Kertastjakinn sem hefur gert allt vitlaust
Nappula kertastjakinn frá iittala fer einstaklega fallega á borði. Hann er skemmtilegur í laginu og stílhreinn og hægt að setja í hann bæði tekerti og há standandi kerti.
Einn vinsælasti heimilisilmur ársins
Ef þú ert að leita að gjöf handa mömmu og vantar eitthvað smá til að setja með þá hafa Black Vanilla ilmstangirnar frá Areon notið gríðarlegra vinsælda. Þær gefa frá sér einstaklega mildan og góðan ilm og eru frábær jólagjöf.
Embla ullarsængin
Íslenska ullarsængin er afar hlýleg og falleg gjöf. Sængin er úr gæðaull af íslensku sauðfé og er bæði létt og hlý. Sængin andar vel og hentar allan ársins hring.
Falleg rúmföt
Ný og falleg sængurföt eru bæði nytsamleg og falleg gjöf. Það jafnast ekkert á við að leggjast til svefns í nýjum rúmfatnaði og í Vogue fyrir heimilið er mikið úrval af fallegum sængurfatnaði.

Taska úr endurunnum pappír
Þessi sæta hliðartaska frá Uashmama er úr endurunnum pappír. Pappírinn er unnin á sérstakan hátt svo taskan er níðsterk en létt og lipur. Þessi er frábær í jólapakkann.

Kampavínsglös frá iittala
Essence línan er frábær gjöf handa fagurkerum. Kampavínsglös er líka hátíðlegt að taka upp á jólunum, þessi gjöf mun slá í gegn.
