Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2022 15:45 Tilraunaverkefnið varð til í kjölfar kjarasamninga árið 2019-2020. Fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar fékk KPMG til að vinna stöðumat um verkefnið. Vísir/Vilhelm Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Í kjölfar kjarasamninga 2019-2020 hafa stofnanir ríkisins haft heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í allt að 36 virkar vinnustundir. Helsta markmiðið var sagt umbætur í starfsemi stofnana en breytingarnar áttu ekki að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu, né leiða til breytinga á launum eða launakostnaði. Um er að ræða tilraunaverkefni sem meta á fyrir lok samningstímans. Rætt var við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um skýrsluna í dag. Hann sagði meðal annars að farið yrði í að brýna fyrir stofnunum að viðhalda skilvirkni og gæðum samhliða styttingu vinnutímans. Í skýrslu KPMG segir að flestar stofnanir telji að heimsfaraldur kórónuveiru hafi hrint af stað hröðum breytingum og nýjum viðhorfum í menningu og starfsemi hins opinbera. Innleiðing vinnutímabreytinga og hámarksstytting hafi þar af leiðandi verið töluvert auðveldari þar sem stofnanir voru knúnar til að breyta mörgu hjá sér t.d. með breyttri fundarmenningu, fjarfundum, fjarvinnu og því hvernig starfsumhverfi er skilgreint. Starfsfólk stofnana er almennt ánægt með þær breytingar sem gerðar hafa verið með innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki hækkað launakostnað þeirra 30 stofnana sem stöðumatið nær til. Einnig er þó bent á ýmis tækifæri til úrbóta og betri framkvæmdar verkefnisins. Þannig er nefnt að meirihluti stofnana hafi farið strax í hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgt væri eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Í ríkiskerfinu skorti árangurs- og framleiðnimælingar og almennt þurfi að skerpa á markmiðasetningu og auka yfirsýn stjórnenda á mælikvörðum og gæðum þjónustu og innleiða verklag í því sambandi. Þá er það mat KPMG að stofnanir séu margar hverjar hvorki af þeirri stærð, né hafi mannauð og skipulag til að takast á við jafn viðamiklar breytingar og verkefnið betri vinnutími gerir kröfur um. Knappur undirbúningstími hafi ekki hjálpað til og stofnanir ekki náð fyllilega að knýja fram umbætur áður en vinnutímabreytingarnar komu til framkvæmda. Í skýrslunni eru eftirfarandi tækifæri til umbóta dregin fram: bætt nýting verkfæra um opinber fjármál aukinn stuðningur við stofnanir efld árangursstjórnun og eftirfylgni ráðuneyta samstillt rekstrarmódel með aukinni skilvirkni og samræmingu í stofnanakerfinu aukin áhersla á þjónustu og virðisaukandi starfsemi Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ætla að nýta niðurstöður stöðumatsins við næstu kjarasamningsgerð ásamt því að leggja áfram á það áherslu að styrkja stofnanakerfið og gera það burðugra til þess að sinna sínum kjarnaverkefnum. Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45 Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00 Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Í kjölfar kjarasamninga 2019-2020 hafa stofnanir ríkisins haft heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í allt að 36 virkar vinnustundir. Helsta markmiðið var sagt umbætur í starfsemi stofnana en breytingarnar áttu ekki að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu, né leiða til breytinga á launum eða launakostnaði. Um er að ræða tilraunaverkefni sem meta á fyrir lok samningstímans. Rætt var við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um skýrsluna í dag. Hann sagði meðal annars að farið yrði í að brýna fyrir stofnunum að viðhalda skilvirkni og gæðum samhliða styttingu vinnutímans. Í skýrslu KPMG segir að flestar stofnanir telji að heimsfaraldur kórónuveiru hafi hrint af stað hröðum breytingum og nýjum viðhorfum í menningu og starfsemi hins opinbera. Innleiðing vinnutímabreytinga og hámarksstytting hafi þar af leiðandi verið töluvert auðveldari þar sem stofnanir voru knúnar til að breyta mörgu hjá sér t.d. með breyttri fundarmenningu, fjarfundum, fjarvinnu og því hvernig starfsumhverfi er skilgreint. Starfsfólk stofnana er almennt ánægt með þær breytingar sem gerðar hafa verið með innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki hækkað launakostnað þeirra 30 stofnana sem stöðumatið nær til. Einnig er þó bent á ýmis tækifæri til úrbóta og betri framkvæmdar verkefnisins. Þannig er nefnt að meirihluti stofnana hafi farið strax í hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgt væri eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Í ríkiskerfinu skorti árangurs- og framleiðnimælingar og almennt þurfi að skerpa á markmiðasetningu og auka yfirsýn stjórnenda á mælikvörðum og gæðum þjónustu og innleiða verklag í því sambandi. Þá er það mat KPMG að stofnanir séu margar hverjar hvorki af þeirri stærð, né hafi mannauð og skipulag til að takast á við jafn viðamiklar breytingar og verkefnið betri vinnutími gerir kröfur um. Knappur undirbúningstími hafi ekki hjálpað til og stofnanir ekki náð fyllilega að knýja fram umbætur áður en vinnutímabreytingarnar komu til framkvæmda. Í skýrslunni eru eftirfarandi tækifæri til umbóta dregin fram: bætt nýting verkfæra um opinber fjármál aukinn stuðningur við stofnanir efld árangursstjórnun og eftirfylgni ráðuneyta samstillt rekstrarmódel með aukinni skilvirkni og samræmingu í stofnanakerfinu aukin áhersla á þjónustu og virðisaukandi starfsemi Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ætla að nýta niðurstöður stöðumatsins við næstu kjarasamningsgerð ásamt því að leggja áfram á það áherslu að styrkja stofnanakerfið og gera það burðugra til þess að sinna sínum kjarnaverkefnum. Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal
Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45 Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00 Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45
Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00
Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47