Geggjað jólaskreytt 45 metra mastur á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. desember 2022 21:04 Ef einhvers staðar er hægt að tala um risa jólaskreytingu í ár, þá er það á Hvolsvelli því þar er búið að setja jólaseríur upp í fjörutíu og fimm metra hæð á símamastri, sem þar stendur. Rúmlega kílómetri af blikkandi seríum er á mastrinu. íbúar á Hvolsvelli segjast vera komnir með sinn eigin „Efelturn“ og hann er meira að segja jólaskreyttur. Mastrið er frá Mílu og fékkst leyfi hjá fyrirtækinu að skreyta það en ýmsir aðilar komu að verkinu, ekki síst félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. „Við héldum að þetta væri óframkvæmanlegt en annað kom í ljós. Það er náttúrulega ungt fólk í sveitinni, sem er ekki lofthrædd og þau klifruðu þarna upp og settu upp allar sínar tryggingar og svo héngu þau eða dingluðu í spottum í fjóra daga á meðan þau voru að skreyta, enda voru þau með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri hjá Dagrenningu. Mastrið sést úr öllum áttum og vekur mikla athygli allra, sem berja það augum, enda einskonar bæjartákn á Hvolsvelli. „Mastrið er 45 metrar og ég held að það hafi farið hundrað tólf metra seríur, eða 1,2 kílómetra af ljósum,“ bætir Þorsteinn við. Mastrið er 45 metra hátt og sést mjög víða með sínar blikkandi jólaseríur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með jólamastrið. „Já, það á athyglina skilið og sérstaklega björgunarsveitin fyrir að hanga þarna upp í fjóra daga og gera þetta með stuttum fyrirvara. Mér finnst mastrið fallegt en mér finnst blikkandi seríurnar, þær setja punktinn yfir i-ið,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa í Rangárþingi eystra. Þorsteinn og Þóra Björg eru mjög ánægð með hvernig til tókst með skreytinguna á mastrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Jól Björgunarsveitir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
íbúar á Hvolsvelli segjast vera komnir með sinn eigin „Efelturn“ og hann er meira að segja jólaskreyttur. Mastrið er frá Mílu og fékkst leyfi hjá fyrirtækinu að skreyta það en ýmsir aðilar komu að verkinu, ekki síst félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. „Við héldum að þetta væri óframkvæmanlegt en annað kom í ljós. Það er náttúrulega ungt fólk í sveitinni, sem er ekki lofthrædd og þau klifruðu þarna upp og settu upp allar sínar tryggingar og svo héngu þau eða dingluðu í spottum í fjóra daga á meðan þau voru að skreyta, enda voru þau með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri hjá Dagrenningu. Mastrið sést úr öllum áttum og vekur mikla athygli allra, sem berja það augum, enda einskonar bæjartákn á Hvolsvelli. „Mastrið er 45 metrar og ég held að það hafi farið hundrað tólf metra seríur, eða 1,2 kílómetra af ljósum,“ bætir Þorsteinn við. Mastrið er 45 metra hátt og sést mjög víða með sínar blikkandi jólaseríur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með jólamastrið. „Já, það á athyglina skilið og sérstaklega björgunarsveitin fyrir að hanga þarna upp í fjóra daga og gera þetta með stuttum fyrirvara. Mér finnst mastrið fallegt en mér finnst blikkandi seríurnar, þær setja punktinn yfir i-ið,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa í Rangárþingi eystra. Þorsteinn og Þóra Björg eru mjög ánægð með hvernig til tókst með skreytinguna á mastrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Jól Björgunarsveitir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira