Sakfelldur fyrir að hjálpa konum að eignast börn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. desember 2022 16:01 Getty Images Danskur karlmaður hefur verið sektaður um andvirði hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir að gefa konum sæði sitt svo þær geti eignast barn. Maðurinn eignast brátt sitt 19. barn. Henrik er 54 ára frá Mið-Jótlandi í Danmörku. Honum finnst föðurhlutverkið dásamlegt og þegar hann átti orðið nokkur börn, þá fór hann að velta því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað öðru fólki, barnlausum pörum að upplifa þessa sömu hamingju. Auglýsti ókeypis sæðisgjöf á netinu Hann opnaði heimasíðu þar sem hann bauð ókeypis sæðisgjöf. Nokkrar konur hafa nú þegar þegið þessa aðstoð og eignast börn með aðstoð Henriks. En það er komið babb í bátinn. Það er andstætt dönskum lögum að gefa sæði sisona milliliðalaust í sprautu. Lögum samkvæmt þarf hver sá sem dreifir sæði sínu að hafa leyfi frá Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku. Og hún hafði alls ekki gefið Henrik leyfi til þess að gefa vandalausum sæði sitt. Lögunum er ætlað að tryggja að sæðisgjafar dreifi ekki arfgengum sjúkdómum, að löglegar skyldur sæðisgjafa gagnvart barni séu á hreinu og að vitað sé hversu mörg börn hver einstakur sæðisgjafi hafi eignast. Þessi skilyrði uppfylla sæðisbankar og aðrar stofnanir af þeim meiði, en það gerir Henrik hins vegar ekki. Þess vegna var hann dreginn fyrir dóm. Afhenti sæðið í sprautu Ef Henrik hefði farið hina hefðbundnu leið og haft samræði við konurnar, þá hefði löggjafinn ekki getað skipt sér af málinu. En þar sem Henrik afhenti viðkomandi konum ferskt sæði sitt í sprautu þá var hann þar með orðinn sekur um lögbrot. Henrik segir að hefðu konurnar verið gagnkynhneigðar þá hefði vafalaust verið þægilegra og auðveldari leið að hafa samræði til að geta börnin, en þar sem þessar konur eru allar samkynhneigðar þá kom það illa til greina. Hann segir að það eina sem vaki fyrir honum sé að gera öðru fólki greiða, veita þeim þá hamingju að eignast börn og sjálfur upplifa þá gleði að hafa fætt fleiri börn í þennan heim. Konurnar sem hafa þegið aðstoð Henriks, hafa sumar hverjar komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir undrun sinni á því að Henrik skuli sakfelldur fyrir að hjálpa öðru fólki. 18 barna faðir í Danmörku Hann var í síðustu viku dæmdur til að greiða 25.000 krónur danskar í sekt, en ella sæta 2ja vikna fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa hjálpað 5 konum að eignast börn. Sjálfur segist hann vera orðinn 18 barna faðir og að það 19. sé á leiðinni. Danmörk Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Henrik er 54 ára frá Mið-Jótlandi í Danmörku. Honum finnst föðurhlutverkið dásamlegt og þegar hann átti orðið nokkur börn, þá fór hann að velta því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað öðru fólki, barnlausum pörum að upplifa þessa sömu hamingju. Auglýsti ókeypis sæðisgjöf á netinu Hann opnaði heimasíðu þar sem hann bauð ókeypis sæðisgjöf. Nokkrar konur hafa nú þegar þegið þessa aðstoð og eignast börn með aðstoð Henriks. En það er komið babb í bátinn. Það er andstætt dönskum lögum að gefa sæði sisona milliliðalaust í sprautu. Lögum samkvæmt þarf hver sá sem dreifir sæði sínu að hafa leyfi frá Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku. Og hún hafði alls ekki gefið Henrik leyfi til þess að gefa vandalausum sæði sitt. Lögunum er ætlað að tryggja að sæðisgjafar dreifi ekki arfgengum sjúkdómum, að löglegar skyldur sæðisgjafa gagnvart barni séu á hreinu og að vitað sé hversu mörg börn hver einstakur sæðisgjafi hafi eignast. Þessi skilyrði uppfylla sæðisbankar og aðrar stofnanir af þeim meiði, en það gerir Henrik hins vegar ekki. Þess vegna var hann dreginn fyrir dóm. Afhenti sæðið í sprautu Ef Henrik hefði farið hina hefðbundnu leið og haft samræði við konurnar, þá hefði löggjafinn ekki getað skipt sér af málinu. En þar sem Henrik afhenti viðkomandi konum ferskt sæði sitt í sprautu þá var hann þar með orðinn sekur um lögbrot. Henrik segir að hefðu konurnar verið gagnkynhneigðar þá hefði vafalaust verið þægilegra og auðveldari leið að hafa samræði til að geta börnin, en þar sem þessar konur eru allar samkynhneigðar þá kom það illa til greina. Hann segir að það eina sem vaki fyrir honum sé að gera öðru fólki greiða, veita þeim þá hamingju að eignast börn og sjálfur upplifa þá gleði að hafa fætt fleiri börn í þennan heim. Konurnar sem hafa þegið aðstoð Henriks, hafa sumar hverjar komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir undrun sinni á því að Henrik skuli sakfelldur fyrir að hjálpa öðru fólki. 18 barna faðir í Danmörku Hann var í síðustu viku dæmdur til að greiða 25.000 krónur danskar í sekt, en ella sæta 2ja vikna fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa hjálpað 5 konum að eignast börn. Sjálfur segist hann vera orðinn 18 barna faðir og að það 19. sé á leiðinni.
Danmörk Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira