„Mikill fjöldi er að taka smálán“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. desember 2022 18:40 Guðný Helena Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir marga leita til þeirra fyrir jólin. Vísir/Egill Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“ Hjálparstarf Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“
Hjálparstarf Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira