Sigur Króatíu sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 07:01 Króatar höfðu ærna ástæðu til að fagna í gær. Etsuo Hara/Getty Images Heimsmeistaramótið í Katar heldur áfram að koma á óvart og sigur Króatíu gegn Brasilíu í átta liða úrslitum í gær var sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Króatía og Brasilía áttust við í háspennuleik í átta liða úrslitum í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma, en liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Króatarnir sem reyndust sterkari og liðið því á leið í undanúrslit í annað skiptið í röð þar sem Argentína verður mótherjinn. Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur haldið vel utan um öll gögn á þessu heimsmeistaramóti eins og svo oft áður. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins var Brasilía sigurstranglegasta þjóðin áður en mótið hófst. Nú eru Brassar hins vegar úr leik og þjóðin þarf því að bíða enn lengur eftir sínum sjötta heimsmeistaratitli. Samkvæmt gögnum Gracenote átti Króatía aðeins 30,3 prósent möguleika á því að slá Brasilíu úr leik, sem gerir þetta að næst óvæntustu úrslitum í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Óvæntustu úrslit útsláttarkeppni HM frá upphafi komu árið 1994 þegar Búlgaría sló Þýskaland úr leik, en samkvæmt Gracenote voru aðeins 30 prósent líkur á því að það myndi gerast. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Gracenote á tíu óvæntustu úrslitum útsláttarkeppni HM frá upphafi. 1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur HM 2022 í Katar Króatía Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Króatía og Brasilía áttust við í háspennuleik í átta liða úrslitum í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma, en liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Króatarnir sem reyndust sterkari og liðið því á leið í undanúrslit í annað skiptið í röð þar sem Argentína verður mótherjinn. Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur haldið vel utan um öll gögn á þessu heimsmeistaramóti eins og svo oft áður. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins var Brasilía sigurstranglegasta þjóðin áður en mótið hófst. Nú eru Brassar hins vegar úr leik og þjóðin þarf því að bíða enn lengur eftir sínum sjötta heimsmeistaratitli. Samkvæmt gögnum Gracenote átti Króatía aðeins 30,3 prósent möguleika á því að slá Brasilíu úr leik, sem gerir þetta að næst óvæntustu úrslitum í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Óvæntustu úrslit útsláttarkeppni HM frá upphafi komu árið 1994 þegar Búlgaría sló Þýskaland úr leik, en samkvæmt Gracenote voru aðeins 30 prósent líkur á því að það myndi gerast. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Gracenote á tíu óvæntustu úrslitum útsláttarkeppni HM frá upphafi. 1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur
1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur
HM 2022 í Katar Króatía Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira