Fótbolti

Annar fjölmiðlamaður lést á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grant Wahl var minnst í blaðamannaherberginu á leik Englendinga og Frakka á HM um helgina.
Grant Wahl var minnst í blaðamannaherberginu á leik Englendinga og Frakka á HM um helgina. AP/Graham Dunbar

Fleiri fréttir berast nú af því að fjölmiðlamenn á heimsmeistaramótinu í Katar skili sér ekki heim af mótinu.

Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl lést eftir að hafa hnigið niður í blaðamannaaðstöðunni á leik Argentínu og Hollands á HM í Katar á föstudagskvöldið en hann er ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem hefur látið lífið á mótinu.

Gulf Times sagði frá því að Khalid al-Misslam, ljósmyndari Al Kass sjónvarpsstöðvarinnar, hafi dáið skyndilega á laugardaginn en hann var að vinna við heimsmeistaramótið.

Al Kass TV sagði aðeins lítillega frá dauða ljósmyndara síns í beinni útsendingu þeirra og það lítur út fyrir að þeir séu að bíða eftir meiri upplýsingum um hvað gerðist.

Það hafa ekki komið fram frekari upplýsingar um hvað leiddi Al-Misslam til dauða.

Hinn 48 ára gamli Grant Wahl var virkur á Twitter yfir leik Argentínu og Hollands. Setti hann inn ýmsar færslur um leikinn þangað til hann hneig niður og lést þegar leikurinn var kominn í framlengingu. Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu en Grant var úrskurðaður látinn við komuna á Hamad General-spítalann.

Grant hafði verið að glíma við lungnabólgu í rúma viku en bróðir hans, Erik Wahl, trúir hreinlega ekki að hún hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur.


Tengdar fréttir

Bróðir blaða­mannsins sem lést í Katar telur að hann hafi verið myrtur

Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Grant Wahl lést í gær 48 ára að aldri. Hann var í Katar að fjalla um HM í fótbolta og hneig niður í leik Argentínu og Hollands. Bróðir hans, Erik Wahl, segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur.

Blaða­maður sem mót­mælti regn­boga­reglum á HM er látinn

Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×