Spilavítishugmyndinni kastað fram en ekki skoðuð nánar Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2022 14:00 Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri HHÍ. Hugmynd HHÍ um að setja á laggirnar spilavíti hér á landi var einungis pæling sem kastað var fram við gerð tillaga um breytingar á lögum og reglugerðum um happdrætti. Forstjóri HHÍ segir að stjórnvöld þurfi að breyta reglugerðum um fjárhættuspil á netinu ef bregðast á við tekjutapi og leggja upp úr heilbrigðari spilun. Vísir fjallaði um helgina um grein sem birtist á vef Times Higher Education um starfshóp dómsmálaráðuneytisins sem gera átti tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum varðandi happdrætti. Í umfjöllun miðilsins var tekið fram að HHÍ hafi lagt til við starfshóp á vegum dómsmálaráðuneytisins að fá að reka spilavíti á Íslandi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, að það sé ekki rétt að félagið hafi óskað eftir því, heldur einungis hafi HHÍ velt því fyrir sér á fyrri stigum starfsemi starfshópsins til að velta öllum steinum. „Hugsunin með spilavíti var sú að ef stjórnvöld hefðu hug á að heimila frekari útvíkkun á happdrættislöggjöfinni, til dæmis með spilavíti, væri núverandi sérleyfishöfum gefinn kostur á að taka þátt til að tryggja að ágóðinn af slíkri starfsemi rynni til samfélagslegra mikilvægra verkefna en ekki til einkarekinna fyrirtækja,“ segir í svari Bryndísar. Ein af fjölmörgum hugmyndum Hugmyndin var ein af fjölmörgum sem HHÍ setti fram en var ekki tekin til umfjöllunar og er ekki í endanlegum tillögum sem sendar voru til dómsmálaráðherra. Bryndís bendir á að þrátt fyrir að netspil séu bönnuð á Íslandi hafi ólöglegar erlendar netspilunarsíður starfað hér um langt skeið án afskipta stjórnvalda. Fyrirtækin starfa án lagaheimilda, ekkert eftirlit er með þeim og greiða þau hvorki skatta né gjöld hér á landi. „Íslensk stjórnvöld hafa sýnt andvaraleysi með því að aðhafast ekkert til að sporna gegn þessari erlendu ólöglegu netspilun og má færa rök fyrir því að athafnaleysi þeirra sé mesta hættan gagnvart íslenska happdrættismarkaðinum, hvort sem litið er til neytendaverndar eða tekjuöflunar íslensku happdrættisfyrirtækjanna,“ segir í svari Bryndísar. Nágrannarnir mættu vera fyrirmyndir Að mati HHÍ ættu stjórnvöld að líta til nágrannalanda okkar þegar kemur að fjárhættuspilamarkaði. Bryndís segir að það sé skynsamleg leið að stjórnvöld heimili íslensku sérleyfishöfunum að bjóða sín spil á netinu og kveðið verði á með hvaða hætti það gæti orðið. Danir hafa leyft netspil frá árinu 2012, Norðmenn frá árinu 2015 og Svíar frá 2019. Rætt hefur verið reglulega um innleiðingu svokallaðra spilakorta. Markmið þeirra er að draga úr spilafíkn og spilavanda en á sama tíma stuðla að heilbrigðari spilahegðun. Kortin leysa þó ekki allan vanda varðandi fíkn og eru gerð til að lágmarka skaða þeirra sem eiga við vanda að etja. „Samhliða upptöku spilakorta er mikilvægt að komið verði í veg fyrir starfsemi ólöglegu netspilunarsíðnanna sem starfræktar eru hér á landi. Það yrði til lítils ef ráðist yrði í upptöku spilakorta án fullnægjandi hindrana fyrir ólöglegu netspilunarsíðurnar því spilarar myndu einfaldlega færa sig þangað yfir. Þessi fyrirtæki starfa ólöglega hér á landi, þau leggja ekkert af mörkum til samfélagslega mikilvægra verkefna né til rannsókna á spilavanda eða spilafíkn og til að bæta gráu ofan á svart þá virðast þau ekkert leggja upp úr heilbrigðari spilun eða ábyrgari spilun í starfsemi sinni,“ segir Bryndís. Fíkn Fjárhættuspil Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. 8. október 2021 16:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Vísir fjallaði um helgina um grein sem birtist á vef Times Higher Education um starfshóp dómsmálaráðuneytisins sem gera átti tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum varðandi happdrætti. Í umfjöllun miðilsins var tekið fram að HHÍ hafi lagt til við starfshóp á vegum dómsmálaráðuneytisins að fá að reka spilavíti á Íslandi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, að það sé ekki rétt að félagið hafi óskað eftir því, heldur einungis hafi HHÍ velt því fyrir sér á fyrri stigum starfsemi starfshópsins til að velta öllum steinum. „Hugsunin með spilavíti var sú að ef stjórnvöld hefðu hug á að heimila frekari útvíkkun á happdrættislöggjöfinni, til dæmis með spilavíti, væri núverandi sérleyfishöfum gefinn kostur á að taka þátt til að tryggja að ágóðinn af slíkri starfsemi rynni til samfélagslegra mikilvægra verkefna en ekki til einkarekinna fyrirtækja,“ segir í svari Bryndísar. Ein af fjölmörgum hugmyndum Hugmyndin var ein af fjölmörgum sem HHÍ setti fram en var ekki tekin til umfjöllunar og er ekki í endanlegum tillögum sem sendar voru til dómsmálaráðherra. Bryndís bendir á að þrátt fyrir að netspil séu bönnuð á Íslandi hafi ólöglegar erlendar netspilunarsíður starfað hér um langt skeið án afskipta stjórnvalda. Fyrirtækin starfa án lagaheimilda, ekkert eftirlit er með þeim og greiða þau hvorki skatta né gjöld hér á landi. „Íslensk stjórnvöld hafa sýnt andvaraleysi með því að aðhafast ekkert til að sporna gegn þessari erlendu ólöglegu netspilun og má færa rök fyrir því að athafnaleysi þeirra sé mesta hættan gagnvart íslenska happdrættismarkaðinum, hvort sem litið er til neytendaverndar eða tekjuöflunar íslensku happdrættisfyrirtækjanna,“ segir í svari Bryndísar. Nágrannarnir mættu vera fyrirmyndir Að mati HHÍ ættu stjórnvöld að líta til nágrannalanda okkar þegar kemur að fjárhættuspilamarkaði. Bryndís segir að það sé skynsamleg leið að stjórnvöld heimili íslensku sérleyfishöfunum að bjóða sín spil á netinu og kveðið verði á með hvaða hætti það gæti orðið. Danir hafa leyft netspil frá árinu 2012, Norðmenn frá árinu 2015 og Svíar frá 2019. Rætt hefur verið reglulega um innleiðingu svokallaðra spilakorta. Markmið þeirra er að draga úr spilafíkn og spilavanda en á sama tíma stuðla að heilbrigðari spilahegðun. Kortin leysa þó ekki allan vanda varðandi fíkn og eru gerð til að lágmarka skaða þeirra sem eiga við vanda að etja. „Samhliða upptöku spilakorta er mikilvægt að komið verði í veg fyrir starfsemi ólöglegu netspilunarsíðnanna sem starfræktar eru hér á landi. Það yrði til lítils ef ráðist yrði í upptöku spilakorta án fullnægjandi hindrana fyrir ólöglegu netspilunarsíðurnar því spilarar myndu einfaldlega færa sig þangað yfir. Þessi fyrirtæki starfa ólöglega hér á landi, þau leggja ekkert af mörkum til samfélagslega mikilvægra verkefna né til rannsókna á spilavanda eða spilafíkn og til að bæta gráu ofan á svart þá virðast þau ekkert leggja upp úr heilbrigðari spilun eða ábyrgari spilun í starfsemi sinni,“ segir Bryndís.
Fíkn Fjárhættuspil Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. 8. október 2021 16:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. 8. október 2021 16:20