Fagnar því að hafa lokið meðferð eftir að hafa glímt við átröskun í rúmlega fimm ár Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:38 Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, er útkskrifuð úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. Vísir/Adelina Antal Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, fagnaði mikilvægum áfanga í gær þegar hún útskrifaðist úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar, eftir rúmlega fimm ára baráttu við sjúkdóminn. Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira