Eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtækjunum metnir á 354 milljarða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 08:05 Ráðherra staðfestir að ekki verður ráðist í frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fyrr en eftir umræður á Alþingi. Vísir/Arnar Samanlagt virði eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands nam 354 milljörðum króna miðað við sex mánaða uppgjör bankanna og hlutdeild ríkisins í eigin fé. Þá stóð eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka í 42,5 prósentum. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Þorbjörg spurði meðal annars um samanlagt virði allra eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem Bankasýsla ríkisins hefði umsjón með. „Samkvæmt ríkisreikningi 2021 var samanlagt virði eignarhlutanna þriggja í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands út frá eigin fé (hlutdeildarvirði) um 415 milljarðar kr. í lok 2021, en þá átti ríkið 65% hlut í Íslandsbanka. Við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sl. lækkaði hlutdeild ríkisins í eigin fé bankans í sama mæli og þar með einnig samanlagt virði ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með,“ segir í svarinu. Þorbjörg spurði einnig um „hið nýja fyrirkomulag við frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem ríkisstjórnin boðaði 19. apríl sl.“ og fékk þau svör að á þingmálaskrá væri gert ráð fyrir frumvarpi til laga um meðferð eingarhluta ríkisins í fyrirtækjum á haustþingi. „Í því frumvarpi, eða sérstöku frumvarpi sem lagt verður fram samhliða, verða settar fram tillögur um sölumeðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Ráðuneytið taldi rétt að bíða með að fullvinna tillögur um breytt fyrirkomulag þar til úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hefði verið gefin út og rædd á Alþingi. Horft verður til niðurstaðna skýrslunnar og ábendinga sem í henni koma fram við þá vinnu,“ segir í svari ráðherra. Þá er ítrekað að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í bili en þegar ný löggjöf liggi fyrir muni ákvörðun um mögulega sölu verða tekin fyrir á Alþingi. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Þorbjörg spurði meðal annars um samanlagt virði allra eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem Bankasýsla ríkisins hefði umsjón með. „Samkvæmt ríkisreikningi 2021 var samanlagt virði eignarhlutanna þriggja í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands út frá eigin fé (hlutdeildarvirði) um 415 milljarðar kr. í lok 2021, en þá átti ríkið 65% hlut í Íslandsbanka. Við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sl. lækkaði hlutdeild ríkisins í eigin fé bankans í sama mæli og þar með einnig samanlagt virði ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með,“ segir í svarinu. Þorbjörg spurði einnig um „hið nýja fyrirkomulag við frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem ríkisstjórnin boðaði 19. apríl sl.“ og fékk þau svör að á þingmálaskrá væri gert ráð fyrir frumvarpi til laga um meðferð eingarhluta ríkisins í fyrirtækjum á haustþingi. „Í því frumvarpi, eða sérstöku frumvarpi sem lagt verður fram samhliða, verða settar fram tillögur um sölumeðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Ráðuneytið taldi rétt að bíða með að fullvinna tillögur um breytt fyrirkomulag þar til úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hefði verið gefin út og rædd á Alþingi. Horft verður til niðurstaðna skýrslunnar og ábendinga sem í henni koma fram við þá vinnu,“ segir í svari ráðherra. Þá er ítrekað að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í bili en þegar ný löggjöf liggi fyrir muni ákvörðun um mögulega sölu verða tekin fyrir á Alþingi.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira