Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2022 18:15 Hannes Þór Halldórsson leikstjóri er búinn að gera smókinginn kláran fyrir laugardaginn. Í viðtalinu var Hannes spurður út í verðlaunin, verkefnin framundan, Messi spyrnuna sem hann varði og margt fleira. Vísir/Vilhelm Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. Leikstjóri Leynilöggu er Hannes Þór Halldórsson og Lífið tók púlsinn á honum fyrir laugardaginn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Handritið að myndinni eiga auk Hannesar þau Nína Petersen, Sverrir Þór Sverrisson, Auðunn Blöndal, Egill Einarsson. Framleiðendur eru þau Lilja Ósk Snorradóttir og Elli Cassata. Myndin var framleidd af Pegasus. „Það er kominn firðringur í okkur og við erum búin að hlakka mikið til,“ segir Hannes um stemninguna fyrir verðlaunahátíðinni. Sjálfur er hann búinn að skrifa þakkarræðu, svona til öryggis. Svo setti hann brúðkaups smókinginn sinn frá árinu 2017 í pressun. „Ég er búinn að vera í smá átaki til að komast í hann.“ EM í kvikmyndagerð Einhverjir hafa líkt tilnefningu Leynilöggu til verðlaunanna um helgina við það að íslenska landsliðið ætti séns á að vinna Evrópumót í knattspyrnu. Hannes Þór var spurður hvort að sú samlíking væri rétt. „Þetta er mjög stór hátíð og sú stærsta í Evrópu, stærstu verðlaunin. Það hefur verið talað um þetta sem Evrópska Óskarinn. Fyrir okkur held ég að þetta sé ekkert ósvipað og íslenska landsliðið að komast á stórmót og það sem gerist þar er bara bónus. Sigurinn fyrir okkur er bara þessi tilnefning.“ Hann gat þó ekki valið á milli hvort tilnefningin eða spyrnan sem hann varði frá Messi á HM árið 2018 væri meiri hápunktur. „Þú getur ekki stillt mér upp við þennan vegg.“ Sífellt að koma á óvart Hannes Þór segir að hópurinn hafi gert þessa mynd fyrir íslensk kvikmyndahús en verkefnið varð svo miklu stærra en það. „Við vorum að gera grínmynd fyrir íslenskan markað, við ætluðum bara að gera skemmtilega mynd fyrir íslenska kvikmyndahúsagesti.“ Myndin Leynilögga hafi síðan vaxið og vaxið. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hefur hún verið þýdd yfir á mörg tungumál, verið sýnd víða um heiminn og Hannes Þór hlotið verðlaun fyrir leikstjórnina. „Hún er sífellt að koma okkur á óvart,“ segir Hannes stoltur. Þrjár myndir í flokknum Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Hörpu. Eins og komið hefur fram hér á Vísi er talið að margir þekktir leikstjórarar og leikarar muni sækja landið heim en þá má búast við um sjö hundruð erlendum gestum og um hundrað erlendum blaðamönnum. Hannes vonast til þess að Javier Bardem mæti í Hörpu, en hans mynd er tilnefnd í sama flokki og myndin Leynilögga. Leynilögga keppir í flokki gamanmynda og eru þrjár myndir tilnefndar í þeim flokki. Leynilögga í leikstjórn Hannes Þórs Halldórssonar, El Buen Patrón í leikstjórn Fernando León de Arona frá Spáni og La Fracrure í leikstjórn Catherine Corsini frá Frakklandi. Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki. Sýnt verður beint frá verðlaununum í streymi. Mörg járn í eldinum Eins og kom fram á Vísi í síðasta mánuði er hugmyndavinnan hafin af framhaldsmynd að Leynilöggu. „Það er fín stemning í hópnum varðandi það. Þessi velgengni og þetta sem er að gerast á laugardaginn viðheldur og kveikir í því. Við erum öll peppuð að halda áfram og mér finnst líklegt að það gerst,“ sagði Hannes um stöðuna á því verkefni. Búið er að taka einhverja hugmyndafundi en Hannes gaf þó ekki upp ákveðnar tímasetningar með það hvenær myndin gæti birst á skjám kvikmyndahúsa landsins. Hannes Þór hefur í nógu að snúast þessa dagana og er með mörg járn í eldinum. „Ég er búinn að ganga frá samningum að leikstýra sjónvarpsseríu með Glassriver. Svo keypti ég réttin að Húsinu, bók sem Stefán Máni gerði og hún er í þróun. Svo vorum við náttúrulega að ræða Leynilöggu 2. Það sem er mesti krafturinn í er ný hasargrínmynd í vinnslu sem ég er að þróa með Pegasus.“ Hann gat þó ekki gefið mikið upp um verkefnið á þessum tímapunkti en sagði þó að hann væri að vinna handritið með Steinda og Völu Kristínu, sem er þekktust fyrir Venjulegt fólk. „Hún er með mörgum þekktum andlitum og gerist á erlendri grundu. Það er mjög skemmtilegt og spennandi verkefni.“ Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Harpa Tengdar fréttir Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Tuttugu vinsælustu kvikmyndir ársins 2021 á Íslandi Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum hér á landi. Íslenska kvikmyndin Leynilögga var í öðru sæti listans. 18. janúar 2022 10:48 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Leikstjóri Leynilöggu er Hannes Þór Halldórsson og Lífið tók púlsinn á honum fyrir laugardaginn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Handritið að myndinni eiga auk Hannesar þau Nína Petersen, Sverrir Þór Sverrisson, Auðunn Blöndal, Egill Einarsson. Framleiðendur eru þau Lilja Ósk Snorradóttir og Elli Cassata. Myndin var framleidd af Pegasus. „Það er kominn firðringur í okkur og við erum búin að hlakka mikið til,“ segir Hannes um stemninguna fyrir verðlaunahátíðinni. Sjálfur er hann búinn að skrifa þakkarræðu, svona til öryggis. Svo setti hann brúðkaups smókinginn sinn frá árinu 2017 í pressun. „Ég er búinn að vera í smá átaki til að komast í hann.“ EM í kvikmyndagerð Einhverjir hafa líkt tilnefningu Leynilöggu til verðlaunanna um helgina við það að íslenska landsliðið ætti séns á að vinna Evrópumót í knattspyrnu. Hannes Þór var spurður hvort að sú samlíking væri rétt. „Þetta er mjög stór hátíð og sú stærsta í Evrópu, stærstu verðlaunin. Það hefur verið talað um þetta sem Evrópska Óskarinn. Fyrir okkur held ég að þetta sé ekkert ósvipað og íslenska landsliðið að komast á stórmót og það sem gerist þar er bara bónus. Sigurinn fyrir okkur er bara þessi tilnefning.“ Hann gat þó ekki valið á milli hvort tilnefningin eða spyrnan sem hann varði frá Messi á HM árið 2018 væri meiri hápunktur. „Þú getur ekki stillt mér upp við þennan vegg.“ Sífellt að koma á óvart Hannes Þór segir að hópurinn hafi gert þessa mynd fyrir íslensk kvikmyndahús en verkefnið varð svo miklu stærra en það. „Við vorum að gera grínmynd fyrir íslenskan markað, við ætluðum bara að gera skemmtilega mynd fyrir íslenska kvikmyndahúsagesti.“ Myndin Leynilögga hafi síðan vaxið og vaxið. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hefur hún verið þýdd yfir á mörg tungumál, verið sýnd víða um heiminn og Hannes Þór hlotið verðlaun fyrir leikstjórnina. „Hún er sífellt að koma okkur á óvart,“ segir Hannes stoltur. Þrjár myndir í flokknum Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Hörpu. Eins og komið hefur fram hér á Vísi er talið að margir þekktir leikstjórarar og leikarar muni sækja landið heim en þá má búast við um sjö hundruð erlendum gestum og um hundrað erlendum blaðamönnum. Hannes vonast til þess að Javier Bardem mæti í Hörpu, en hans mynd er tilnefnd í sama flokki og myndin Leynilögga. Leynilögga keppir í flokki gamanmynda og eru þrjár myndir tilnefndar í þeim flokki. Leynilögga í leikstjórn Hannes Þórs Halldórssonar, El Buen Patrón í leikstjórn Fernando León de Arona frá Spáni og La Fracrure í leikstjórn Catherine Corsini frá Frakklandi. Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki. Sýnt verður beint frá verðlaununum í streymi. Mörg járn í eldinum Eins og kom fram á Vísi í síðasta mánuði er hugmyndavinnan hafin af framhaldsmynd að Leynilöggu. „Það er fín stemning í hópnum varðandi það. Þessi velgengni og þetta sem er að gerast á laugardaginn viðheldur og kveikir í því. Við erum öll peppuð að halda áfram og mér finnst líklegt að það gerst,“ sagði Hannes um stöðuna á því verkefni. Búið er að taka einhverja hugmyndafundi en Hannes gaf þó ekki upp ákveðnar tímasetningar með það hvenær myndin gæti birst á skjám kvikmyndahúsa landsins. Hannes Þór hefur í nógu að snúast þessa dagana og er með mörg járn í eldinum. „Ég er búinn að ganga frá samningum að leikstýra sjónvarpsseríu með Glassriver. Svo keypti ég réttin að Húsinu, bók sem Stefán Máni gerði og hún er í þróun. Svo vorum við náttúrulega að ræða Leynilöggu 2. Það sem er mesti krafturinn í er ný hasargrínmynd í vinnslu sem ég er að þróa með Pegasus.“ Hann gat þó ekki gefið mikið upp um verkefnið á þessum tímapunkti en sagði þó að hann væri að vinna handritið með Steinda og Völu Kristínu, sem er þekktust fyrir Venjulegt fólk. „Hún er með mörgum þekktum andlitum og gerist á erlendri grundu. Það er mjög skemmtilegt og spennandi verkefni.“
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Harpa Tengdar fréttir Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Tuttugu vinsælustu kvikmyndir ársins 2021 á Íslandi Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum hér á landi. Íslenska kvikmyndin Leynilögga var í öðru sæti listans. 18. janúar 2022 10:48 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13
Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17
Tuttugu vinsælustu kvikmyndir ársins 2021 á Íslandi Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum hér á landi. Íslenska kvikmyndin Leynilögga var í öðru sæti listans. 18. janúar 2022 10:48