Fjölgun hvala í hafíssleysinu bendi til að vendipunkti hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 11:41 Langreyðar á svamli í Norður-Atlantshafi. Vísir/Getty Óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka í hafinu við Suðaustur-Grænland sem var áður þakið hafís er sagður benda til þess að vendipunkti hafi verið náð í umhverfisskilyrðum og vistkerfum þar. Hafís er nánast horfinn af svæðinu yfir sumarmánuðina. Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar. Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar.
Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira