Salóme til PayAnalytics Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 19:12 Salóme Guðmundsdóttir. Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu. Í tilkynningu kemur fram að Salóme starfaði áður sem framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún forstöðumaður Opna háskólans í HR. Salóme hefur víðtæka reynslu af ýmsum nefndar og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr m.a. í stjórn Eyrir Ventures og Viðskiptaráði Íslands. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. „Það er spennandi áskorun að ganga til liðs við reynslumikið teymi PayAnalytics á þessum tímapunkti. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og framundan eru gríðarleg tækifæri til frekari sóknar um allan heim. Ég hlakka til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Salóme í áðurnefndri tilkynningu. PayAnalytics er nafn fyrirtækisins og hugbúnaðar sem á að gera stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Samkvæmt tilkynningunni sýnir hugbúnaðurinn hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og eykur skilning á launaskipan fyrirtækisins. Hugbúnaður er í boði á sjö tungumálum og er notaður í 75 löndum víða um heim, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Kína og tryggir nú þegar sanngirni í kjörum hjá um 30 prósent af þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Grósku ásamt skrifstofum í þremur löndum utan Íslands. „Stóra verkefnið er að tryggja áframhaldandi vöxt PayAnalytics á heimsvísu. Það felur meðal annars í sér verkefni sem snúa að öflun nýrra viðskiptatækifæra, upplifun viðskiptavina, þróun þjónustunnar og markaðssetningu á lausn fyrirtækisins. Salóme hefur breiða reynslu á sviði stjórnunar, sölu og markaðsmála auk þess sem reynsla hennar af alþjóðlegum verkefnum og öflugt tengslanet mun nýtast fyrirtækinu vel við frekari uppbyggingu,“ segir Guðrún Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Vistaskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Salóme starfaði áður sem framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún forstöðumaður Opna háskólans í HR. Salóme hefur víðtæka reynslu af ýmsum nefndar og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr m.a. í stjórn Eyrir Ventures og Viðskiptaráði Íslands. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. „Það er spennandi áskorun að ganga til liðs við reynslumikið teymi PayAnalytics á þessum tímapunkti. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og framundan eru gríðarleg tækifæri til frekari sóknar um allan heim. Ég hlakka til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Salóme í áðurnefndri tilkynningu. PayAnalytics er nafn fyrirtækisins og hugbúnaðar sem á að gera stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Samkvæmt tilkynningunni sýnir hugbúnaðurinn hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og eykur skilning á launaskipan fyrirtækisins. Hugbúnaður er í boði á sjö tungumálum og er notaður í 75 löndum víða um heim, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Kína og tryggir nú þegar sanngirni í kjörum hjá um 30 prósent af þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Grósku ásamt skrifstofum í þremur löndum utan Íslands. „Stóra verkefnið er að tryggja áframhaldandi vöxt PayAnalytics á heimsvísu. Það felur meðal annars í sér verkefni sem snúa að öflun nýrra viðskiptatækifæra, upplifun viðskiptavina, þróun þjónustunnar og markaðssetningu á lausn fyrirtækisins. Salóme hefur breiða reynslu á sviði stjórnunar, sölu og markaðsmála auk þess sem reynsla hennar af alþjóðlegum verkefnum og öflugt tengslanet mun nýtast fyrirtækinu vel við frekari uppbyggingu,“ segir Guðrún Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar.
Vistaskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira