Glowup flytur og vöruúrvalið eykst Glowup 12. desember 2022 11:00 Sunna Júlíusdóttir, förðunar- og naglafræðingur og eigandi Glowup. Verslunin Glowup selur snyrtivörur fyrir húð og hár ásamt förðunarvörum og býður frábært úrval af brúnkuvörum. Glowup byrjaði sem netverslun í september 2019 og rúmu ári síðar var opnuð verslun á Strandgötu 32 í Hafnarfirði. Nú flytur verslunin sig um set og opnar á nýju ári á Strandgötu 19. „Ég hlakka mikið til að koma mér fyrir í nýja húsnæðinu og er spennt að taka á móti öllum aftur eftir erfiðan faraldur og að auki eftir fæðingarorlof. Um tíma stóð til að Glowup yrði alfarið á netinu en svo losnaði þetta húsnæði. Þetta var eins og skrifað í stjörnurnar,“ segir Sunna Júlíusdóttir, förðunar- og naglafræðingur og eigandi Glowup. Handgerðu kertin eru afar falleg inná hvert heimili. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllum snyrtivörum og finnst dásamlegt að hjálpa viðskiptavinum mínum að finna réttu vörurnar. Ég var deildarstjóri snyrtivörudeildar í Hagkaup áður en ég opnaði mína eigin verslun. Í Glowup er ég með vörumerkin Sosu cosmetics, Dripping Gold Luxury Tan, PUMP Haircare, Hanskin og SoKind og svo er ég með ýmsar aðrar vörur eins og virkilega falleg handgerð soya kerti sem koma frá tveimur systrum í Bretlandi. Glowup er þó eflaust þekktast fyrir brúnkuvörumerkið Dripping Gold sem hefur orðið gríðarlega vinsælt á stuttum tíma, enda mikið úrval og eitthvað til fyrir alla.“ segir Sunna. Vinsælu brúnkufroðurnar sem innihalda frábær innihaldsefni fyrir húðina. „PUMP hárvörumerkið okkar er þó ekki síðra og er mjög vinsælt, sérstaklega 'Curly Girl Method' línan okkar sem tók mikla sveiflu upp á við síðust 2 ár. Einnig býð ég upp á áhrifamiklar vörur gegn hármissi og hárþynningu frá PUMP Haircare.“ Silkikoddaver sniðug í jólapakkann Silkið dregur úr fitumyndun í húð og hári. Hárið flækist einnig síður þegar við snúum höfðinu á silkikoddaveri. „100 % Mulberry silkikoddaverin eru lang vinsælasta jólagjöfin og að mínu mati ættu allir að sofa með silkikoddaver, það hefur svo ótrúlega marga kosti! Silkið kemur í veg fyrir rakatap í bæði húð og hári, húðin verður fyrir minna áreiti á næturnar og dregst síður til og hægir þar af leiðandi á hrukkumyndun. Silki er einnig frábært fyrir viðkvæma húð, svo sem exem og þurra húð. Andlitskrem haldast á húðinni í stað þess að fara í koddaverið og silkið dregur úr fitumyndun í húð og hári og vinnur því gegn bólum. Hárið flækist síður og verður ekki eins úfið og svo helst silkið líka svalara sem er æðislegt fyrir þá sem þola ekki þegar koddinn hitnar of mikið. Hvað er ekki að elska? Svo á ég einnig frábært úrval af förðunar- og húðvörum sem er fallegt í jólapakkann. Húðvörumerkið okkar Hanskin er virkilega vandað og er framleitt í S-Kóreu sem er mjög framarlega í framleiðslu á húðvörum." Lífrænar hárvörur án parabena og sílikona Hrein innihaldsefni „Ég er ákaflega stolt af því að bjóða upp á vörur sem eru með hrein og áhrifarík innihaldsefni. Allar vörurnar í Glowup eru vegan og cruelty free, fyrir utan silkikoddaverin. Nýlega bætti ég við vörumerkinu SoKind, húðvörur fyrir mæður og börn. Vörurnar eru framleiddar í Danmörku og meginregla SoKind er að stuðla að hreinleika og sjálfbærni. Hráefnin eru handvalin til að tryggja bestu gæðin. Erfitt er að finna húðvörur sem eru jafn náttúrulegar, öruggar og nærandi fyrir mæður og viðkvæma húð barnanna okkar." Húðvörur án allra auka- og eiturefna fyrir mæður og börn. „Þá leggur hárvörumerkið PUMP mikið upp úr umhverfismálum og nú eru til dæmis allar túpur unnar úr sykurreyr og verksmiðjan er knúin áfram á sólarorku. Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjungum og aldrei að vita hvort ég bæti við vöru úrvalið,“ segir Sunna. Brot af vinsælu krullu línunni frá Pump Haircare. Stuttur biðtími og fagleg ráðgjöf „Við bjóðum upp á sendingar í póstbox, pósthús og Dropp og afgreiðum allar netpantanir hratt. Ef fólk hefur einhverjar spurningar eða þarf ráðgjöf við val á vörum er hægt að hafa samband við mig á öllum miðlum, facebook, Instagram, inni á vefverslunar spjallinu eða gegnum tölvupóst og ég svara ávallt eins hratt og auðið er. Svo er fólk velkomið í nýja verslun okkar í janúar, dagsetning á opnun verður auglýst síðar." Förðun Jól Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira
„Ég hlakka mikið til að koma mér fyrir í nýja húsnæðinu og er spennt að taka á móti öllum aftur eftir erfiðan faraldur og að auki eftir fæðingarorlof. Um tíma stóð til að Glowup yrði alfarið á netinu en svo losnaði þetta húsnæði. Þetta var eins og skrifað í stjörnurnar,“ segir Sunna Júlíusdóttir, förðunar- og naglafræðingur og eigandi Glowup. Handgerðu kertin eru afar falleg inná hvert heimili. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllum snyrtivörum og finnst dásamlegt að hjálpa viðskiptavinum mínum að finna réttu vörurnar. Ég var deildarstjóri snyrtivörudeildar í Hagkaup áður en ég opnaði mína eigin verslun. Í Glowup er ég með vörumerkin Sosu cosmetics, Dripping Gold Luxury Tan, PUMP Haircare, Hanskin og SoKind og svo er ég með ýmsar aðrar vörur eins og virkilega falleg handgerð soya kerti sem koma frá tveimur systrum í Bretlandi. Glowup er þó eflaust þekktast fyrir brúnkuvörumerkið Dripping Gold sem hefur orðið gríðarlega vinsælt á stuttum tíma, enda mikið úrval og eitthvað til fyrir alla.“ segir Sunna. Vinsælu brúnkufroðurnar sem innihalda frábær innihaldsefni fyrir húðina. „PUMP hárvörumerkið okkar er þó ekki síðra og er mjög vinsælt, sérstaklega 'Curly Girl Method' línan okkar sem tók mikla sveiflu upp á við síðust 2 ár. Einnig býð ég upp á áhrifamiklar vörur gegn hármissi og hárþynningu frá PUMP Haircare.“ Silkikoddaver sniðug í jólapakkann Silkið dregur úr fitumyndun í húð og hári. Hárið flækist einnig síður þegar við snúum höfðinu á silkikoddaveri. „100 % Mulberry silkikoddaverin eru lang vinsælasta jólagjöfin og að mínu mati ættu allir að sofa með silkikoddaver, það hefur svo ótrúlega marga kosti! Silkið kemur í veg fyrir rakatap í bæði húð og hári, húðin verður fyrir minna áreiti á næturnar og dregst síður til og hægir þar af leiðandi á hrukkumyndun. Silki er einnig frábært fyrir viðkvæma húð, svo sem exem og þurra húð. Andlitskrem haldast á húðinni í stað þess að fara í koddaverið og silkið dregur úr fitumyndun í húð og hári og vinnur því gegn bólum. Hárið flækist síður og verður ekki eins úfið og svo helst silkið líka svalara sem er æðislegt fyrir þá sem þola ekki þegar koddinn hitnar of mikið. Hvað er ekki að elska? Svo á ég einnig frábært úrval af förðunar- og húðvörum sem er fallegt í jólapakkann. Húðvörumerkið okkar Hanskin er virkilega vandað og er framleitt í S-Kóreu sem er mjög framarlega í framleiðslu á húðvörum." Lífrænar hárvörur án parabena og sílikona Hrein innihaldsefni „Ég er ákaflega stolt af því að bjóða upp á vörur sem eru með hrein og áhrifarík innihaldsefni. Allar vörurnar í Glowup eru vegan og cruelty free, fyrir utan silkikoddaverin. Nýlega bætti ég við vörumerkinu SoKind, húðvörur fyrir mæður og börn. Vörurnar eru framleiddar í Danmörku og meginregla SoKind er að stuðla að hreinleika og sjálfbærni. Hráefnin eru handvalin til að tryggja bestu gæðin. Erfitt er að finna húðvörur sem eru jafn náttúrulegar, öruggar og nærandi fyrir mæður og viðkvæma húð barnanna okkar." Húðvörur án allra auka- og eiturefna fyrir mæður og börn. „Þá leggur hárvörumerkið PUMP mikið upp úr umhverfismálum og nú eru til dæmis allar túpur unnar úr sykurreyr og verksmiðjan er knúin áfram á sólarorku. Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjungum og aldrei að vita hvort ég bæti við vöru úrvalið,“ segir Sunna. Brot af vinsælu krullu línunni frá Pump Haircare. Stuttur biðtími og fagleg ráðgjöf „Við bjóðum upp á sendingar í póstbox, pósthús og Dropp og afgreiðum allar netpantanir hratt. Ef fólk hefur einhverjar spurningar eða þarf ráðgjöf við val á vörum er hægt að hafa samband við mig á öllum miðlum, facebook, Instagram, inni á vefverslunar spjallinu eða gegnum tölvupóst og ég svara ávallt eins hratt og auðið er. Svo er fólk velkomið í nýja verslun okkar í janúar, dagsetning á opnun verður auglýst síðar."
Förðun Jól Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira