Hildur er öllum hnútum kunnug hjá Val og var í lykilhlutverki þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn 2021.
Hildur, sem er 28 ára gömul og er fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir tveggja ára samning við Val sem situr um þessar mundir í 3.sæti Subway deildarinnar.
Valur fær Grindavík í heimsókn í næstu umferð deildarinnar næstkomandi miðvikudag.