Elskar að henda sér út í djúpu laugina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. desember 2022 13:02 Listamaðurinn Halldór Eldjárn er tölvunarfræðingur að mennt en hann opnar listasýningu á morgun sem einkennist meðal annars af tækni og plöntum. Sigga Ella „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. Margt flott og fullt af mistökum Aðspurður hvað einkenni hann mest sem listamann segir Halldór: „Ég elska að henda mér út í djúpu laugina. Mér finnst svo gaman að læra nýja hluti svo verkin mín byggja oftar en ekki á því að ég kynni mér svo sem eins og eina nýja iðngrein í hvert skipti sem ég bý til nýtt konsept. Þetta er hugarfar sem ég hef alltaf búið yfir og mín bestu augnablik í listsköpun eru þegar ég er í uppfinningafasanum. Að prófa mig hægt og rólega áfram, þreifa um í myrkrinu og reka mig á hluti. Oft verður eitthvað mjög flott til úr því en auðvitað gerir maður líka fullt af mistökum.“ Halldór Eldjárn er einnig tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar Sykur.Sigga Ella Náttúran í gegnum auga stærðfræðinnar Foreldrar Halldórs virðast hafa haft mótandi áhrif á sköpunargleði hans. „Pabbi gaf mér fyrstu tölvuna mína þegar ég var fimm ára, það var gamla Macintosh Plus tölvan hans. Í henni gat ég teiknað svarthvítar myndir og prentað út á gamlan nálaprentara. Mamma er veðurfræðingur og hefur kennt mér margt um hvernig hægt er að fylgjast með náttúrunni í gegnum auga stærðfræðinnar. Allt í kringum okkur er hægt að herma með flóknum stærðfræðijöfnum.“ View this post on Instagram A post shared by Halldór Eldjárn (@halldorel) Halldór lærði svo forritun í háskólanum. „Þar kynntist ég alls konar aðferðum við að búa til falleg mynstur með hjálp stærðfræði og forritunar. Eitt af þeim mynstrum er það sem ég byggi myndirnar mínar á. Þannig að þessi samruni náttúrunnar og tækninnar er kannski mitt meginviðfangsefni og ég hef haldið mig mest í plönturíkinu hingað til. Mér finnst gaman hvernig er hægt að draga fram sál og karakter út úr tölvugerðum plöntumyndum.“ Samruni náttúru og tækni er meginviðfangsefni Halldórs Eldjárn.Sigga Ella Tilviljanatré og blek úr íslenskum krækiberjum Á sýningunni má finna safn hluta sem Halldór Eldjárn hefur unnið út frá sjálfsprettandi teikningum af ímynduðu plöntunni Herba Stochia eða Tilviljanatrénu en hann notast við einstakar leiðir í listsköpun sinni. „Tilviljanatréð er mín tilraun til þess að gera lífræna mynd með ólífrænum aðferðum. Aðferðin er tölvustýrður teikniarmur sem heldur á japönskum skrautskriftarpenna. Myndin í tölvunni er miklu harðari og línukenndari en það sem endar á blaðinu og er það að hluta til pennanum að þakka en líka blekinu sem ég nota, sem ég bý til sjálfur úr íslenskum krækiberjum. Það er misþykkt og fer eftir því hvernig ég sýð það hvort það sé þykkt eða þunnt, hvernig það rennur til og sest svo í pappírinn. Engar tvær myndir eru eins, ég keyri forritið alltaf frá grunni áður en ég teikna hverja einustu mynd. Þessar myndir hafa verið í sölu hjá mér síðustu tvö ár, en þegar það koma ný krækiber þá fer ég venjulega og geri nýja seríu. Þetta er svona árstíðabundin list og selst alltaf allt upp,“ segir Halldór. Tilviljanatré eftir Halldór, gerð með bleki úr íslenskum krækiberjum.Aðsend Plöntumynstur á kvittanapappír Annað verk sem verður til sýnis er Plöntuprentarinn, sem er vél sem hangir uppi á vegg og prentar út plöntumynstur á kvittanapappír. „Ég var að gera alls konar tilraunir með skynjara, meðal annars ljósnema sem segir manni hversu mikil birta er í rými. Mér datt í hug að það væri hægt að nota hann til að láta vélar bregðast við umhverfinu sínu. Eitt af því fyrsta sem ég byggði var taktmælir sem var hægt að stjórna með handahreyfingum, með því að sveifla höndinni taktvisst og búa til skugga á ljósnemann.“ Halldór segir að eitt það skemmtilegasta sem hann geri sé að prenta út.Aðsend Eftir að Halldór rakst á gamlan kvittaraprentara tók nostalgían við. „Ég fór að rifja upp Macintosh Plus dagana mína sem krakki, hvað það var ótrúlega gaman að teikna alls konar myndir í svarthvítu og sjá þær prentast út. Ég held það sé bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri, að prenta út. Ég tengdi því gamlan kvittanaprentara við ljósnemann og bjó til smá kóða sem reiknar út plöntumynstur og úr varð Plöntuprentarinn.“ Plöntuprentarinn virkar þannig að hann prentar virkilega hægt, örfáa millimetra á klukkutíma en er alltaf að vinna í stórri mynd. Áður en hann prentar hvert skref þá mælir hann ljósið og tekur alls konar ákvarðanir um hvort að hann ætli að bæta laufblöðum á plöntuna sem hann prentar. Það hefur einnig áhrif á hversu stór laufblöðin eru. „Þannig að ef hann er látinn ganga í nokkra daga þá sér maður hvernig plantan dafnar í birtu og dregst saman á nóttunni. Prentarinn skrásetur þannig sólarganginn og tímann. Mér finnst gott að hafa hann í gangi og skoða hann reglulega yfir daginn, maður fær betri tilfinningu fyrir hvernig tíminn lekur áfram.“ Plöntuprentarinn.Aðsend Treflar úr tölvustýrðum vefstól Halldór segir sýninguna hafa verið í vinnslu síðustu mánuði en þetta er þriðja sýning hans með Plöntuprenturum og Tilviljanatrjám. „Í þetta skiptið er ég líka með nýja trefla til sýnis, en þeir eru búnir til í tölvustýrðum vefstól og á þeim er sama mynstur og Plöntuprentararnir búa til. Ferlið hefur gengið vel, ég er farinn að þekkja það nokkuð vel, en þó ég noti græjur til að teikna þá er alltaf talsverð vinna fólgin í að gera blekið, fylla á pennana, sjá til þess að ekkert brenni yfir eða vélarnar gangi úr böndunum. Ég uppfærði líka alla kóðana svo að plönturnar eru aðeins öðruvísi en síðast, mér finnst skemmtilegt ef forritunarkóðinn minn er að breytast milli sýninga. Það getur svo vel verið að eitt og annað nýtt leynist á sýningunni.“ Hildur Holgersdóttir eiginkona Halldórs með trefil hannaðan af honum.Aðsend Opnunarhófið fer sem áður segir fram í STAK að Hverfisgötu 31 á morgun og verður á milli klukkan 17:00 og 19:00. Sýningin verður opin áfram yfir helgina, á milli klukkan 13:00-17:00 á föstudag og laugardag „Ég er bara gríðarlega spenntur að sýna þessa sýningu og vona að öll sem hafa áhuga geti gert sér ferð á sýninguna. Annars má líka alltaf hafa samband við mig beint ef að fólk langar að skoða utan sýningartíma eða bara spjalla eða spyrja út í verkin,“ segir Halldór að lokum. Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Margt flott og fullt af mistökum Aðspurður hvað einkenni hann mest sem listamann segir Halldór: „Ég elska að henda mér út í djúpu laugina. Mér finnst svo gaman að læra nýja hluti svo verkin mín byggja oftar en ekki á því að ég kynni mér svo sem eins og eina nýja iðngrein í hvert skipti sem ég bý til nýtt konsept. Þetta er hugarfar sem ég hef alltaf búið yfir og mín bestu augnablik í listsköpun eru þegar ég er í uppfinningafasanum. Að prófa mig hægt og rólega áfram, þreifa um í myrkrinu og reka mig á hluti. Oft verður eitthvað mjög flott til úr því en auðvitað gerir maður líka fullt af mistökum.“ Halldór Eldjárn er einnig tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar Sykur.Sigga Ella Náttúran í gegnum auga stærðfræðinnar Foreldrar Halldórs virðast hafa haft mótandi áhrif á sköpunargleði hans. „Pabbi gaf mér fyrstu tölvuna mína þegar ég var fimm ára, það var gamla Macintosh Plus tölvan hans. Í henni gat ég teiknað svarthvítar myndir og prentað út á gamlan nálaprentara. Mamma er veðurfræðingur og hefur kennt mér margt um hvernig hægt er að fylgjast með náttúrunni í gegnum auga stærðfræðinnar. Allt í kringum okkur er hægt að herma með flóknum stærðfræðijöfnum.“ View this post on Instagram A post shared by Halldór Eldjárn (@halldorel) Halldór lærði svo forritun í háskólanum. „Þar kynntist ég alls konar aðferðum við að búa til falleg mynstur með hjálp stærðfræði og forritunar. Eitt af þeim mynstrum er það sem ég byggi myndirnar mínar á. Þannig að þessi samruni náttúrunnar og tækninnar er kannski mitt meginviðfangsefni og ég hef haldið mig mest í plönturíkinu hingað til. Mér finnst gaman hvernig er hægt að draga fram sál og karakter út úr tölvugerðum plöntumyndum.“ Samruni náttúru og tækni er meginviðfangsefni Halldórs Eldjárn.Sigga Ella Tilviljanatré og blek úr íslenskum krækiberjum Á sýningunni má finna safn hluta sem Halldór Eldjárn hefur unnið út frá sjálfsprettandi teikningum af ímynduðu plöntunni Herba Stochia eða Tilviljanatrénu en hann notast við einstakar leiðir í listsköpun sinni. „Tilviljanatréð er mín tilraun til þess að gera lífræna mynd með ólífrænum aðferðum. Aðferðin er tölvustýrður teikniarmur sem heldur á japönskum skrautskriftarpenna. Myndin í tölvunni er miklu harðari og línukenndari en það sem endar á blaðinu og er það að hluta til pennanum að þakka en líka blekinu sem ég nota, sem ég bý til sjálfur úr íslenskum krækiberjum. Það er misþykkt og fer eftir því hvernig ég sýð það hvort það sé þykkt eða þunnt, hvernig það rennur til og sest svo í pappírinn. Engar tvær myndir eru eins, ég keyri forritið alltaf frá grunni áður en ég teikna hverja einustu mynd. Þessar myndir hafa verið í sölu hjá mér síðustu tvö ár, en þegar það koma ný krækiber þá fer ég venjulega og geri nýja seríu. Þetta er svona árstíðabundin list og selst alltaf allt upp,“ segir Halldór. Tilviljanatré eftir Halldór, gerð með bleki úr íslenskum krækiberjum.Aðsend Plöntumynstur á kvittanapappír Annað verk sem verður til sýnis er Plöntuprentarinn, sem er vél sem hangir uppi á vegg og prentar út plöntumynstur á kvittanapappír. „Ég var að gera alls konar tilraunir með skynjara, meðal annars ljósnema sem segir manni hversu mikil birta er í rými. Mér datt í hug að það væri hægt að nota hann til að láta vélar bregðast við umhverfinu sínu. Eitt af því fyrsta sem ég byggði var taktmælir sem var hægt að stjórna með handahreyfingum, með því að sveifla höndinni taktvisst og búa til skugga á ljósnemann.“ Halldór segir að eitt það skemmtilegasta sem hann geri sé að prenta út.Aðsend Eftir að Halldór rakst á gamlan kvittaraprentara tók nostalgían við. „Ég fór að rifja upp Macintosh Plus dagana mína sem krakki, hvað það var ótrúlega gaman að teikna alls konar myndir í svarthvítu og sjá þær prentast út. Ég held það sé bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri, að prenta út. Ég tengdi því gamlan kvittanaprentara við ljósnemann og bjó til smá kóða sem reiknar út plöntumynstur og úr varð Plöntuprentarinn.“ Plöntuprentarinn virkar þannig að hann prentar virkilega hægt, örfáa millimetra á klukkutíma en er alltaf að vinna í stórri mynd. Áður en hann prentar hvert skref þá mælir hann ljósið og tekur alls konar ákvarðanir um hvort að hann ætli að bæta laufblöðum á plöntuna sem hann prentar. Það hefur einnig áhrif á hversu stór laufblöðin eru. „Þannig að ef hann er látinn ganga í nokkra daga þá sér maður hvernig plantan dafnar í birtu og dregst saman á nóttunni. Prentarinn skrásetur þannig sólarganginn og tímann. Mér finnst gott að hafa hann í gangi og skoða hann reglulega yfir daginn, maður fær betri tilfinningu fyrir hvernig tíminn lekur áfram.“ Plöntuprentarinn.Aðsend Treflar úr tölvustýrðum vefstól Halldór segir sýninguna hafa verið í vinnslu síðustu mánuði en þetta er þriðja sýning hans með Plöntuprenturum og Tilviljanatrjám. „Í þetta skiptið er ég líka með nýja trefla til sýnis, en þeir eru búnir til í tölvustýrðum vefstól og á þeim er sama mynstur og Plöntuprentararnir búa til. Ferlið hefur gengið vel, ég er farinn að þekkja það nokkuð vel, en þó ég noti græjur til að teikna þá er alltaf talsverð vinna fólgin í að gera blekið, fylla á pennana, sjá til þess að ekkert brenni yfir eða vélarnar gangi úr böndunum. Ég uppfærði líka alla kóðana svo að plönturnar eru aðeins öðruvísi en síðast, mér finnst skemmtilegt ef forritunarkóðinn minn er að breytast milli sýninga. Það getur svo vel verið að eitt og annað nýtt leynist á sýningunni.“ Hildur Holgersdóttir eiginkona Halldórs með trefil hannaðan af honum.Aðsend Opnunarhófið fer sem áður segir fram í STAK að Hverfisgötu 31 á morgun og verður á milli klukkan 17:00 og 19:00. Sýningin verður opin áfram yfir helgina, á milli klukkan 13:00-17:00 á föstudag og laugardag „Ég er bara gríðarlega spenntur að sýna þessa sýningu og vona að öll sem hafa áhuga geti gert sér ferð á sýninguna. Annars má líka alltaf hafa samband við mig beint ef að fólk langar að skoða utan sýningartíma eða bara spjalla eða spyrja út í verkin,“ segir Halldór að lokum.
Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira