Glænýr bóksölulisti Fibut: Ólafur Jóhann og Stefán Máni á mikilli siglingu Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2022 11:40 Ólafur Jóhann Ólafsson hefur verið á góðu flugi allan nóvember með bók sína, Játningu og situr í þriðja sæti skáldverkalistans þar sem hann skákar glæpasagnadrottningunni Yrsu Sigurðardóttur aðra vikuna í röð. Vísir/Vilhelm Eins og svo oft áður er helsta spurningin þessa jólabókaflóðs: Tekst einhverjum að velgja konungi bóksölunnar, Arnaldi Indriðasyni, undir uggum? Vísir birtir nú annan bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) og greina má ýmsar hrókeringar, þó kóngurinn sé fastur fyrir. Ólafur Jóhann Ólafsson hefur verið á góðu flugi allan nóvember með bók sína, Játningu og situr í þriðja sæti skáldverkalistans þar sem hann skákar glæpasagnadrottningunni Yrsu Sigurðardóttur aðra vikuna í röð. Í raun er Ólafur Jóhann sá eini sem eitthvað truflar glæpasagnahöfundana sem leggja undir sig efstu sæti bóksölulistans. Og vandséð er að sjá hvort og þá hvernig áhrif kynning á tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans í síðustu viku hafi áhrif á bóksöluna, eins og þeim þó er ætlað. Bók Yrsu, Gættu þinna handa situr í fjórða sæti skáldverkalistans en að henni sækir Hungur Stefáns Mána sem hefur verið í stórsókn að undanförnu, að sögn Bryndísar Loftsdóttur hjá Fíbút, sérfræðingi Vísis í bóksölunni. „Fyrir utan Ólaf Jóhann, þá held ég að við eigum enn eftir að sjá nokkrar breytingar á skáldverkalistanum, salan er enn að taka á sig mynd. Þetta er óhemju sterkt skáldverkaár, kanónur og vonarstjörnur í bland. Af þeim síðast töldu virðist Haukur Már Helgason líklegastur í augnablikinu til þess að bregða sér í líki svarta folans með bók sína, Tugthúsið,“ segir Bryndís. Aðrir minna þekktir höfundar sem hugsanlega gætu blandað sér í þann slag eru Skúli Sigurðsson með glæpasöguna Stóri bróðir sem tilnefnd var til Blóðdropans í síðustu viku. Einnig Pedro Gunnlaugur Garcia með bók sína, Lungu, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á dögunum. „Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir verða aðra vikuna í röð að sætta sig við annað sæti listans með Reykjavík glæpasaga. Þau skortir enn nokkuð á sölu til þess að fanga toppsætið en eru þó nær því en í síðustu viku.“ Að sögn Bryndísar er hart sótt að Arnaldi Indriðasyni þetta árið. „líkt og undanfarna ríflega tvo áratugi lætur hann öðrum eftir að fylla fjölmiðla og gerir nákvæmlega ekkert til að hvetja lesendur til að kaupa bækur sínar nema þetta, sem öllu máli skiptir, að senda árlega frá sér skáldverk í hæsta gæðaflokki. Titill nýjustu bókar hans, Kyrrþey, hlýtur að hafa staðið honum nærri hjarta,“ segir Bryndís. Mest seldu bækurnar 28. nóv. - 4. des. 2022 Skáldverk 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Hungur - Stefán Máni 6. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 7 Hamingja þessa heims – Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 10. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 11. Tugthúsið - Haukur Már Helgason 12. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir 13. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 14. Fjällbacka-serían : Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson 15. Opið haf - Einar Kárason 16. Tól - Kristín Eiríksdóttir 17. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir 18. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 19. Stóri bróðir - Skúli Sigurðsson 20. Stundum verða stökur til - Hjálmar Jónsson Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 2. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 4. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson 5. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa 6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen 7. Spítalastelpan - Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson 8. Prjónað á börnin af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir 9. Hetjurnar á HM - Illugi Jökulsson 10. Bakað meira með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir 11. Fimmaurabrandarar 4 - Endursögn: Fimmaurabrandara- fjelagið 12. Strand í gini gígsins - Surtseyjargosið og mannlífið í Eyjum - Ásmundur Friðriksson 13. Húðbókin - Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir 14. Tíminn minn 2023 - Björg Þórhallsdóttir 15. Sjöl og teppi, eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 16. Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls - Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson 17. Heimabarinn - Sérútgáfa - Andri Davíð Pétursson og Ivan Svanur Corvasce 18. Stiklur um undur Íslands - Ómar Ragnarsson, myndh. Friðþjófur Helgason 19. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson 20. Allt í blóma - Pottablómarækt við íslenskar aðstæður - Hafsteinn Hafliðason Barna- og unglingabækur 1. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 2. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 4. Orri óstöðvandi- Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 5. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 7. Jólaföndur - rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 8. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 9. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 10. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 11. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið 12. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 13. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 14. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 15. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 16. Gurra Grís - Gurra góða nótt - Mark Baker, þýð. Klara Helgadóttir 17. Litlu börnin læra orðin - Rhea Gaughan, þýð. Andri Karel Ásgeirsson 18. Jólasyrpa 2022 - Walt Disney 19. Risaeðlugengið - Fjársjóðsleitin - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson 20. Bóbó bangsi og jólin - Jólasaga með flipa til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson Mest seldu bækurnar í öllum flokkum 28. nóv – 4. des 2022 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinnahanda - Yrsa Sigurðardóttir 5. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 6. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 7. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 8. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 9. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 10. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 12. Hungur - Stefán Máni 13. Jólaföndur - Höfundar og þýðanda ekki getið 14. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 15. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 16. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 17. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 18. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 19. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 20. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið Mest seldu bækur ársins, frá 1. janúar til 4. desember 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 4. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 5. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 6. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 7. Hanni granni dansari - Gunnar Helgason 8. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 9. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 10. Natríumklóríð - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 11. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 12. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 13. Leyndarmálið - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal 14. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 15. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 16. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 17. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 18. Liðin tíð - Lee Child, þýð. Bjarni Gunnarsson 19. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 20. Jólaföndur - Höfundar og þýðanda ekki getið Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Katrín tilnefnd til bókmenntaverðlauna Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar. 1. desember 2022 17:37 Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. 29. nóvember 2022 13:36 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Vísir birtir nú annan bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) og greina má ýmsar hrókeringar, þó kóngurinn sé fastur fyrir. Ólafur Jóhann Ólafsson hefur verið á góðu flugi allan nóvember með bók sína, Játningu og situr í þriðja sæti skáldverkalistans þar sem hann skákar glæpasagnadrottningunni Yrsu Sigurðardóttur aðra vikuna í röð. Í raun er Ólafur Jóhann sá eini sem eitthvað truflar glæpasagnahöfundana sem leggja undir sig efstu sæti bóksölulistans. Og vandséð er að sjá hvort og þá hvernig áhrif kynning á tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans í síðustu viku hafi áhrif á bóksöluna, eins og þeim þó er ætlað. Bók Yrsu, Gættu þinna handa situr í fjórða sæti skáldverkalistans en að henni sækir Hungur Stefáns Mána sem hefur verið í stórsókn að undanförnu, að sögn Bryndísar Loftsdóttur hjá Fíbút, sérfræðingi Vísis í bóksölunni. „Fyrir utan Ólaf Jóhann, þá held ég að við eigum enn eftir að sjá nokkrar breytingar á skáldverkalistanum, salan er enn að taka á sig mynd. Þetta er óhemju sterkt skáldverkaár, kanónur og vonarstjörnur í bland. Af þeim síðast töldu virðist Haukur Már Helgason líklegastur í augnablikinu til þess að bregða sér í líki svarta folans með bók sína, Tugthúsið,“ segir Bryndís. Aðrir minna þekktir höfundar sem hugsanlega gætu blandað sér í þann slag eru Skúli Sigurðsson með glæpasöguna Stóri bróðir sem tilnefnd var til Blóðdropans í síðustu viku. Einnig Pedro Gunnlaugur Garcia með bók sína, Lungu, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á dögunum. „Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir verða aðra vikuna í röð að sætta sig við annað sæti listans með Reykjavík glæpasaga. Þau skortir enn nokkuð á sölu til þess að fanga toppsætið en eru þó nær því en í síðustu viku.“ Að sögn Bryndísar er hart sótt að Arnaldi Indriðasyni þetta árið. „líkt og undanfarna ríflega tvo áratugi lætur hann öðrum eftir að fylla fjölmiðla og gerir nákvæmlega ekkert til að hvetja lesendur til að kaupa bækur sínar nema þetta, sem öllu máli skiptir, að senda árlega frá sér skáldverk í hæsta gæðaflokki. Titill nýjustu bókar hans, Kyrrþey, hlýtur að hafa staðið honum nærri hjarta,“ segir Bryndís. Mest seldu bækurnar 28. nóv. - 4. des. 2022 Skáldverk 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Hungur - Stefán Máni 6. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 7 Hamingja þessa heims – Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 10. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 11. Tugthúsið - Haukur Már Helgason 12. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir 13. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 14. Fjällbacka-serían : Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson 15. Opið haf - Einar Kárason 16. Tól - Kristín Eiríksdóttir 17. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir 18. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 19. Stóri bróðir - Skúli Sigurðsson 20. Stundum verða stökur til - Hjálmar Jónsson Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 2. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 4. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson 5. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa 6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen 7. Spítalastelpan - Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson 8. Prjónað á börnin af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir 9. Hetjurnar á HM - Illugi Jökulsson 10. Bakað meira með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir 11. Fimmaurabrandarar 4 - Endursögn: Fimmaurabrandara- fjelagið 12. Strand í gini gígsins - Surtseyjargosið og mannlífið í Eyjum - Ásmundur Friðriksson 13. Húðbókin - Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir 14. Tíminn minn 2023 - Björg Þórhallsdóttir 15. Sjöl og teppi, eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 16. Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls - Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson 17. Heimabarinn - Sérútgáfa - Andri Davíð Pétursson og Ivan Svanur Corvasce 18. Stiklur um undur Íslands - Ómar Ragnarsson, myndh. Friðþjófur Helgason 19. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson 20. Allt í blóma - Pottablómarækt við íslenskar aðstæður - Hafsteinn Hafliðason Barna- og unglingabækur 1. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 2. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 4. Orri óstöðvandi- Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 5. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 7. Jólaföndur - rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 8. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 9. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 10. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 11. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið 12. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 13. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 14. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 15. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 16. Gurra Grís - Gurra góða nótt - Mark Baker, þýð. Klara Helgadóttir 17. Litlu börnin læra orðin - Rhea Gaughan, þýð. Andri Karel Ásgeirsson 18. Jólasyrpa 2022 - Walt Disney 19. Risaeðlugengið - Fjársjóðsleitin - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson 20. Bóbó bangsi og jólin - Jólasaga með flipa til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson Mest seldu bækurnar í öllum flokkum 28. nóv – 4. des 2022 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinnahanda - Yrsa Sigurðardóttir 5. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 6. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 7. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 8. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 9. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 10. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 12. Hungur - Stefán Máni 13. Jólaföndur - Höfundar og þýðanda ekki getið 14. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 15. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 16. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 17. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 18. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 19. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 20. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið Mest seldu bækur ársins, frá 1. janúar til 4. desember 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 4. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 5. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 6. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 7. Hanni granni dansari - Gunnar Helgason 8. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 9. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 10. Natríumklóríð - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 11. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 12. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 13. Leyndarmálið - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal 14. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 15. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 16. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 17. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 18. Liðin tíð - Lee Child, þýð. Bjarni Gunnarsson 19. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 20. Jólaföndur - Höfundar og þýðanda ekki getið
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Katrín tilnefnd til bókmenntaverðlauna Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar. 1. desember 2022 17:37 Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. 29. nóvember 2022 13:36 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Katrín tilnefnd til bókmenntaverðlauna Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar. 1. desember 2022 17:37
Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. 29. nóvember 2022 13:36