Fagnar því að hafa lokið meðferð eftir að hafa glímt við átröskun í rúmlega fimm ár Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:38 Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, er útkskrifuð úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. Vísir/Adelina Antal Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, fagnaði mikilvægum áfanga í gær þegar hún útskrifaðist úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar, eftir rúmlega fimm ára baráttu við sjúkdóminn. Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira