Söguleg skýring á óheppilegri staðsetningu hausaþurrkunar Samherja Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 10:34 Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. Fyrir liggur að staðsetning hausaþurrkunar Samherja á Dalvík er óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Sögulegar skýringar eru á staðsetningunni. Samherji hefur tekið ráðstafanir til að minnka lykt frá þurrkuninni. Þetta kemur fram í svarbréfi starfsmanna framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Svarbréfið var gert eftir kvörtun Kristjáns Vigfússonar undan megnri ólykt frá þurrkuninni. Meðal þess sem Kristján kvartaði yfir var að lyktin skerði loftgæði og lífsgæði íbúa Dalvíkur. Hausaþurrkunin er staðsett við Ránarbraut, nálægt höfninni í norðurhluta bæjarins. Kristján lagði fram fimmtán spurningar sem hann óskaði eftir því að bæjarstjóri myndi svara. Í svörum Dalvíkurbyggðar segir að HNE hafi gert kröfur um ráðstafanir til að draga úr lyktarmengun frá hausaþurrkuninni og að Samherji hafi brugðist við þeim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur gert til að draga úr lykt er að bæta verkferla ferskleika hráefnis, bætt vinnuferla og tekið í notkun búnað sem dregur úr lykt. Kristján spyr hvort það hafi eitthvað verið rætt hvort staðsetning lyktarmengandi starfsemi sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni. Í svarinu segir að það liggi fyrir að staðsetning hausaþurrkunarinnar sé óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðabyggð. Í samtali við Vísi fyrr á árinu lýsti einn íbúi Dalvíkur lyktinni þannig að hún væri svipuð og ef einhver myndi drepa fisk og geyma hann undir sófanum sínum í hálfan mánuð. Þá séu sögulegar skýringar á nálægðinni, að um sé að ræða hafnsækna starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar sem hefur átt sér stað yfir langan tíma. Lyktin sem kemur frá hausaþurrkuninni stigmagnast við einstaka bilanir eða frávik í starfsemi þar. Samherji er með eigin viðbragðsáætlun sem fer í gang við bilun. Lyktin er metin fyrst og fremst með lyktarskyni eftirlitsmanna en einnig er horft til upplifunar almennings. Þá eru til mælikvarðar fyrir ferskleika hráefnisins sem HNE notast við. Ekki er haldið utan um lyktarútbreiðslu með tölvulíkani þar sem sveitarfélagið gerir ekki kröfu til þess. Tengd skjöl Svar_við_kvörtun_á_DalvíkPDF196KBSækja skjal Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Loftgæði Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi starfsmanna framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Svarbréfið var gert eftir kvörtun Kristjáns Vigfússonar undan megnri ólykt frá þurrkuninni. Meðal þess sem Kristján kvartaði yfir var að lyktin skerði loftgæði og lífsgæði íbúa Dalvíkur. Hausaþurrkunin er staðsett við Ránarbraut, nálægt höfninni í norðurhluta bæjarins. Kristján lagði fram fimmtán spurningar sem hann óskaði eftir því að bæjarstjóri myndi svara. Í svörum Dalvíkurbyggðar segir að HNE hafi gert kröfur um ráðstafanir til að draga úr lyktarmengun frá hausaþurrkuninni og að Samherji hafi brugðist við þeim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur gert til að draga úr lykt er að bæta verkferla ferskleika hráefnis, bætt vinnuferla og tekið í notkun búnað sem dregur úr lykt. Kristján spyr hvort það hafi eitthvað verið rætt hvort staðsetning lyktarmengandi starfsemi sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni. Í svarinu segir að það liggi fyrir að staðsetning hausaþurrkunarinnar sé óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðabyggð. Í samtali við Vísi fyrr á árinu lýsti einn íbúi Dalvíkur lyktinni þannig að hún væri svipuð og ef einhver myndi drepa fisk og geyma hann undir sófanum sínum í hálfan mánuð. Þá séu sögulegar skýringar á nálægðinni, að um sé að ræða hafnsækna starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar sem hefur átt sér stað yfir langan tíma. Lyktin sem kemur frá hausaþurrkuninni stigmagnast við einstaka bilanir eða frávik í starfsemi þar. Samherji er með eigin viðbragðsáætlun sem fer í gang við bilun. Lyktin er metin fyrst og fremst með lyktarskyni eftirlitsmanna en einnig er horft til upplifunar almennings. Þá eru til mælikvarðar fyrir ferskleika hráefnisins sem HNE notast við. Ekki er haldið utan um lyktarútbreiðslu með tölvulíkani þar sem sveitarfélagið gerir ekki kröfu til þess. Tengd skjöl Svar_við_kvörtun_á_DalvíkPDF196KBSækja skjal
Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Loftgæði Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira