Lífið tók óvænta beygju hjá Martin Hermannssyni þegar hann sleit krossband í vor eftir að hafa farið nánast meiðslalaus í gegnum allan sinn feril. Meiðslin hafa gefið honum nýja sýn og veitt honum tækifæri til að njóta lífsins án erilsins og ferðalaganna sem fylgja lífi atvinnumanns í körfubolta. Martin var að spila með Valencia í úrslitakeppni spænsku deildarinnar í vor þegar hann steig illa niður og var strax ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum ferilinn, hingað til, aldrei lent í rífa neitt, eða brotið eða slitið, en þarna fann ég það bara. Þetta var tilfinning sem ég hef aldrei fundið áður þar sem fer ekkert á milli mála að það var eitthvað alvarlegt sem gerðist,“ segir Martin í viðtali við Stöð 2. Hann segist fljótt hafa jafnað sig andlega eftir áfallið. „Daginn eftir fór ég í myndatöku og þá kom í ljós að þetta væri slitið. Þá náttúrulega koma ennþá fleiri tilfinningar og erfitt að taka þetta allt inn. Viku seinna var ég farinn í aðgerð og þá þurfti maður bara að breyta hugarfarinu, setja ný markmið og tækla það,“ Hálfleikur á ferlinum „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ segir Martin. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina,“ segir Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ segir Martin. Samningur Martins við Valencia var að renna út þegar hann sleit krossbandið. Félagið sýndi honum hins vegar mikið traust og framlengdi samning hans, ekki bara um eitt, heldur tvö ár. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ segir Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. Martin segir Valencia hafa sýnt sér mikið traust.Sonia Canada/Getty Images „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin. Ár sem mun standa upp úr margan hátt Hann hefur ekkert spilað undanfarna sex mánuði eftir að hann sleit krossbandið en Martin varði dýrmætum tíma með fjölskyldunni meðan hann var frá vegna meiðslanna. „Við vorum dugleg að gera eitthvað, til dæmis að fara út á kvöldin og borða. Við erum búin að kynnast fullt af nýju fólki í Valencia og eignast marga góða vini. Ég hef líka spilað golf,“ sagði Martin. Martin ásamt Önnu Maríu og syninum Manúel.Instagram/@annamariabj Martin og kona hans, Anna María Bjarnadóttir, eiga einn son, Manúel. Hún fær meiri hjálp heima fyrir þegar Martin getur ekki spilað. „Hún fagnaði þessu ekki fyrst. Hún kom alveg hágrátandi inn í klefa og þetta tók mikið á hana. En henni finnst þetta orðið frekar þægilegt núna og ég er að reyna að passa mig að segja henni að venjast þessu lífi ekki. Þetta er stuttur tími og vonandi verð ég kominn út á völlinn sem fyrst,“ sagði Martin. Hann kann vel við sig í Valenciu. „Það eru algjör forréttindi að búa á svona stað. Það er gott veður allt árið. Þetta er líf sem mann dreymdi um þegar maður var yngri og við höfum það rosalega gott. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Martin. „Þegar maður horfir til baka eftir ferilinn horfir maður kannski á þetta ár og hugsar: mikið var þetta gaman, að geta verið með fjölskyldunni í Valenciu, liðið vel, skrokkurinn góður, vinna í sjálfum mér og styrkja fjölskyldutengslin. Þegar maður horfir til baka mun þetta ár standa upp úr á margan hátt.“ Verður erfitt að kveðja Valenciu Martin lék háskólabolta í Bandaríkjunum og hefur þá leikið sem atvinnumaður í bæði Frakklandi og Þýskalandi áður en hann flutti til Spánar. Hann segist kunna best við sig þar af þeim stöðum sem hann hefur búið. Martin lék með Alba Berlín áður en hann skipti til Valencia.VÍSIR/GETTY „Þetta er kannski orðið mesta heimilið. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á sama stað í þrjú ár og við erum búin að byggja upp lífið okkar þarna,“ „Heimilið okkar er þarna og við vorum einmitt að ræða það um daginn að það verður rosalega erfitt að kveðja þennan stað. Maður vill vera þarna sem lengst því þetta er ein besta deild í Evrópu og lið sem ætlar sér stóra hluti. Það eru ekkert mörg lið sem ég gæti farið í til þess að hafa það eitthvað betra,“ Hefur trú á að uppeldisfélagið snúi blaðinu við „Ég held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ segir Martin. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ segir Martin. Martin er uppalinn hjá KR og er þess fullviss að félagið snúi blaðinu við.Vísir/Daníel „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin um stöðu síns gamla félags. „Maður veit aldrei hvenær þetta tækifæri gefst aftur“ Martin hefur þurft að horfa á íslenska landsliðið á sjónvarpsskjánum á meðan hann hefur glímt við meiðslin. Ísland sækist eftir því að komast á HM í körfubolta í fyrsta sinn og segir Martin afar erfitt að geta ekki hjálpað til. „Það var rosalega erfitt. Staðan sem við erum í, það eru tólf Evrópuþjóðir sem fara á HM, og að vera að setja Ísland inn í það samhengi er náttúrulega galið. Það er rosalega erfitt að geta ekki tekið þátt í því, maður sá bara í síðasta glugga hvað þurfti lítið til og ég tel mig geta hjálpað eitthvað,“ „Það er kannski erfitt ef það tekst ekki og maður horfir til baka að hafa ekki getað tekið þátt í að koma liðinu á HM, af því að maður veit aldrei hvenær þetta tækifæri gefst aftur. En á sama tíma horfum við á landsliðið okkar og sjáum hvað við eigum marga góðan körfuboltamenn og hvað við erum orðnir góðir í körfubolta sem þjóð,“ „Það gefur manni líka góða tilfinningu fyrir því að ef þetta gerist ekki núna, þá gerist þetta á næstu árum, alveg 100 prósent,“ Landsleikjametið út um gluggann Martin hefur áður misst af landsleikjum og raunar lítið spilað síðustu ár. Ástæða þess er að Valencia hefur spilað í Evrópudeildinni (e. EuroLeague) en sú deild er einkarekin, án aðkomu Alþjóðakörfuboltasambandsins FIBA, og Evrópuleikirnir spilaðir á sama tíma og landsleikir. „Það er náttúrulega bara fáránlegt að þetta sé staðan, að það sé ekki einhvern veginn hægt að hafa alla bestu leikmennina vel hverju sinni. En svo kemur það sér líka vel fyrir okkur Íslendingana að þeir bestu séu ekki alltaf vel,“ Martin var snemma búinn að spila tugi landsleikja.Vísir/AFP „Það er auðvitað mjög leiðinlegt og ég geri oft grín að því að ég hélt ég væri að fara að bæta þetta landsleikjamet. Ég var mjög ungur kominn í 65-70 leiki og ég held ég hafi spilað 6-7 leiki síðan á síðustu fimm árum. En þetta er bara orðinn minn raunveruleiki og ekkert sem ég get gert í þessu, það er auðvitað Valencia sem borgar launin mín,“ Fengið góðan skóla Líkt og hinn 28 ára gamli Martin nefnir lítur hann á þetta ár og meiðslin sem ákveðin hálfleik á sínum ferli. Hann hefur verið erlendis í um níu ár og segir þetta hafa verið fljótt að líða. „Þetta er búið að vera rosalega fljótt að líða, ég er búinn að vera úti í níu ár núna. Maður er alltaf að hugsa ég þarf að fara að mennta mig eða gera þetta eða hitt, og svo eru allt í einu bara liðin níu ár,“ segir Martin sem kveðst hafa lært mikið á þessum árum. Martin kveðst ekki kvíða því að ljúka ferlinum.JM Casares/Euroleague Basketball via Getty Images „En á sama tíma er skólinn sem ég hef fengið á þessum níu árum, að búa í mismunandi menningarheimum, kynnast mögnuðu fólki sem er að gera stóra hluti, að aðlaga mig að allskonar karakterum og þurfa að vera leiðtogi og leikmaður sem dregur aðeins til baka - þetta er búinn að vera svo mikill skóli. Allt eitthvað sem ég get tekið með mér út í lífið,“ „Ef þú setur viðskiptafræðing, með allri virðingu fyrir þeim, og svo mig á einhvern fund, þá held ég að ég gæti gert jafn mikið ef ekki betur. Færnin sem ég hef af því að tala við allskonar fólk, allskonar karaktera, að draga lið áfram og eitthvað svona,“ segir Martin. Hræðist ekki að klára ferilinn „Það er líka vanmetinn hlutur, að fara út og stækka sjóndeildarhringinn. Þú færð enga diplómu fyrir það. Fólk mætti aðeins líta meira á skóla lífsins að það sé ekki eitthvað sem allir hafa og ég er bara svolítið stoltur af því að geta talað við lögfræðinga eða vísindamenn - þú getur sett mig í hóp með allskonar fólki og ég tel mig geta skapað samræður með þeim,“ segir Martin. Meiðslin hafi ef til vill gefið honum nýja sýn að vissu leyti en hann hafi þó ekki of miklar áhyggjur af því sem komi að ferlinum loknum. „Við konan erum svo með margt í gangi fyrir utan körfuboltann og erum að gera það ágætt. Þegar maður verður eldri horfir maður meira á hvað á að gera eftir ferilinn. En maður þarf líka að vera í núinu og njóta og svo kemur hitt,“ „Ég held að það verði ekkert vesen þegar ég kem til Íslands að finna mér eitthvað að gera. Ég hef litlar áhyggjur af því og ég hræðist ekkert að klára ferilinn. Ég er spenntur að sjá hvað gerist og ég leyfi hlutunum að koma til mín, það hefur gengið hingað til og ég fer ekkert að breyta því,“ segir Martin. Viðtalið við Martin má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Spænski körfuboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Martin var að spila með Valencia í úrslitakeppni spænsku deildarinnar í vor þegar hann steig illa niður og var strax ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum ferilinn, hingað til, aldrei lent í rífa neitt, eða brotið eða slitið, en þarna fann ég það bara. Þetta var tilfinning sem ég hef aldrei fundið áður þar sem fer ekkert á milli mála að það var eitthvað alvarlegt sem gerðist,“ segir Martin í viðtali við Stöð 2. Hann segist fljótt hafa jafnað sig andlega eftir áfallið. „Daginn eftir fór ég í myndatöku og þá kom í ljós að þetta væri slitið. Þá náttúrulega koma ennþá fleiri tilfinningar og erfitt að taka þetta allt inn. Viku seinna var ég farinn í aðgerð og þá þurfti maður bara að breyta hugarfarinu, setja ný markmið og tækla það,“ Hálfleikur á ferlinum „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ segir Martin. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina,“ segir Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ segir Martin. Samningur Martins við Valencia var að renna út þegar hann sleit krossbandið. Félagið sýndi honum hins vegar mikið traust og framlengdi samning hans, ekki bara um eitt, heldur tvö ár. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ segir Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. Martin segir Valencia hafa sýnt sér mikið traust.Sonia Canada/Getty Images „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin. Ár sem mun standa upp úr margan hátt Hann hefur ekkert spilað undanfarna sex mánuði eftir að hann sleit krossbandið en Martin varði dýrmætum tíma með fjölskyldunni meðan hann var frá vegna meiðslanna. „Við vorum dugleg að gera eitthvað, til dæmis að fara út á kvöldin og borða. Við erum búin að kynnast fullt af nýju fólki í Valencia og eignast marga góða vini. Ég hef líka spilað golf,“ sagði Martin. Martin ásamt Önnu Maríu og syninum Manúel.Instagram/@annamariabj Martin og kona hans, Anna María Bjarnadóttir, eiga einn son, Manúel. Hún fær meiri hjálp heima fyrir þegar Martin getur ekki spilað. „Hún fagnaði þessu ekki fyrst. Hún kom alveg hágrátandi inn í klefa og þetta tók mikið á hana. En henni finnst þetta orðið frekar þægilegt núna og ég er að reyna að passa mig að segja henni að venjast þessu lífi ekki. Þetta er stuttur tími og vonandi verð ég kominn út á völlinn sem fyrst,“ sagði Martin. Hann kann vel við sig í Valenciu. „Það eru algjör forréttindi að búa á svona stað. Það er gott veður allt árið. Þetta er líf sem mann dreymdi um þegar maður var yngri og við höfum það rosalega gott. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Martin. „Þegar maður horfir til baka eftir ferilinn horfir maður kannski á þetta ár og hugsar: mikið var þetta gaman, að geta verið með fjölskyldunni í Valenciu, liðið vel, skrokkurinn góður, vinna í sjálfum mér og styrkja fjölskyldutengslin. Þegar maður horfir til baka mun þetta ár standa upp úr á margan hátt.“ Verður erfitt að kveðja Valenciu Martin lék háskólabolta í Bandaríkjunum og hefur þá leikið sem atvinnumaður í bæði Frakklandi og Þýskalandi áður en hann flutti til Spánar. Hann segist kunna best við sig þar af þeim stöðum sem hann hefur búið. Martin lék með Alba Berlín áður en hann skipti til Valencia.VÍSIR/GETTY „Þetta er kannski orðið mesta heimilið. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á sama stað í þrjú ár og við erum búin að byggja upp lífið okkar þarna,“ „Heimilið okkar er þarna og við vorum einmitt að ræða það um daginn að það verður rosalega erfitt að kveðja þennan stað. Maður vill vera þarna sem lengst því þetta er ein besta deild í Evrópu og lið sem ætlar sér stóra hluti. Það eru ekkert mörg lið sem ég gæti farið í til þess að hafa það eitthvað betra,“ Hefur trú á að uppeldisfélagið snúi blaðinu við „Ég held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ segir Martin. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ segir Martin. Martin er uppalinn hjá KR og er þess fullviss að félagið snúi blaðinu við.Vísir/Daníel „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin um stöðu síns gamla félags. „Maður veit aldrei hvenær þetta tækifæri gefst aftur“ Martin hefur þurft að horfa á íslenska landsliðið á sjónvarpsskjánum á meðan hann hefur glímt við meiðslin. Ísland sækist eftir því að komast á HM í körfubolta í fyrsta sinn og segir Martin afar erfitt að geta ekki hjálpað til. „Það var rosalega erfitt. Staðan sem við erum í, það eru tólf Evrópuþjóðir sem fara á HM, og að vera að setja Ísland inn í það samhengi er náttúrulega galið. Það er rosalega erfitt að geta ekki tekið þátt í því, maður sá bara í síðasta glugga hvað þurfti lítið til og ég tel mig geta hjálpað eitthvað,“ „Það er kannski erfitt ef það tekst ekki og maður horfir til baka að hafa ekki getað tekið þátt í að koma liðinu á HM, af því að maður veit aldrei hvenær þetta tækifæri gefst aftur. En á sama tíma horfum við á landsliðið okkar og sjáum hvað við eigum marga góðan körfuboltamenn og hvað við erum orðnir góðir í körfubolta sem þjóð,“ „Það gefur manni líka góða tilfinningu fyrir því að ef þetta gerist ekki núna, þá gerist þetta á næstu árum, alveg 100 prósent,“ Landsleikjametið út um gluggann Martin hefur áður misst af landsleikjum og raunar lítið spilað síðustu ár. Ástæða þess er að Valencia hefur spilað í Evrópudeildinni (e. EuroLeague) en sú deild er einkarekin, án aðkomu Alþjóðakörfuboltasambandsins FIBA, og Evrópuleikirnir spilaðir á sama tíma og landsleikir. „Það er náttúrulega bara fáránlegt að þetta sé staðan, að það sé ekki einhvern veginn hægt að hafa alla bestu leikmennina vel hverju sinni. En svo kemur það sér líka vel fyrir okkur Íslendingana að þeir bestu séu ekki alltaf vel,“ Martin var snemma búinn að spila tugi landsleikja.Vísir/AFP „Það er auðvitað mjög leiðinlegt og ég geri oft grín að því að ég hélt ég væri að fara að bæta þetta landsleikjamet. Ég var mjög ungur kominn í 65-70 leiki og ég held ég hafi spilað 6-7 leiki síðan á síðustu fimm árum. En þetta er bara orðinn minn raunveruleiki og ekkert sem ég get gert í þessu, það er auðvitað Valencia sem borgar launin mín,“ Fengið góðan skóla Líkt og hinn 28 ára gamli Martin nefnir lítur hann á þetta ár og meiðslin sem ákveðin hálfleik á sínum ferli. Hann hefur verið erlendis í um níu ár og segir þetta hafa verið fljótt að líða. „Þetta er búið að vera rosalega fljótt að líða, ég er búinn að vera úti í níu ár núna. Maður er alltaf að hugsa ég þarf að fara að mennta mig eða gera þetta eða hitt, og svo eru allt í einu bara liðin níu ár,“ segir Martin sem kveðst hafa lært mikið á þessum árum. Martin kveðst ekki kvíða því að ljúka ferlinum.JM Casares/Euroleague Basketball via Getty Images „En á sama tíma er skólinn sem ég hef fengið á þessum níu árum, að búa í mismunandi menningarheimum, kynnast mögnuðu fólki sem er að gera stóra hluti, að aðlaga mig að allskonar karakterum og þurfa að vera leiðtogi og leikmaður sem dregur aðeins til baka - þetta er búinn að vera svo mikill skóli. Allt eitthvað sem ég get tekið með mér út í lífið,“ „Ef þú setur viðskiptafræðing, með allri virðingu fyrir þeim, og svo mig á einhvern fund, þá held ég að ég gæti gert jafn mikið ef ekki betur. Færnin sem ég hef af því að tala við allskonar fólk, allskonar karaktera, að draga lið áfram og eitthvað svona,“ segir Martin. Hræðist ekki að klára ferilinn „Það er líka vanmetinn hlutur, að fara út og stækka sjóndeildarhringinn. Þú færð enga diplómu fyrir það. Fólk mætti aðeins líta meira á skóla lífsins að það sé ekki eitthvað sem allir hafa og ég er bara svolítið stoltur af því að geta talað við lögfræðinga eða vísindamenn - þú getur sett mig í hóp með allskonar fólki og ég tel mig geta skapað samræður með þeim,“ segir Martin. Meiðslin hafi ef til vill gefið honum nýja sýn að vissu leyti en hann hafi þó ekki of miklar áhyggjur af því sem komi að ferlinum loknum. „Við konan erum svo með margt í gangi fyrir utan körfuboltann og erum að gera það ágætt. Þegar maður verður eldri horfir maður meira á hvað á að gera eftir ferilinn. En maður þarf líka að vera í núinu og njóta og svo kemur hitt,“ „Ég held að það verði ekkert vesen þegar ég kem til Íslands að finna mér eitthvað að gera. Ég hef litlar áhyggjur af því og ég hræðist ekkert að klára ferilinn. Ég er spenntur að sjá hvað gerist og ég leyfi hlutunum að koma til mín, það hefur gengið hingað til og ég fer ekkert að breyta því,“ segir Martin. Viðtalið við Martin má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti