóðasölu sem tekjustofn. Þá sé gatnagerðargjöldum stillt í hóf. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir íbúum fjölga hratt. Verið sé að byggja nýjan leikskóla og áformað að stækka grunnskólann. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá sex mínútna kafla um Þorlákshöfn sem valkost barnafjölskyldna: Hér má heyra sögu íbúanna af því þegar þéttbýli hóf á myndast í Þorlákshöfn: Um land allt Ölfus Fjölskyldumál Tengdar fréttir Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. 27. nóvember 2022 23:33 Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 má heyra hversvegna fjölskyldur velja að flytja þangað úr borginni. Hrafnhildur segir að þar gátu þau keypt einbýlishús með stórum garði og tvöföldum bílskúr fyrir andvirði tveggja herbergja blokkaríbúðar í Reykjavík. Þau Hrafnhildur og Sigurður Steinar sóttu bæði vinnu til Reykjavíkur fyrstu fimm árin en það reyndist minna mál en þau héldu. Þau Hrafnhildur Árnadóttir og Sigurður Steinar Ásgeirsson eru áhugafólk um fjallahjólreiðar. Þau eru að byggja upp fyrirtækið Frostþurrkun í Þorlákshöfn.Úr einkasafni „Við vorum mjög hrædd við það þegar við fluttum af því að við höfðum ekkert bakland hérna,“ segir Hrafnhildur en strákarnir voru þá báðir á leikskólaaldri. „Þá kom það okkur svo mjög á óvart að það var svo mikið af fólki sem bauðst til að hjálpa til ef að við myndum festast vegna veðurs eða ef við kæmumst ekki á réttum tíma til að sækja strákana í leikskólann,“ segir Hrafnhildur. Ása Berglind Hjálmarsdóttir flutti aftur heim til Þorlákshafnar með fjölskylduna fyrir fjórum árum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi í Ölfusi.Arnar Halldórsson „Ég gafst bara dálítið upp á höfuðborgarsvæðinu og vildi komast aftur í þessa ró og frelsi fyrir börnin og þessa nálægð við allt,“ segir hún. „Við náttúrlega erum hálfgert úthverfi af höfuðborgarsvæðinu. Maður er ekki nema þrjátíu mínútur yfir fjallið,“ segir Ása Berglind en margir íbúanna aka á milli til vinnu. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss.Arnar Halldórsson Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, segir það stefnu bæjaryfirvalda að nota ekki lóðasölu sem tekjustofn. Þá sé gatnagerðargjöldum stillt í hóf. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir íbúum fjölga hratt. Verið sé að byggja nýjan leikskóla og áformað að stækka grunnskólann. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá sex mínútna kafla um Þorlákshöfn sem valkost barnafjölskyldna: Hér má heyra sögu íbúanna af því þegar þéttbýli hóf á myndast í Þorlákshöfn:
Um land allt Ölfus Fjölskyldumál Tengdar fréttir Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. 27. nóvember 2022 23:33 Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. 27. nóvember 2022 23:33
Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26
Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41