Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2022 19:01 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. David Davies/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira